Þar segir að léttskýjað verði á sunnanverðu landinu en sums staðar má búast við snörpum vindhviðum við fjöll framan af degi.
Þá er spáð fremur hægri austlægri átt og að bjart verði með köflum á morgun en strekkingur og stöku skúrir eða él við suðurströndina.
Það mun síðan hvessa talsvert sunnanlands annað kvöld með rigningu sums staðar og hlýnandi veðri. Á miðvikudagsmorgun spáir svo austanstormi með rigningu og slyddu um land allt en síðdegis á að lægja og stytta upp.
Veðurhorfur á landinu:
Norðan 10-18 m/s, en 15-23 undir Vatnajökli framan af morgni. Snjókoma eða él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust syðst og austast. Hægari og úrkomuminni seinni partinn og kólnar heldur.
Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum á morgun, en 10-15 og stöku skúrir eða él við S-ströndina. Hvessir talsvert S-lands um kvöldið, rignir víða þar og hlýnar heldur í veðri.
Á þriðjudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s og skýjað með köflum, en 15-23 með S-ströndinni þegar líður á daginn og stöku él syðst. Hiti 0 til 5 stig syðra, en frost annars 1 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Gengur í austanstorm með talsverðri rigningu eða slyddu, en snjókomu til fjalla. Lengst af úrkomulítið fyrir norðan. Dregur talsvert úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Heldur hlýnandi veður.
Á fimmtudag og föstudag:
Allhvöss eða hvöss sunnanátt með rigningu, en þurrt að kalla fyrir norðan. Fremur hlýtt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir að lægi og kólni með slyddu eða snjókomu A-lands, en annars þurrt að kalla.