Mislingar um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:29 Um var að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect umrædda daga. vÍSIR/VILHELM Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Þetta staðfestir Áslaug Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Í frétt RÚV kemur fram að farþegum og áhöfn sem flugu með Icelandair frá London til Keflavíkur þann 14. febrúar síðastliðinn hafi verið send tilkynning frá sóttvarnarlækni um möguleika á mislingasmiti. Farþegum og áhöfn flugvélar Air Iceland Connect sem flaug frá Reykjavík til Egilsstaða daginn eftir, þann 15. febrúar, hafi verið send sambærileg tilkynning. Hefur RÚV eftir tilkynningu að um hafi verið að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect. Áslaug segir í samtali við Vísi að mislingasmit sé staðfest hjá einum farþega vélar Icelandair. Þá staðfestir hún einnig að mislingasmit hafi komið upp í vél Air Iceland Connect. Hún gat ekki veitt upplýsingar um það hvort um sömu manneskju væri að ræða. „Í raun og veru fylgjum við bara leiðbeiningum sóttvarnarlæknis ef svona kemur upp og höfum sent farþegum allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar í samráði við sóttvarnarlækni.“Fylgist vel með einkennum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum áðurnefndra leiða er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Reglulega er tilkynnt um mislingasmit í flugvélum en tilkynning barst til að mynda um slíkt smit í flugvél Icelandair frá Keflavík til Toronto síðasta sumar. Þá kom einnig upp mislingatilvik í vélum WOW air frá London til Keflavíkur og Keflavíkur til Detroit um svipað leyti. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43 Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30 Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Þetta staðfestir Áslaug Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Í frétt RÚV kemur fram að farþegum og áhöfn sem flugu með Icelandair frá London til Keflavíkur þann 14. febrúar síðastliðinn hafi verið send tilkynning frá sóttvarnarlækni um möguleika á mislingasmiti. Farþegum og áhöfn flugvélar Air Iceland Connect sem flaug frá Reykjavík til Egilsstaða daginn eftir, þann 15. febrúar, hafi verið send sambærileg tilkynning. Hefur RÚV eftir tilkynningu að um hafi verið að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect. Áslaug segir í samtali við Vísi að mislingasmit sé staðfest hjá einum farþega vélar Icelandair. Þá staðfestir hún einnig að mislingasmit hafi komið upp í vél Air Iceland Connect. Hún gat ekki veitt upplýsingar um það hvort um sömu manneskju væri að ræða. „Í raun og veru fylgjum við bara leiðbeiningum sóttvarnarlæknis ef svona kemur upp og höfum sent farþegum allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar í samráði við sóttvarnarlækni.“Fylgist vel með einkennum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum áðurnefndra leiða er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Reglulega er tilkynnt um mislingasmit í flugvélum en tilkynning barst til að mynda um slíkt smit í flugvél Icelandair frá Keflavík til Toronto síðasta sumar. Þá kom einnig upp mislingatilvik í vélum WOW air frá London til Keflavíkur og Keflavíkur til Detroit um svipað leyti.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43 Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30 Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43
Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30
Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16