Fáir tekið afstöðu gegn líffæragjöf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:15 Innan við eitt prósent landsmanna hefur tekið afstöðu gegn líffæragjöf eftir andlát. Einungis um fjögur prósent látinna koma til greina sem líffæragjafar að sögn yfirlæknis á lyflækningadeild Landspítalans. Um áramótin höfðu hátt í 44 þúsund manns tekið afstöðu til líffæragjafar frá því að opnað var fyrir möguleikann í október 2014. Þar af vilja nær allir, eða 41 þúsund, gefa líffæri við andlát. Um áramót tóku lög um brottnám líffæra breytingum og verða nú allir yfir átján ára aldri sjálfkrafa líffæragjafar eftir andlát ef nánustu aðstandendur hafna því ekki og vilji til annars hefur ekki verið skráður. Í nóvember var farið að kynna lagabreytinguna og tóku þá ríflega ellefu hundruð afstöðu. Þar af sögðust um eitt hundrað vilja undanskilja ákveðin líffæri eða tóku alfarið fyrir líffæragjöf. Í desember hækkaði hlutfallið töluvert. Af 1400 sem tóku afstöðu höfnuðu hátt í sex hundruð líffæragjöf alfarið eða að einhverju leyti. Tölur janúarmánaðar hafa ekki verið teknar saman en samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis hefur hlutfall þeirra sem eru andvígir líffæragjöf haldist svipað eftir breytingu og er enn innan við eitt prósent. Yfirlæknir á Landspítalanum segir líffæragjöfum hafa fjölgað á síðustu árum og bindur vonir við að lagabreytingin viðhaldi þróuninni. „Það voru í kringum þrjár til fjórar líffæragjafir á ári, allar götur þar til fyrir fjórum árum þegar þær urðu skyndilega tólf. Ég hygg að meðaltalið á síðustu fjórum árum hafi verið í kringum níu á ári,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir lyflækninga á Landspítalanum. Einungis fáir koma til greina sem líffæragjafar við andlát. „Það eru eingöngu einstaklingar sem látast heiladauða. Eru þannig á gjörgæsludeild, í öndunarvél og svo framvegis þannig að líffærin varðveitast og það sé hægt að nýta þau.“ Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Innan við eitt prósent landsmanna hefur tekið afstöðu gegn líffæragjöf eftir andlát. Einungis um fjögur prósent látinna koma til greina sem líffæragjafar að sögn yfirlæknis á lyflækningadeild Landspítalans. Um áramótin höfðu hátt í 44 þúsund manns tekið afstöðu til líffæragjafar frá því að opnað var fyrir möguleikann í október 2014. Þar af vilja nær allir, eða 41 þúsund, gefa líffæri við andlát. Um áramót tóku lög um brottnám líffæra breytingum og verða nú allir yfir átján ára aldri sjálfkrafa líffæragjafar eftir andlát ef nánustu aðstandendur hafna því ekki og vilji til annars hefur ekki verið skráður. Í nóvember var farið að kynna lagabreytinguna og tóku þá ríflega ellefu hundruð afstöðu. Þar af sögðust um eitt hundrað vilja undanskilja ákveðin líffæri eða tóku alfarið fyrir líffæragjöf. Í desember hækkaði hlutfallið töluvert. Af 1400 sem tóku afstöðu höfnuðu hátt í sex hundruð líffæragjöf alfarið eða að einhverju leyti. Tölur janúarmánaðar hafa ekki verið teknar saman en samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis hefur hlutfall þeirra sem eru andvígir líffæragjöf haldist svipað eftir breytingu og er enn innan við eitt prósent. Yfirlæknir á Landspítalanum segir líffæragjöfum hafa fjölgað á síðustu árum og bindur vonir við að lagabreytingin viðhaldi þróuninni. „Það voru í kringum þrjár til fjórar líffæragjafir á ári, allar götur þar til fyrir fjórum árum þegar þær urðu skyndilega tólf. Ég hygg að meðaltalið á síðustu fjórum árum hafi verið í kringum níu á ári,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir lyflækninga á Landspítalanum. Einungis fáir koma til greina sem líffæragjafar við andlát. „Það eru eingöngu einstaklingar sem látast heiladauða. Eru þannig á gjörgæsludeild, í öndunarvél og svo framvegis þannig að líffærin varðveitast og það sé hægt að nýta þau.“
Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira