"Vinnubrögðin finnast mér óásættanleg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 19:17 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki hafa fengið boð á samtalsfund borgarfulltrúa og þingmanna sem fór fram í Höfða í dag. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segist vera hissa á því að hún hafi ekki fengið boð á samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa sem fór fram í Höfða í dag. Ástæðan fyrir því að henni barst ekki boðið er sú að sendandi boðsins gerði innsláttarvillu þegar hann skrifaði netfangið hennar. „Ég var bara svo hissa og ég átti ekki til eitt einasta aukatekið orð. Ég glennti upp augun. Öllum boðið nema mér,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Hún heyrði fyrst af fundinum frá Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem var á leiðinni á fundinn.Þú hefur þá ekki komist á fundinn í tæka tíð?„Ég fékk ekkert boð og ég fer nú ekki að mæta sem boðflenna,“ segir Inga sem hefði viljað fá afsökunarbeiðni og að vandað hefði verið til verka. Hún segir það liggja fyrir að þegar bréfritari sendir tölvupóst á netfang sem er ekki til komi strax melding þess efnis frá postmaster. „Ég er bara hissa á því að vinnubrögðin skuli ekki vera vandaðri en þetta. Það var ekkert ætlunin að skilja mig útundan. Ég er ekki að segja það, alls ekki, en mér finnst þetta bara ekki vönduð vinnubrögð. Það má alveg fylgja því eftir, þegar eru ekki fleiri á boðslistanum en þetta, að það sé ekki víst að allir hafi fengið þetta boð. Ég er nú að reyna að horfa fram hjá því að viðkomandi fylgist ekki með því hvort postmaster sendi til baka að þetta netfang sé ekki gilt.“ Inga vakti athygli á þessu á Facebook síðu sinni en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði í ummælaþræði við færsluna að hún hefði fengið fundarboð eins og aðrir. Hann hafi farið yfir listann til öryggis. Á listanum sem hann birti má sjá innsláttarvillu þegar netfang Ingu hefur verið ritað því það vantaði bókstafinn „i“ í ingasaeland(hjá)althingi.is. Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segist vera hissa á því að hún hafi ekki fengið boð á samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa sem fór fram í Höfða í dag. Ástæðan fyrir því að henni barst ekki boðið er sú að sendandi boðsins gerði innsláttarvillu þegar hann skrifaði netfangið hennar. „Ég var bara svo hissa og ég átti ekki til eitt einasta aukatekið orð. Ég glennti upp augun. Öllum boðið nema mér,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Hún heyrði fyrst af fundinum frá Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem var á leiðinni á fundinn.Þú hefur þá ekki komist á fundinn í tæka tíð?„Ég fékk ekkert boð og ég fer nú ekki að mæta sem boðflenna,“ segir Inga sem hefði viljað fá afsökunarbeiðni og að vandað hefði verið til verka. Hún segir það liggja fyrir að þegar bréfritari sendir tölvupóst á netfang sem er ekki til komi strax melding þess efnis frá postmaster. „Ég er bara hissa á því að vinnubrögðin skuli ekki vera vandaðri en þetta. Það var ekkert ætlunin að skilja mig útundan. Ég er ekki að segja það, alls ekki, en mér finnst þetta bara ekki vönduð vinnubrögð. Það má alveg fylgja því eftir, þegar eru ekki fleiri á boðslistanum en þetta, að það sé ekki víst að allir hafi fengið þetta boð. Ég er nú að reyna að horfa fram hjá því að viðkomandi fylgist ekki með því hvort postmaster sendi til baka að þetta netfang sé ekki gilt.“ Inga vakti athygli á þessu á Facebook síðu sinni en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði í ummælaþræði við færsluna að hún hefði fengið fundarboð eins og aðrir. Hann hafi farið yfir listann til öryggis. Á listanum sem hann birti má sjá innsláttarvillu þegar netfang Ingu hefur verið ritað því það vantaði bókstafinn „i“ í ingasaeland(hjá)althingi.is.
Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira