Forsætisráðherra Póllands hættir við heimsókn til Ísrael vegna ummæla Netanyahu Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 15:31 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Vísir/AFP Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða Ísraelsför sína og mun senda utanríkisráðherrann, Jacek Czaputowicz í hans stað. Guardian greinir frá.Morawiecki tilkynnti ísraelskum kollega sínum, Benjamin Netanyahu, frá ákvörðun sinni í símtali milli leiðtoganna í dag. Ástæðan eru ummæli sem Netanyahu er sagður hafa látið falla. Í grein sem birtist í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post var Netanyahu sagður hafa sagt á ráðstefnu að Pólverjar hefðu unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Ísraels var greinin sögð röng og ummælin tekin úr samhengi, Netanyahu hafi ekki verið að tala um pólsku þjóðina heldur nokkra einstaka Pólverja.Hlutverkum snúið frá febrúar 2018 Málið er mjög viðkvæmt í Póllandi en á síðasta ári staðfesti forseti Póllands, Andrzej Duda, lög sem gerðu það refsivert að að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Lögin voru gagnrýnd víða og ekki síst í Ísrael. Þar voru lögin sögð vera tilraun til sögufölsunar. Stuttu eftir að frumvarpið að lögunum var samþykkt var Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, spurður af ísraelskum blaðamanni hvort þeir sem beittu slíkri orðræðu yrðu taldir glæpamenn í Póllandi.Sjá einnig: Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Morawiecki lét þá umdeild ummæli falla sem vöktu mikla reiði í Ísrael, ekki ósvipað og hefur nú gerst nema hlutverkunum er snúið. Morawiecki svaraði: „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Netanyahu sagði þá ummæli Morawiecki, um að gyðingar hefðu verið gerendur í heimsstyrjöldinni, vera svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Ástæða heimsóknar Morawiecki til Ísrael var þátttaka í ráðstefnu fjögurra Mið- og Austur-Evrópuríkja Ísrael Pólland Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33 Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34 Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða Ísraelsför sína og mun senda utanríkisráðherrann, Jacek Czaputowicz í hans stað. Guardian greinir frá.Morawiecki tilkynnti ísraelskum kollega sínum, Benjamin Netanyahu, frá ákvörðun sinni í símtali milli leiðtoganna í dag. Ástæðan eru ummæli sem Netanyahu er sagður hafa látið falla. Í grein sem birtist í ísraelska dagblaðinu Jerusalem Post var Netanyahu sagður hafa sagt á ráðstefnu að Pólverjar hefðu unnið með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Ísraels var greinin sögð röng og ummælin tekin úr samhengi, Netanyahu hafi ekki verið að tala um pólsku þjóðina heldur nokkra einstaka Pólverja.Hlutverkum snúið frá febrúar 2018 Málið er mjög viðkvæmt í Póllandi en á síðasta ári staðfesti forseti Póllands, Andrzej Duda, lög sem gerðu það refsivert að að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Lögin voru gagnrýnd víða og ekki síst í Ísrael. Þar voru lögin sögð vera tilraun til sögufölsunar. Stuttu eftir að frumvarpið að lögunum var samþykkt var Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, spurður af ísraelskum blaðamanni hvort þeir sem beittu slíkri orðræðu yrðu taldir glæpamenn í Póllandi.Sjá einnig: Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Morawiecki lét þá umdeild ummæli falla sem vöktu mikla reiði í Ísrael, ekki ósvipað og hefur nú gerst nema hlutverkunum er snúið. Morawiecki svaraði: „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Netanyahu sagði þá ummæli Morawiecki, um að gyðingar hefðu verið gerendur í heimsstyrjöldinni, vera svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Ástæða heimsóknar Morawiecki til Ísrael var þátttaka í ráðstefnu fjögurra Mið- og Austur-Evrópuríkja
Ísrael Pólland Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33 Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34 Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00
Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins. 9. janúar 2019 17:33
Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Ísraelski menntamálaráðherrann Naftali Bennett greindi frá því í morgun að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndi áfram eiga hlut að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu. 19. nóvember 2018 10:34
Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg. 2. september 2018 16:26