Svekktur en um leið sáttur Hjörvar Ólafsson skrifar 15. febrúar 2019 18:30 Baldur Vilhelmsson dreymir um að komast á VetrarÓL. Mynd/ Christian Christiansen Baldur Vilhelmsson hefur staðið í ströngu síðustu daga en hann hefur keppt á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar á snjóbretti. Mótið er haldið í Bosníu. Baldur keppti annars vegar í Slope-style fyrr í vikunni og hafnaði þar í 10. sæti og svo í Big air þar sem hann hafnaði í fjórða sæti í gær. Baldur var svekktur yfir að hafa ekki náð betri frammistöðu í úrslitum í Slope-style og svo að ná ekki að að gera örlítið betur og komast á pall í Big air. „Þetta hafa verið misjafnir dagar en heilt yfir er ég mjög ánægður. Ég náði ekki að lenda nógu vel í úrslitunum í Slope-style og þar spilaði stress inn í. Það vantaði svo bara þrjú stig til þess að tryggja mér bronsverðlaun í Big air. Það er ofboðslega svekkjandi að hafa ekki náð að vinna til verðlauna en ég er aftur á móti sáttur við frammistöðuna á mótinu,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið. Baldur, sem er 16 ára gamall, flutti til Noregs í haust þar sem hann leggur stund á nám í framhaldsskóla og getur auk bóklegs náms einbeitt sér að æfingum sínum á snjóbretti. „Þetta er algjörlega frábært og aðstæður þarna til snjóbrettaiðkunar eru miklu betri en heima. Þetta eru algjörar kjöraðstæður og ég er bara eiginlega að lifa drauminn minn. Þarna get ég verið á fullu á snjóbrettunum og haldið áfram að bæta mig. Ég er að fíla mig mjög vel í Noregi og ég hef bætt mig mjög mikið síðan ég kom þangað. Planið er að halda þeirri þróun áfram.“ „Á þessu móti sem ég var að keppa á í vikunni voru allir sterkustu snjóbrettakappar Evrópu í þessum aldursflokki. Þannig að þetta var gott mót til þess að sjá hvar ég stend gagnvart þeim. Það vantaði ekki mikið upp á að vinna verðlaun eins og ég sagði áðan og það er gaman að sjá það,“ segir Baldur. „Næsta verkefni hjá mér er Evrópubikar ungmenna í mars og þar á eftir heimsmeistaramót unglinga síðar á þessu ári. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í Peking í Kína árið 2022 og standa mig vel þar. Síðustu dagar hafi verið góð æfing í þeim undirbúningi. Ég er ánægður með hvernig þróunin hefur verið hjá mér og það er geggjað að vita að ég sé jafn góður og þeir bestu í Evrópu. Nú er bara að ná mér í meiri reynslu og minnka stressið í næstu keppnum,“ segir hann um framhaldið hjá sér. Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Fleiri fréttir Tími Aaron Rodgers hjá Jets á enda: Óska honum góðs gengis Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Arsenal staðfestir slæm tíðindi Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sú elsta til að vinna HM-gull en Hófí Dóra féll úr keppni Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Gefa krökkunum frí í skólanum til að fagna Eagles Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Sjá meira
Baldur Vilhelmsson hefur staðið í ströngu síðustu daga en hann hefur keppt á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar á snjóbretti. Mótið er haldið í Bosníu. Baldur keppti annars vegar í Slope-style fyrr í vikunni og hafnaði þar í 10. sæti og svo í Big air þar sem hann hafnaði í fjórða sæti í gær. Baldur var svekktur yfir að hafa ekki náð betri frammistöðu í úrslitum í Slope-style og svo að ná ekki að að gera örlítið betur og komast á pall í Big air. „Þetta hafa verið misjafnir dagar en heilt yfir er ég mjög ánægður. Ég náði ekki að lenda nógu vel í úrslitunum í Slope-style og þar spilaði stress inn í. Það vantaði svo bara þrjú stig til þess að tryggja mér bronsverðlaun í Big air. Það er ofboðslega svekkjandi að hafa ekki náð að vinna til verðlauna en ég er aftur á móti sáttur við frammistöðuna á mótinu,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið. Baldur, sem er 16 ára gamall, flutti til Noregs í haust þar sem hann leggur stund á nám í framhaldsskóla og getur auk bóklegs náms einbeitt sér að æfingum sínum á snjóbretti. „Þetta er algjörlega frábært og aðstæður þarna til snjóbrettaiðkunar eru miklu betri en heima. Þetta eru algjörar kjöraðstæður og ég er bara eiginlega að lifa drauminn minn. Þarna get ég verið á fullu á snjóbrettunum og haldið áfram að bæta mig. Ég er að fíla mig mjög vel í Noregi og ég hef bætt mig mjög mikið síðan ég kom þangað. Planið er að halda þeirri þróun áfram.“ „Á þessu móti sem ég var að keppa á í vikunni voru allir sterkustu snjóbrettakappar Evrópu í þessum aldursflokki. Þannig að þetta var gott mót til þess að sjá hvar ég stend gagnvart þeim. Það vantaði ekki mikið upp á að vinna verðlaun eins og ég sagði áðan og það er gaman að sjá það,“ segir Baldur. „Næsta verkefni hjá mér er Evrópubikar ungmenna í mars og þar á eftir heimsmeistaramót unglinga síðar á þessu ári. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í Peking í Kína árið 2022 og standa mig vel þar. Síðustu dagar hafi verið góð æfing í þeim undirbúningi. Ég er ánægður með hvernig þróunin hefur verið hjá mér og það er geggjað að vita að ég sé jafn góður og þeir bestu í Evrópu. Nú er bara að ná mér í meiri reynslu og minnka stressið í næstu keppnum,“ segir hann um framhaldið hjá sér.
Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Fleiri fréttir Tími Aaron Rodgers hjá Jets á enda: Óska honum góðs gengis Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Arsenal staðfestir slæm tíðindi Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sú elsta til að vinna HM-gull en Hófí Dóra féll úr keppni Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Gefa krökkunum frí í skólanum til að fagna Eagles Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Sjá meira