Er skjátími barna góður eða slæmur? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2019 12:00 Umræða um skjátíma barna er áberandi í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. Kennarar tala um að símar steli athygli nemenda í kennslu og foreldrar hafa áhyggjur af skjánotkun heima fyrir. Frakkland og Svíþjóð hafa þegar sett í lög sem banna notkun snjallsíma á skólatíma. Mörg sveitarfélög hér á landi hafa verið að móta stefnu um notkun nemenda á snjallsímum á skólatíma. Það er mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og heimili ræði hvernig við vinnum með þessa þróun og áhrif þess á samfélagið okkar. Þar er Reykjavíkurborg ekki undanskilin. Það er mikilvægt að við tökum upplýsta afstöðu til skjátíma barna og horfum til reynslu og ólíkra sjónarmiða. Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um farsíma- og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna í Valhöll klukkan 20:00 í kvöld. Þar munum við ræða gagnsemi og áhættu sem ný tækni hefur á samfélagið okkar. Hvernig er hægt að nýta tækni í skólum og hvernig snýr þetta að félagslegum þáttum í lífi hvers barns. Meðal annars munum við velta velta því fyrir okkur hvenær skjátími er kominn yfir hættumörk?Nauðsynlegt að borgin taki afstöðu Þrír góðir gestir munu flytja erindi til að skoða málin frá ólíkum hliðum. Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL, mun ræða um afleiðingar mikillar notkunar og rafræns skjáheilkennis ef netnotkun verður agalaus, sem og mikilvægi þess að jafnvægi sé á skjátíma barna. Þá mun Björn Gunnlaugsson, kennari og fyrrum verkefnisstjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi tala um gagnsemi nútímatækni fyrir börn og ungmenni og mikilvægi þess að skólastarf taki mið af samfélagsbreytingum til að auka áhuga nemenda á námi. Síðan mun hún Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og og ráðgjafi hjá Þitt virði fjalla um viðhorf barna og hlutverk foreldra þegar kemur að skjátíma og tækjanotkun og hvernig foreldrar geta verið fyrirmyndir. Það verður áhugavert að hlusta á þau erindi sem verða flutt á fundinum. Á sama tíma og tæknin hefur auðveldað samskipti og opnað fyrir nýjum tækifærum þá þarf að læra að fara með og nýta rétt. Ég vil taka málið upp í borgarstjórn Reykjavíkur enda nauðsynlegt að borgin taki afstöðu um farsíma og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna á skólatímum. Mín afstaða er skýr, við eigum að setja reglur sem takmarka notkun farsíma barna á skólatíma. Bæði til að þau verði síður fyrir truflun á meðan kennslu stendur en líka til að efla félagslegu þættina. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu, en það þarf líka að finna jafnvægi á milli skjásins og kennslunnar.Valgerður SigurðardóttirBorgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um skjátíma barna er áberandi í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. Kennarar tala um að símar steli athygli nemenda í kennslu og foreldrar hafa áhyggjur af skjánotkun heima fyrir. Frakkland og Svíþjóð hafa þegar sett í lög sem banna notkun snjallsíma á skólatíma. Mörg sveitarfélög hér á landi hafa verið að móta stefnu um notkun nemenda á snjallsímum á skólatíma. Það er mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og heimili ræði hvernig við vinnum með þessa þróun og áhrif þess á samfélagið okkar. Þar er Reykjavíkurborg ekki undanskilin. Það er mikilvægt að við tökum upplýsta afstöðu til skjátíma barna og horfum til reynslu og ólíkra sjónarmiða. Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um farsíma- og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna í Valhöll klukkan 20:00 í kvöld. Þar munum við ræða gagnsemi og áhættu sem ný tækni hefur á samfélagið okkar. Hvernig er hægt að nýta tækni í skólum og hvernig snýr þetta að félagslegum þáttum í lífi hvers barns. Meðal annars munum við velta velta því fyrir okkur hvenær skjátími er kominn yfir hættumörk?Nauðsynlegt að borgin taki afstöðu Þrír góðir gestir munu flytja erindi til að skoða málin frá ólíkum hliðum. Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL, mun ræða um afleiðingar mikillar notkunar og rafræns skjáheilkennis ef netnotkun verður agalaus, sem og mikilvægi þess að jafnvægi sé á skjátíma barna. Þá mun Björn Gunnlaugsson, kennari og fyrrum verkefnisstjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi tala um gagnsemi nútímatækni fyrir börn og ungmenni og mikilvægi þess að skólastarf taki mið af samfélagsbreytingum til að auka áhuga nemenda á námi. Síðan mun hún Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og og ráðgjafi hjá Þitt virði fjalla um viðhorf barna og hlutverk foreldra þegar kemur að skjátíma og tækjanotkun og hvernig foreldrar geta verið fyrirmyndir. Það verður áhugavert að hlusta á þau erindi sem verða flutt á fundinum. Á sama tíma og tæknin hefur auðveldað samskipti og opnað fyrir nýjum tækifærum þá þarf að læra að fara með og nýta rétt. Ég vil taka málið upp í borgarstjórn Reykjavíkur enda nauðsynlegt að borgin taki afstöðu um farsíma og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna á skólatímum. Mín afstaða er skýr, við eigum að setja reglur sem takmarka notkun farsíma barna á skólatíma. Bæði til að þau verði síður fyrir truflun á meðan kennslu stendur en líka til að efla félagslegu þættina. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu, en það þarf líka að finna jafnvægi á milli skjásins og kennslunnar.Valgerður SigurðardóttirBorgarfulltrúi
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun