Tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 12:29 Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Fleiri ættingjar og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, fóru til Írlands í morgun til að aðstoða við leitina. Bróðir Jóns segir að nú sé unnið að því að tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu. Hvarfið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna sem sé þó einbeitt í því að finna hann. Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu borgarinnar tókst að rekja hluta slóðar hans með aðstoð öryggismyndavéla en hefur auk þess ráðist í viðamikla leit úr lofti og með aðstoð leitarhunda. Leitin hefur þó lítinn árangur borið og fóru tíu ættingjar Jóns til Írlands í vikunni til að aðstoða við leitina. Í samráði við írsku lögregluna hófu þeir skipulagða leit að Jóni í gær. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir fleiri ættingja og vini væntanlega í dag. „Það eru fleiri að lenda núna um tíu leytið sem eru að koma frá Íslandi. Eins og staðan er akkúrat núna erum við enn þá tíu og fólk er úti að leita en svo er bara beðið eftir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Davíð Karl. Leitin bar engan árangur í gær en Davíð Karl segir hópinn hafa verið langt fram eftir í gærkvöldi að skipuleggja daginn í dag. „Við erum í góðu sambandi við lögregluna. Bæði varðandi leitina og ef eitthvað kemur nýtt upp. Hvað varðar leitina sem slíka erum við þó svolítið á eigin fótum ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Davíð Karl. Davíð Karl segir að leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Þetta er náttúrulega stór hluti af borginni. Stór hluti af leitinni er að hengja upp veggspjöld og slíkt og tala við gangandi vegfarendur, leigubílstjóra, verslanir og annað. Koma skilaboðum til skila og koma upplýsingunum á framfæri svo að sem flestir séu upplýstir um þetta sem gæti mögulega leitt til þess að einhver gæti veitt okkur upplýsingar sem gætu komið að notum,“ segir Davíð Karl. Hann segir að það sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, ekki að svo stöddu. Málið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna. „Þetta hefur verið rosalega erfið vika síðan hann hvarf. Hefur reynt mikið á okkur en við erum samheldin og höfum hlúð að hvort öðru og reynt að vera jákvæð og einbeitt að því að klára þetta mál,“ segir Davíð Karl. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fleiri ættingjar og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, fóru til Írlands í morgun til að aðstoða við leitina. Bróðir Jóns segir að nú sé unnið að því að tala við gangandi vegfarendur, starfsmenn verslana og íbúa á svæðinu. Hvarfið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna sem sé þó einbeitt í því að finna hann. Ekkert hefur spurst til Jóns síðan hann yfirgaf hótelherbergi sitt í Dyflinni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu borgarinnar tókst að rekja hluta slóðar hans með aðstoð öryggismyndavéla en hefur auk þess ráðist í viðamikla leit úr lofti og með aðstoð leitarhunda. Leitin hefur þó lítinn árangur borið og fóru tíu ættingjar Jóns til Írlands í vikunni til að aðstoða við leitina. Í samráði við írsku lögregluna hófu þeir skipulagða leit að Jóni í gær. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir fleiri ættingja og vini væntanlega í dag. „Það eru fleiri að lenda núna um tíu leytið sem eru að koma frá Íslandi. Eins og staðan er akkúrat núna erum við enn þá tíu og fólk er úti að leita en svo er bara beðið eftir að fleiri bætist í hópinn,“ segir Davíð Karl. Leitin bar engan árangur í gær en Davíð Karl segir hópinn hafa verið langt fram eftir í gærkvöldi að skipuleggja daginn í dag. „Við erum í góðu sambandi við lögregluna. Bæði varðandi leitina og ef eitthvað kemur nýtt upp. Hvað varðar leitina sem slíka erum við þó svolítið á eigin fótum ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Davíð Karl. Davíð Karl segir að leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Þetta er náttúrulega stór hluti af borginni. Stór hluti af leitinni er að hengja upp veggspjöld og slíkt og tala við gangandi vegfarendur, leigubílstjóra, verslanir og annað. Koma skilaboðum til skila og koma upplýsingunum á framfæri svo að sem flestir séu upplýstir um þetta sem gæti mögulega leitt til þess að einhver gæti veitt okkur upplýsingar sem gætu komið að notum,“ segir Davíð Karl. Hann segir að það sé ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, ekki að svo stöddu. Málið hafi tekið gríðarlega á fjölskylduna. „Þetta hefur verið rosalega erfið vika síðan hann hvarf. Hefur reynt mikið á okkur en við erum samheldin og höfum hlúð að hvort öðru og reynt að vera jákvæð og einbeitt að því að klára þetta mál,“ segir Davíð Karl.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02 Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Leita íslensks manns í Dublin Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina. 11. febrúar 2019 21:02
Hætta ekki fyrr en Jón Þröstur finnst Tíu manns úr fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi, eru nú á Írlandi og ætla að leita að honum þar til hann finnst. 16. febrúar 2019 19:50
Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30