Krabbameinsvaldandi efni Teitur Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Það er vandlifað nú til dags þegar svo mörg efni og efnasambönd eru allt í kring um okkur, sum hver meinlaus. Önnur talin valda skaða eins og bruna, ertingu, bólgu og svo jafnvel krabbameini. Þá er einnig oft rætt um að við getum með fæðuvali skapað okkur áhættu á krabbameini og er vel þekkt að nýlega er búið að merkja til dæmis neyslu á rauðu kjöti í óhófi sem krabbameinsvaldandi. Áfengi er talið geta stuðlað að krabbameini og ýmis önnur neysluvara til viðbótar. Þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort eitthvað í þeim snyrtivörum eða efnum sem við notum í kremi eða áburði og viðlíka geti haft áhrif. Margir telja að mörg þeirra efna og efnasambanda sem eru í þess háttar vöru geti truflað hormónastarfsemi líkamans og þannig óbeint stuðlað að vexti. Við þekkjum æxli líkt og brjósta- og blöðruhálsmein sem og eggjastokkamein sem eru að hluta talin hormónanæm og meðferð að hluta byggir á að blokkera hormón í líkamanum til að hamla vexti þeirra og viðgangi. Umræða um litarefni og hársnyrtivörur hefur verið hávær en erfitt er að benda á beint orsakasamhengi í rannsóknum, en yfir 5.000 efni eru notuð í snyrtivöruheiminum hvað varðar t.d. þessar vörulínur. Húðvörur ýmsar innihalda efni líkt og 1,4 díoxan en í rannsóknum vestanhafs sýndi sig að allt að 28% af slíkum vörum innihéldu það þekkta krabbameinsvaldandi efni. Sjampó, sápur, hrukkukrem og vörur sem eiga að draga úr öldrun húðar sýndu að í allt að 40% þeirra voru efni sem talin eru heilsuspillandi. Polyethylene, glycol-efni og ýmis önnur, þ. á m. parabenefni, hafa verið nefnd til sögunnar. Plastefni líkt og þalöt höfum við rætt einnig á undanförnum vikum. Það verður að horfa til þess að efni sem við berum á okkur frásogast í gegnum húð og berast með þeim hætti í blóðrás og um líkamann. Eðlilega eru áhrifin að miklu leyti magnbundin og líklega í langflestum tilvikum lítilvæg. Það er þó engu að síður eðlilegt að benda á þá áhættu svo að neytendur séu vakandi fyrir því sem getur mögulega valdið heilsutjóni. Margar vörur í gegnum tíðina hafa innihaldið formaldehýð, sem er vel þekktur skaðvaldur, og einnig asbest og tjara sem hafa verið notuð í snyrtivörur. Evrópa virðist vera lengra komin í þessum efnum en til dæmis Bandaríkin þar sem einungis 11 efni eru bönnuð þar en 1.328 í Evrópu vegna gruns um heilsuspillandi áhrif. Niðurstaðan gæti þá verið, a.m.k. þar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann skuli almennt túlka innihald eða áhættu við hverja vöru fyrir sig, að velja evrópska framleiðslu. Við erum með þá löggjöf hér á Íslandi líka svo það er líklegt að við náum að verjast sæmilega. Aðalatriðið er að vera meðvitaður og líklega er orðatiltækið enska „less is more“ hér ágæt nálgun.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vandlifað nú til dags þegar svo mörg efni og efnasambönd eru allt í kring um okkur, sum hver meinlaus. Önnur talin valda skaða eins og bruna, ertingu, bólgu og svo jafnvel krabbameini. Þá er einnig oft rætt um að við getum með fæðuvali skapað okkur áhættu á krabbameini og er vel þekkt að nýlega er búið að merkja til dæmis neyslu á rauðu kjöti í óhófi sem krabbameinsvaldandi. Áfengi er talið geta stuðlað að krabbameini og ýmis önnur neysluvara til viðbótar. Þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort eitthvað í þeim snyrtivörum eða efnum sem við notum í kremi eða áburði og viðlíka geti haft áhrif. Margir telja að mörg þeirra efna og efnasambanda sem eru í þess háttar vöru geti truflað hormónastarfsemi líkamans og þannig óbeint stuðlað að vexti. Við þekkjum æxli líkt og brjósta- og blöðruhálsmein sem og eggjastokkamein sem eru að hluta talin hormónanæm og meðferð að hluta byggir á að blokkera hormón í líkamanum til að hamla vexti þeirra og viðgangi. Umræða um litarefni og hársnyrtivörur hefur verið hávær en erfitt er að benda á beint orsakasamhengi í rannsóknum, en yfir 5.000 efni eru notuð í snyrtivöruheiminum hvað varðar t.d. þessar vörulínur. Húðvörur ýmsar innihalda efni líkt og 1,4 díoxan en í rannsóknum vestanhafs sýndi sig að allt að 28% af slíkum vörum innihéldu það þekkta krabbameinsvaldandi efni. Sjampó, sápur, hrukkukrem og vörur sem eiga að draga úr öldrun húðar sýndu að í allt að 40% þeirra voru efni sem talin eru heilsuspillandi. Polyethylene, glycol-efni og ýmis önnur, þ. á m. parabenefni, hafa verið nefnd til sögunnar. Plastefni líkt og þalöt höfum við rætt einnig á undanförnum vikum. Það verður að horfa til þess að efni sem við berum á okkur frásogast í gegnum húð og berast með þeim hætti í blóðrás og um líkamann. Eðlilega eru áhrifin að miklu leyti magnbundin og líklega í langflestum tilvikum lítilvæg. Það er þó engu að síður eðlilegt að benda á þá áhættu svo að neytendur séu vakandi fyrir því sem getur mögulega valdið heilsutjóni. Margar vörur í gegnum tíðina hafa innihaldið formaldehýð, sem er vel þekktur skaðvaldur, og einnig asbest og tjara sem hafa verið notuð í snyrtivörur. Evrópa virðist vera lengra komin í þessum efnum en til dæmis Bandaríkin þar sem einungis 11 efni eru bönnuð þar en 1.328 í Evrópu vegna gruns um heilsuspillandi áhrif. Niðurstaðan gæti þá verið, a.m.k. þar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann skuli almennt túlka innihald eða áhættu við hverja vöru fyrir sig, að velja evrópska framleiðslu. Við erum með þá löggjöf hér á Íslandi líka svo það er líklegt að við náum að verjast sæmilega. Aðalatriðið er að vera meðvitaður og líklega er orðatiltækið enska „less is more“ hér ágæt nálgun.Höfundur er læknir
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun