Stemmning fyrir verkföllum í mars Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2019 22:15 Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins. Samtök launafólks og atvinnurekenda bíða nú eftir útspili stjórnvalda um hvernig þau hyggjast höggva á hnútinn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og forsetateymis Alþýðusambandsins munu funda á þriðjudag þar sem ætla má kynntar verði tillögur að skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu, áður en samninganefndir funda síðan hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nú sé því komið að enn einni ögurstundinni í kjaraviðræðunum. Falli tillögur stjórnvalda ekki í kramið geti hún ekki útilokað að einhver undirfélög ASÍ boði til verkfalla innan nokkurra vikna. „Við finnum fyrir þreytu hjá fólki á lægstu kjörum, sem vill fá að rétta sinn hlut. Eðlilega er það fólk til í að skoða hvað það getur mögulega gert til að bæta sína stöðu. Við hlustum að sjálfsögðu á það sem okkar félagsmenn eru að segja,“ segir Drífa. „Ef að einhver félög ætla að sækja umboð til vinnustöðvunar þá er það alveg sjálfsagt mál fyrir þau að gera það.“ Það sé því ekki svo ólíklegt að mati Drífu að boðað verði til verkfalla strax í byrjun mars. „Ég hugsa að það sé stemning fyrir því í ákveðnum hópum, já.“Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Veikt umboð til breytinga Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur umboð verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um aðkomu ríkisins að kjaramálunum hins vegar í efa. „Umboð hennar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör á markaði fyrir sitt fólk. Viðsemjendur þeirra eru forsvarsmenn atvinnulífsins – ekki ríkisins,“ segir Bryndís.„Þannig að þeirra umboð nær ekki til skattkerfisbreytinga eða einhverra annarra kerfisbreytinga, það umboð hlýtur að liggja hjá okkur, kjörnum fulltrúum.“ Þar að auki sé lagaleg óvissa uppi um hvort löglegt sé að boða til vinnustöðvunar ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma. Bryndís segist engu að síður hafa fullan skilning á að verkalýðsfélög vilji blanda sér í umræðuna og leggja fram tillögur. „En hótanir og skattkerfisbreytingar, það hlýtur að vera á borðum stjórnvalda en ekki forystumanna verkalýðshreyfingarinnar.“ Drífa Snædal segir að umboð verkalýðshreyfingarinnar felist í því að hún og aðrir í forystusveitinni séu kjörin til að gæta að lífskjörum fólks. „Við værum því ekki að sinna vinnunni okkar ef við myndum ekki krefjast þess að skattkerfinu yrði beitt til að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56 Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins. Samtök launafólks og atvinnurekenda bíða nú eftir útspili stjórnvalda um hvernig þau hyggjast höggva á hnútinn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og forsetateymis Alþýðusambandsins munu funda á þriðjudag þar sem ætla má kynntar verði tillögur að skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu, áður en samninganefndir funda síðan hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nú sé því komið að enn einni ögurstundinni í kjaraviðræðunum. Falli tillögur stjórnvalda ekki í kramið geti hún ekki útilokað að einhver undirfélög ASÍ boði til verkfalla innan nokkurra vikna. „Við finnum fyrir þreytu hjá fólki á lægstu kjörum, sem vill fá að rétta sinn hlut. Eðlilega er það fólk til í að skoða hvað það getur mögulega gert til að bæta sína stöðu. Við hlustum að sjálfsögðu á það sem okkar félagsmenn eru að segja,“ segir Drífa. „Ef að einhver félög ætla að sækja umboð til vinnustöðvunar þá er það alveg sjálfsagt mál fyrir þau að gera það.“ Það sé því ekki svo ólíklegt að mati Drífu að boðað verði til verkfalla strax í byrjun mars. „Ég hugsa að það sé stemning fyrir því í ákveðnum hópum, já.“Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Veikt umboð til breytinga Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur umboð verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um aðkomu ríkisins að kjaramálunum hins vegar í efa. „Umboð hennar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör á markaði fyrir sitt fólk. Viðsemjendur þeirra eru forsvarsmenn atvinnulífsins – ekki ríkisins,“ segir Bryndís.„Þannig að þeirra umboð nær ekki til skattkerfisbreytinga eða einhverra annarra kerfisbreytinga, það umboð hlýtur að liggja hjá okkur, kjörnum fulltrúum.“ Þar að auki sé lagaleg óvissa uppi um hvort löglegt sé að boða til vinnustöðvunar ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma. Bryndís segist engu að síður hafa fullan skilning á að verkalýðsfélög vilji blanda sér í umræðuna og leggja fram tillögur. „En hótanir og skattkerfisbreytingar, það hlýtur að vera á borðum stjórnvalda en ekki forystumanna verkalýðshreyfingarinnar.“ Drífa Snædal segir að umboð verkalýðshreyfingarinnar felist í því að hún og aðrir í forystusveitinni séu kjörin til að gæta að lífskjörum fólks. „Við værum því ekki að sinna vinnunni okkar ef við myndum ekki krefjast þess að skattkerfinu yrði beitt til að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56 Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56
Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15