Segir af sér sem varaþingmaður Pírata eftir að hafa hellt sér yfir blaðakonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 10:09 Snæbjörn Brynjarsson var varaþingmaður Pírata. Snæbjörn Brynjarsson hefur ákveðið að segja af sér sem varaþingmaður Pírata vegna hegðunar sinnar aðfaranótt laugardags við Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun. Snæbjörn og Erna Ýr voru bæði stödd á Kaffibarnum umrædda nótt og sagðist Snæbjörn hafa sagt við hana að hann fyrirliti hana fyrir að vinna fyrir Björn Inga Hrafnsson. Erna sagði að sér hefði þótt atvikið mjög óþægilegt og ógnandi. Í yfirlýsingu Snæbjörns á Facebook segir hann að hann hafi misst stjórn á skapi sínu og sagt hluti við Ernu sem voru með öllu óviðeigandi. „Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum fulltrúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutaðeigandi afsökunar og vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af. Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem varaþingmaður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi. Mér er annt um virðingu Alþingis, traust fólks á kjörnum fulltrúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrotlausa sjálfboðavinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið mér. Ég ætla mér að læra af þessum mistökum og biðst innilega afsökunar á hegðun minni,“ segir í yfirlýsingu Snæbjarnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Tilkynning frá Pírötum klukkan 11:47 Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Kjörnir fulltrúar eiga að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku. Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Snæbjörn Brynjarsson hefur ákveðið að segja af sér sem varaþingmaður Pírata vegna hegðunar sinnar aðfaranótt laugardags við Ernu Ýr Öldudóttur, blaðamann hjá Viljanum og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í morgun. Snæbjörn og Erna Ýr voru bæði stödd á Kaffibarnum umrædda nótt og sagðist Snæbjörn hafa sagt við hana að hann fyrirliti hana fyrir að vinna fyrir Björn Inga Hrafnsson. Erna sagði að sér hefði þótt atvikið mjög óþægilegt og ógnandi. Í yfirlýsingu Snæbjörns á Facebook segir hann að hann hafi misst stjórn á skapi sínu og sagt hluti við Ernu sem voru með öllu óviðeigandi. „Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæmandi kjörnum fulltrúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlutaðeigandi afsökunar og vona að sem minnstur skaði hafi hlotist af. Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem varaþingmaður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi. Mér er annt um virðingu Alþingis, traust fólks á kjörnum fulltrúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrotlausa sjálfboðavinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið mér. Ég ætla mér að læra af þessum mistökum og biðst innilega afsökunar á hegðun minni,“ segir í yfirlýsingu Snæbjarnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Tilkynning frá Pírötum klukkan 11:47 Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Kjörnir fulltrúar eiga að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku. Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Varaþingmaður Pírata hellti sér yfir blaðakonu Snæbjörn Brynjarsson lét Ernu Ýr Öldudóttur heyra það um helgina. 11. febrúar 2019 06:15