Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 19:30 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. En ráðherrann hefur sagt að ekki sé víst að lögð verði á veggjöld og ef til vill væri skynsamlegra að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar til að fjármagna framkvæmdirnar. Ummæli samgönguráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina um að hugsanlega megi fresta veggjöldum um fjögur til fimm ár og nýta þess í stað arðgreiðslur frá Landsvirkjun til stórra verkefna í vegamálum koma nokkuð á óvart í ljósi nýsamþykktra breytingatillagna meirihluta Alþingis. Þar er ráðherra falið að útfæra veggjöld fyrir stórar framkvæmdir á stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar og leggja fram frumvarp þar að lútandi á yfirstandandi vorþingi. Ráðherra segir aðeins um heimild að ræða til að skoða leiðir og engin ákvörðun hafi verið tekin. Jón Gunnarsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar hefur verið aðaltalsmaður veggjalda og sagt að þau gætu tvöfaldað það fjármagn sem færi í uppbyggingu vegakerfisins. Hann og ráðherrann séu sammála um að gríðarlega mikilvægt sé að fara í stórar framkvæmdir í samgöngumálum. „Það eru svo sem ýmsar leiðir til þess. Hinn augljósi kostur við þá leið að fara í veggjöld er að þá fáum við og leiðum inn þátttöku erlendra ferðamanna sem munu borga stóran hluta,” segir Jón. Umhverfis- og samgöngunefnd hafi unnið þessi mál í nánu samstarfi við samgönguráðuneytið og ráðherrann. Jón segist því ekki eiga von á öðru en samgönguráðherra leggi fram frumvarp um málið á yfirstandandi þingi enda unnið út frá því á Alþingi. Þá sé gengið út frá því innan Sjálfstæðisflokksins að gjaldtakan verði ekki íþyngjandi og önnur gjöld lækki á móti. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að ráðherrann geri upp sinn hug í þessu máli. Að við séum að vinna hér eftir einhverri stefnu til að vinna málunum farveg. Það gerist ekki ef við förum út og suður í þessum málum.”Arðgreiðslur frá Landsvirkjun og þjóðarsjóðshugmyndin, er hún ekki enn á stefnu Sjálfstæðisflokksins? „Hún hefur bara verið á stefnu ríkisstjórnarinnar,” segir Jón Gunnarsson. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. En ráðherrann hefur sagt að ekki sé víst að lögð verði á veggjöld og ef til vill væri skynsamlegra að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar til að fjármagna framkvæmdirnar. Ummæli samgönguráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina um að hugsanlega megi fresta veggjöldum um fjögur til fimm ár og nýta þess í stað arðgreiðslur frá Landsvirkjun til stórra verkefna í vegamálum koma nokkuð á óvart í ljósi nýsamþykktra breytingatillagna meirihluta Alþingis. Þar er ráðherra falið að útfæra veggjöld fyrir stórar framkvæmdir á stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar og leggja fram frumvarp þar að lútandi á yfirstandandi vorþingi. Ráðherra segir aðeins um heimild að ræða til að skoða leiðir og engin ákvörðun hafi verið tekin. Jón Gunnarsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar hefur verið aðaltalsmaður veggjalda og sagt að þau gætu tvöfaldað það fjármagn sem færi í uppbyggingu vegakerfisins. Hann og ráðherrann séu sammála um að gríðarlega mikilvægt sé að fara í stórar framkvæmdir í samgöngumálum. „Það eru svo sem ýmsar leiðir til þess. Hinn augljósi kostur við þá leið að fara í veggjöld er að þá fáum við og leiðum inn þátttöku erlendra ferðamanna sem munu borga stóran hluta,” segir Jón. Umhverfis- og samgöngunefnd hafi unnið þessi mál í nánu samstarfi við samgönguráðuneytið og ráðherrann. Jón segist því ekki eiga von á öðru en samgönguráðherra leggi fram frumvarp um málið á yfirstandandi þingi enda unnið út frá því á Alþingi. Þá sé gengið út frá því innan Sjálfstæðisflokksins að gjaldtakan verði ekki íþyngjandi og önnur gjöld lækki á móti. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að ráðherrann geri upp sinn hug í þessu máli. Að við séum að vinna hér eftir einhverri stefnu til að vinna málunum farveg. Það gerist ekki ef við förum út og suður í þessum málum.”Arðgreiðslur frá Landsvirkjun og þjóðarsjóðshugmyndin, er hún ekki enn á stefnu Sjálfstæðisflokksins? „Hún hefur bara verið á stefnu ríkisstjórnarinnar,” segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira