Spurður um gagnaleka lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Boðað var til blaðamannafundar í desember 2017 vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu í Euromarketmáli. Fréttablaðið/ERNIR Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að svara spurningum ríkissaksóknara um minnisblað sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Skjólstæðingur Steinbergs er meintur höfuðpaur í Euromarket-málinu, einni umfangsmestu rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Var Steinbergur krafinn svara um hvernig minnisblaðið komst í hans hendur og hvort það hefði gerst fyrir tilstilli þeirra sem einir áttu að hafa aðgang að skjalinu hjá yfirstjórnum embætta sem að rannsókninni komu eða annarra hjá þeim embættum. Embættin eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri. „Ég má ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni, þinghaldið var lokað, en ég get sagt að ég brást ekki trúnaðarskyldunni við skjólstæðing minn,“ segir Steinbergur. „Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnisblaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“ Steinbergur var fyrst kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglunni á Akranesi sem falin var rannsókn lekans í fyrravor. Hann neitaði að tjá sig. Skömmu eftir áramót fékk Ríkissaksóknari úrskurð héraðsdóms um vitnaskylduna og Landsréttur staðfesti nýverið þann úrskurð. Steinbergur fékk lögmanninn Arnar Þór Stefánsson til að vera sér til halds og trausts um vitnaskylduna. Í fyrstu fyrirtöku um hana lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði með vísan til trúnaðarsambands verjanda við skjólstæðing sinn og vísaði til dómafordæma um trúnaðarskyldu blaðamanna við heimildarmenn sína. – aá Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Lögmaðurinn Steinbergur Finnbogason var kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að svara spurningum ríkissaksóknara um minnisblað sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings í fyrra. Skjólstæðingur Steinbergs er meintur höfuðpaur í Euromarket-málinu, einni umfangsmestu rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Var Steinbergur krafinn svara um hvernig minnisblaðið komst í hans hendur og hvort það hefði gerst fyrir tilstilli þeirra sem einir áttu að hafa aðgang að skjalinu hjá yfirstjórnum embætta sem að rannsókninni komu eða annarra hjá þeim embættum. Embættin eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, Héraðssaksóknari, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri. „Ég má ekki svara því hvað kom fram í skýrslutökunni, þinghaldið var lokað, en ég get sagt að ég brást ekki trúnaðarskyldunni við skjólstæðing minn,“ segir Steinbergur. „Aðalatriðið að mínu mati er ekki hvaðan þetta minnisblað kom heldur það sem í því stendur. Það er enginn vafi í mínum huga að minnisblaðið sýnir möguleg mannréttindabrot gegn skjólstæðingi mínum og möguleg hegningarlagabrot lögreglu og á því mun ég meðal annars byggja málsvörn skjólstæðings míns ef og þegar þar að kemur.“ Steinbergur var fyrst kvaddur til skýrslutöku hjá lögreglunni á Akranesi sem falin var rannsókn lekans í fyrravor. Hann neitaði að tjá sig. Skömmu eftir áramót fékk Ríkissaksóknari úrskurð héraðsdóms um vitnaskylduna og Landsréttur staðfesti nýverið þann úrskurð. Steinbergur fékk lögmanninn Arnar Þór Stefánsson til að vera sér til halds og trausts um vitnaskylduna. Í fyrstu fyrirtöku um hana lýsti Arnar málinu sem lögfræðilegu sprengjusvæði með vísan til trúnaðarsambands verjanda við skjólstæðing sinn og vísaði til dómafordæma um trúnaðarskyldu blaðamanna við heimildarmenn sína. – aá
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina. 18. júlí 2018 07:00