Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2019 12:18 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. Verði samið á grunni þessa tilboð þurfi aðkomu stjórnvalda til að ljúka viðræðum. Fulltrúar Verkalýðsfélaganna á Akranesi, í Grindavík, Eflingar og VR áttu fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir atvinnurekendur hafa kynnt félögunum nýtt tilboð á fundinum. „Sem við þurfum að taka afstöðu til í okkar baklandi og samninganefnd. Þannig að það liggur fyrir já.”Er þetta tilboð sem tengist launaliðnum, eða hvað er í pakkanum? „Ég get í rauninni ekki tjáð mig um eðli þess sem komið er á borðið. Annað en það að þetta er eitthvað sem við ætlum að taka afstöðu til,” segir Ragnar Þór. Viðræðunefndir félaganna fjögurra muni kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins fyrir samninganefndum sínum og baklandi í dag og á morgun og svara atvinnurekendum á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Hann vill ekki leggja mat á það nú hvort þetta tilboð dugi til þess að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. „Ég held að það sé bara of snemmt að segja til um það. Það liggur fyrir að aðkoma stjórnvalda mun hafa úrslitaáhrif á hvort kjaramálin almennt leysist eða ekki. Það er því of snemmt að segja til um það.,” segir formaður VR. Verkalýðsfélögin geti miðað við stöðuna gert sér í hugarlund hversu mikil aðkoma stjórnvalda þurfi að vera til að samningar gangi upp. „Þannig að við þurfum í sjálfu sér bara að taka afstöðu. Við getum ekki beðið endalaust eftir stjórnvöldum en það liggur fyrir að tíminn er orðinn mjög knappur.”En sýnist þér miðað við þetta tilboð að það sé komið að ákveðinni ögurstundu í samskiptum við Samtök atvinnulífsins? „Já það er alveg hægt að segja það. En við munum eins og ég segi svara þessu efnislega á föstudag. Það fer væntanlega að styttast í að það komist einhver niðurstaða í viðræðurnar,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. Verði samið á grunni þessa tilboð þurfi aðkomu stjórnvalda til að ljúka viðræðum. Fulltrúar Verkalýðsfélaganna á Akranesi, í Grindavík, Eflingar og VR áttu fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir atvinnurekendur hafa kynnt félögunum nýtt tilboð á fundinum. „Sem við þurfum að taka afstöðu til í okkar baklandi og samninganefnd. Þannig að það liggur fyrir já.”Er þetta tilboð sem tengist launaliðnum, eða hvað er í pakkanum? „Ég get í rauninni ekki tjáð mig um eðli þess sem komið er á borðið. Annað en það að þetta er eitthvað sem við ætlum að taka afstöðu til,” segir Ragnar Þór. Viðræðunefndir félaganna fjögurra muni kynna hugmyndir Samtaka atvinnulífsins fyrir samninganefndum sínum og baklandi í dag og á morgun og svara atvinnurekendum á fundi hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Hann vill ekki leggja mat á það nú hvort þetta tilboð dugi til þess að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. „Ég held að það sé bara of snemmt að segja til um það. Það liggur fyrir að aðkoma stjórnvalda mun hafa úrslitaáhrif á hvort kjaramálin almennt leysist eða ekki. Það er því of snemmt að segja til um það.,” segir formaður VR. Verkalýðsfélögin geti miðað við stöðuna gert sér í hugarlund hversu mikil aðkoma stjórnvalda þurfi að vera til að samningar gangi upp. „Þannig að við þurfum í sjálfu sér bara að taka afstöðu. Við getum ekki beðið endalaust eftir stjórnvöldum en það liggur fyrir að tíminn er orðinn mjög knappur.”En sýnist þér miðað við þetta tilboð að það sé komið að ákveðinni ögurstundu í samskiptum við Samtök atvinnulífsins? „Já það er alveg hægt að segja það. En við munum eins og ég segi svara þessu efnislega á föstudag. Það fer væntanlega að styttast í að það komist einhver niðurstaða í viðræðurnar,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira