Venko Filipce, heilbrigðisráðherra Norður-Makedóníu, segir í samtali við AFP að fjöldi látinna kunni að hækka. Slysið varð í þorpinu Laskarci, um tuttugu kílómetrum vestur af höfuðborginni Skopje. Barnshafandi kona á að vera í hópi hinna slösuðu.
Rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún hrapaði um tíu metra niður hlíð og hafnaði á hvolfi.
Deutsche Welle segir frá því að allir farþegarnir í rútunni hafi verið verkamenn á leið til heimabörgar sinnar Gostivar og hefur forsætisráðherrann Zoran Zaev lýst yfir tveggja daga þjóðarsorg vegna málsins.
Stjórnvöld í Makedóníu breyttu nafni landsins í Norður-Makedóníu á þriðjudag, eftir áratugalangar deilur landsins við Grikki.