Lánssamningur Rafal Stefán er fram á sumar en á meðan á lánstímanum stendur hefur AFC Bournemouth möguleika á því að kaupa Rafal frá Fram.
Welcome to #afcb, Rafal Danielsson!
We've officially completed the signing of the young Icelandic goalkeeper on loan from Fram Reykjavik FC.https://t.co/hczlplg4zj
— AFC Bournemouth (@afcbournemouth) February 19, 2019
Rafal er fæddur og uppalinn á Neskaupstað og hóf þar sinn knattspyrnuferil með Fjarðabyggð. Eftir stutta viðkomu á Egilsstöðum flutti hann með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur tólf ára gamall og gekk til liðs við Fram.
Rafal hefur verið valinn í úrtakshópa fyrir yngri landslið Íslands og auk þess farið til æfinga hjá erlendum félagsliðum meðal annars Liverpool og Everton.
Okkar efnilegi markvörður Rafal Stefán Daníelsson gengur til liðs við AFC Bournemouth á lánssamningi fram á sumar. Gangi þér vel Rafal!https://t.co/cIhXCdatyy
— FRAM knattspyrna (@FRAMknattspyrna) February 19, 2019
Rafal er nýorðinn sautján ára gamall hefur verið markvörður 2.flokks og varamarkvörður meistaraflokks Fram undanfarið. Í byrjun janúar á þessu ári bauð AFC Bournemouth honum að koma til Englands til æfinga.
Rafal dvaldi hjá enska úrvalsdeildarfélaginu í nokkra daga og stóð sig með stakri prýði og enska félagið lýsti strax yfir áhuga á að fá hann til liðs við sig. Eftir viðræður milli félaganna er niðurstaðan sú að Rafal gengur til liðs við AFC Bournemouth á láni fram á sumar.