Ummæli Ramos rannsökuð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 06:00 Ramos hefur fengið ófá spjöldin í gegnum tíðina. Sótti hann þetta viljandi? vísir/getty UEFA hóf í gær rannsókn á ummælum Sergio Ramos eftir leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Ramos braut á Kasper Dolberg á 89. mínútu leiksins í stöðunni 2-1 fyrir Real. Hann náði sér þar í gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í næsta leik. Vefsíðan FourFourTwo segir Ramos hafa viðurkennt að hafa viljandi náð sér í gult spjald eftir leikinn. Real er í vænlegri stöðu, með forystu í einvíginu og tvö útivallarmörk, og það er hagstæðara fyrir liðið að hafa Ramos ferskann og ekki í hættu á banni í 8-liða úrslitunum. „Miðað við hver úrslitin voru þá væri ég að ljúga ef ég segðist ekki hafa gert þetta viljandi,“ er haft eftir Ramos. „Þar er ég ekki að sýna andstæðingnum neina óvirðingu, né held ég að einvígið sé búið, en það þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir í fótbolta.“ Í gær skrifaði Ramos hins vegar á Twitter að „það særir mig að fólk haldi þetta, ég náði mér ekki viljandi í spjald.“Quiero dejar claro que me duele más que a nadie, que no he forzado la tarjeta, como tampoco lo hice contra la Roma en mi anterior partido de @ChampionsLeague, y que apoyaré desde la grada como un hincha más con la ilusión de poder estar en cuartos.#HalaMadridhttps://t.co/zL0Heok5Vp — Sergio Ramos (@SergioRamos) February 13, 2019 Eftir ummæli Ramos hefur UEFA ákveðið að hefja rannsókn á þessum ummælum og hvort Ramos hafi verið viljandi að brjóta af sér til þess að fá spjald. Bara á síðasta tímabili kom upp svipað mál þegar liðsfélagi Ramos hjá Real, Dani Carvajal, fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa viljandi náð sér í gult spjald undir lokin á 6-0 sigri á Apoel. Þá hefur Ramos áður verið sagður hafa náð sér í spjöld viljandi til þess að komast hjá leikbönnum á seinni stigum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
UEFA hóf í gær rannsókn á ummælum Sergio Ramos eftir leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Ramos braut á Kasper Dolberg á 89. mínútu leiksins í stöðunni 2-1 fyrir Real. Hann náði sér þar í gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í næsta leik. Vefsíðan FourFourTwo segir Ramos hafa viðurkennt að hafa viljandi náð sér í gult spjald eftir leikinn. Real er í vænlegri stöðu, með forystu í einvíginu og tvö útivallarmörk, og það er hagstæðara fyrir liðið að hafa Ramos ferskann og ekki í hættu á banni í 8-liða úrslitunum. „Miðað við hver úrslitin voru þá væri ég að ljúga ef ég segðist ekki hafa gert þetta viljandi,“ er haft eftir Ramos. „Þar er ég ekki að sýna andstæðingnum neina óvirðingu, né held ég að einvígið sé búið, en það þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir í fótbolta.“ Í gær skrifaði Ramos hins vegar á Twitter að „það særir mig að fólk haldi þetta, ég náði mér ekki viljandi í spjald.“Quiero dejar claro que me duele más que a nadie, que no he forzado la tarjeta, como tampoco lo hice contra la Roma en mi anterior partido de @ChampionsLeague, y que apoyaré desde la grada como un hincha más con la ilusión de poder estar en cuartos.#HalaMadridhttps://t.co/zL0Heok5Vp — Sergio Ramos (@SergioRamos) February 13, 2019 Eftir ummæli Ramos hefur UEFA ákveðið að hefja rannsókn á þessum ummælum og hvort Ramos hafi verið viljandi að brjóta af sér til þess að fá spjald. Bara á síðasta tímabili kom upp svipað mál þegar liðsfélagi Ramos hjá Real, Dani Carvajal, fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa viljandi náð sér í gult spjald undir lokin á 6-0 sigri á Apoel. Þá hefur Ramos áður verið sagður hafa náð sér í spjöld viljandi til þess að komast hjá leikbönnum á seinni stigum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira