Ábyrgðin um að viðkvæmar upplýsingar birtust á hendi sveitarfélaganna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2019 20:30 Birting þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum í opnu bókhaldi sveitarfélaganna var brot á lögum um persónuvernd. Skýring þjónustuaðila sveitarfélaganna á að öryggisbresturinn hafi orðið til við uppfærslu á hugbúnaði átti heldur ekki við rök að styðjast. Í lok apríl á síðasta ári sagði fréttastofan frá því að þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Hægt var að nálgast gögnin í gegnum svo kallað opið bókhald sem sveitarfélögin birtu en þeim var ekki kunnugt um aðgengi að upplýsingum væri óhindrað, fyrr en fréttastofan vakti athygli i þeirra á málinu.Vegna alvarleika lekans hóf Persónuvernd frumkvæðisrannsókn á málinu og birti niðurstöður sínar í dag og er hún á sama veg fyrir sveitarfélögin þrjú, að birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðum sveitarfélaganna þriggja hafi ekki samrýmdist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og að öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laganna.Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sagði sviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar í fyrra og því hafi gögnin verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Í úrskurði Persónuverndar eru þessar skýringar hraktar en í niðurstöðunum kemur fram að hægt hafi verið að nýta þessa virkni í hugbúnaði sem birtir bókahaldið á netinu frá árinu 2016. Lögin um Persónuvernd voru hert í vor og hefði málið komið upp eftir það hefðu viðurlög verið harðari, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrir þjónustuaðilann.Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá PersónuverndVísir/Baldur„Það mynda allavega koma til skoðunar í dag, samkvæmt núgildandi löggjöf hvort tilefni væri til að leggja á stjórnvaldssekt. Eins og kemur fram í ákvörðunarorðunum að þá er í raun ekki tilefni til að skoða það nánar vegna þess að sú heimild var ekki til staðar,“ sagði Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa sveitarfélögin þrjú ekki hafið birtingu á upplýsingum úr bókhaldi sínu að nýju frá því að málin komu upp. Sjá úrskurð um SeltjarnarnesbæSjá úrskurð um AkraneskaupstaðSjá úrskurð um Garðabæ Akranes Garðabær Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17 Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Birting þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum í opnu bókhaldi sveitarfélaganna var brot á lögum um persónuvernd. Skýring þjónustuaðila sveitarfélaganna á að öryggisbresturinn hafi orðið til við uppfærslu á hugbúnaði átti heldur ekki við rök að styðjast. Í lok apríl á síðasta ári sagði fréttastofan frá því að þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Hægt var að nálgast gögnin í gegnum svo kallað opið bókhald sem sveitarfélögin birtu en þeim var ekki kunnugt um aðgengi að upplýsingum væri óhindrað, fyrr en fréttastofan vakti athygli i þeirra á málinu.Vegna alvarleika lekans hóf Persónuvernd frumkvæðisrannsókn á málinu og birti niðurstöður sínar í dag og er hún á sama veg fyrir sveitarfélögin þrjú, að birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðum sveitarfélaganna þriggja hafi ekki samrýmdist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og að öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laganna.Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sagði sviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar í fyrra og því hafi gögnin verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Í úrskurði Persónuverndar eru þessar skýringar hraktar en í niðurstöðunum kemur fram að hægt hafi verið að nýta þessa virkni í hugbúnaði sem birtir bókahaldið á netinu frá árinu 2016. Lögin um Persónuvernd voru hert í vor og hefði málið komið upp eftir það hefðu viðurlög verið harðari, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrir þjónustuaðilann.Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá PersónuverndVísir/Baldur„Það mynda allavega koma til skoðunar í dag, samkvæmt núgildandi löggjöf hvort tilefni væri til að leggja á stjórnvaldssekt. Eins og kemur fram í ákvörðunarorðunum að þá er í raun ekki tilefni til að skoða það nánar vegna þess að sú heimild var ekki til staðar,“ sagði Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa sveitarfélögin þrjú ekki hafið birtingu á upplýsingum úr bókhaldi sínu að nýju frá því að málin komu upp. Sjá úrskurð um SeltjarnarnesbæSjá úrskurð um AkraneskaupstaðSjá úrskurð um Garðabæ
Akranes Garðabær Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17 Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17
Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44