Mandela fagnaði frelsinu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. febrúar 2019 08:00 Nelson Mandela. vísir/getty Á þessum degi árið 1990 lauk 27 ára fangelsisvist mannréttindafrömuðarins Nelsons Mandela. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Suður-Afríku þegar Mandela fagnaði frelsi með konu sinni, Winnie Madikizela, á götum Jóhannesarborgar. Eitt af fyrstu verkum Mandela var að ávarpa fjöldasamkomu á Soccer City-leikavanginum í borginni en talið er að um 100 þúsund manns hafi verið á staðnum. Fangelsun Mandela má rekja til baráttu hans gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann var handtekinn ásamt öðrum aðgerðasinnum árið 1962 og var ári seinna dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm yfir Mandela og félögum hans. Mandela var vistaður í fangelsinu á Robben-eyju á árunum 1964 til 1982, eða þangað til að hann var fluttur í Victor Verster-fangelsið. Barátta Mandela fyrir réttindum blökkufólks í Suður-Afríku, handtaka hans og endanleg fangelsun vakti heimsathygli og ekki síður þær fregnir sem bárust af þeirri hörmulegu meðferð sem Mandela sætti á Robben-eyju. Um það leyti sem frelsun Mandela var í nánd var mörgum orðið ljóst að aðskilnaðarstefnan væri úrelt fyrirkomulag. F.W. de Klerk, sem gegndi tímabundið embætti forseta, lýsti þessari skoðun. Hann beitti sér fyrir frelsun Mandela, sem síðan varð að veruleika 11. febrúar árið 1990. Árið 1994 vann flokkur Mandela, Afríska þjóðarráðið, afgerandi sigur í almennum þingkosningum og var Mandela útnefndur forseti í kjölfarið og varð þar með fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Mandela átti eftir að beita sér af miklum krafti við að afnema aðskilnaðarstefnuna og við að koma á friði milli svartra og hvítra í Suður-Afríku. Mandela lést 5. desember árið 2013. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tímamót Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Á þessum degi árið 1990 lauk 27 ára fangelsisvist mannréttindafrömuðarins Nelsons Mandela. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Suður-Afríku þegar Mandela fagnaði frelsi með konu sinni, Winnie Madikizela, á götum Jóhannesarborgar. Eitt af fyrstu verkum Mandela var að ávarpa fjöldasamkomu á Soccer City-leikavanginum í borginni en talið er að um 100 þúsund manns hafi verið á staðnum. Fangelsun Mandela má rekja til baráttu hans gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Hann var handtekinn ásamt öðrum aðgerðasinnum árið 1962 og var ári seinna dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir landráð. Saksóknari hafði farið fram á dauðadóm yfir Mandela og félögum hans. Mandela var vistaður í fangelsinu á Robben-eyju á árunum 1964 til 1982, eða þangað til að hann var fluttur í Victor Verster-fangelsið. Barátta Mandela fyrir réttindum blökkufólks í Suður-Afríku, handtaka hans og endanleg fangelsun vakti heimsathygli og ekki síður þær fregnir sem bárust af þeirri hörmulegu meðferð sem Mandela sætti á Robben-eyju. Um það leyti sem frelsun Mandela var í nánd var mörgum orðið ljóst að aðskilnaðarstefnan væri úrelt fyrirkomulag. F.W. de Klerk, sem gegndi tímabundið embætti forseta, lýsti þessari skoðun. Hann beitti sér fyrir frelsun Mandela, sem síðan varð að veruleika 11. febrúar árið 1990. Árið 1994 vann flokkur Mandela, Afríska þjóðarráðið, afgerandi sigur í almennum þingkosningum og var Mandela útnefndur forseti í kjölfarið og varð þar með fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Mandela átti eftir að beita sér af miklum krafti við að afnema aðskilnaðarstefnuna og við að koma á friði milli svartra og hvítra í Suður-Afríku. Mandela lést 5. desember árið 2013.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tímamót Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira