Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar við ökumenn á Hellisheiði og í ÞrengslumVísir/Vilhelm
Vegagerðin hefur lokað Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Þrengsli vegna veðurs og slæmrar færðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru að minnsta kosti níu bílar fastir á Hellisheiði en þar er hvassviðri með 20 metrum á sekúndu og skefur í skafla á veginum. Vegagerðin lokaði vegunum nú eftir miðnætti.
Björgunarsveitir hafa verið boðaðar út til aðstoðar við þá ökumenn sem eru í vandræðum.