Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 23:31 Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. Vísir/Vilhelm Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, persónuverndarfulltrúi og borgarlögmaður vinna nú að gerð minnisblaðs og nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um að Reykjavíkurborg, rannsakendur við Háskóla Íslands og Þjóðskrá hafi brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri og erlendum ríkisborgurum voru send bréf og smáskilaboð fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í þeim tilgangi að auka kosningaþátttöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Borgin og þeir aðilar sem ákvörðunin fjallar um eru nú að kynna sér niðurstöðuna sem er ítarleg,“ segir í tilkynningunni en Persónuvernd hóf á síðasta ári frumkvæðisathugun á notkun umræddra aðila á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Í ákvörðun Persónuverndar kemur fram að ekki hafi farið lögum þegar ungum kjósendum, eldri konum og erlendum ríkisborgurum voru send bréf. Rannsóknir sýna að þetta eru hóparnir sem skiluðu sér verst á kjörstað. Þjóðskrá á þá einnig að hafa brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar hún afhenti Reykjavíkurborg upplýsingar um kyn og ríkisfang erlendra ríkisborgara. Í ákvörðuninni segir jafnframt að textinn hafi verið gildishlaðinn og að í bréfum til ungs fólks sem voru að kjósa í fyrsta skiptið hefði verið talað um skyldu til að kjósa þrátt fyrir að engin slík skylda hvíli á herðum þeim í lagalegum skilningi. Í áframhaldandi greiningu á ákvörðun Persónuverndar verður skoðað sérstaklega hvort og þá hvernig framkvæmd Reykjavíkurborgar var frábrugðin framkvæmd sambærilegra verkefna á Norðurlöndum sem þó voru fyrirmyndin að átaksverkefni Reykjavíkurborgar.Ætluðu sér eingöngu að auka kosningaþátttöku Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar segist taka ákvörðun Persónuverndar alvarlega en bætir við að hún komi henni spánskt fyrir sjónir í ljósi fyrri samskipta við stofnunina. Anna segir að mikilvægt sé að bregðast við ákvörðuninni með faglegum hætti. „Verkefnið var allt unnið af starfsmönnum Reykjavíkurborgar og fræðafólki í Háskóla Íslands þar sem okkur gekk það eitt til að auka kosningaþátttöku og fræðast um kosningahegðun. Stjórnmálamenn höfðu þannig enga aðkomu að verkefninu eftir samþykkt borgarráðs,“ segir Anna. Hún segir enn fremur að ásakanir um kosningasvindl sem hafi komið fram í tengslum við umræðu ákvörðunar Persónuverndar séu „alvarlegar“ og „meiðandi“. Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, persónuverndarfulltrúi og borgarlögmaður vinna nú að gerð minnisblaðs og nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um að Reykjavíkurborg, rannsakendur við Háskóla Íslands og Þjóðskrá hafi brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri og erlendum ríkisborgurum voru send bréf og smáskilaboð fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í þeim tilgangi að auka kosningaþátttöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Borgin og þeir aðilar sem ákvörðunin fjallar um eru nú að kynna sér niðurstöðuna sem er ítarleg,“ segir í tilkynningunni en Persónuvernd hóf á síðasta ári frumkvæðisathugun á notkun umræddra aðila á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Í ákvörðun Persónuverndar kemur fram að ekki hafi farið lögum þegar ungum kjósendum, eldri konum og erlendum ríkisborgurum voru send bréf. Rannsóknir sýna að þetta eru hóparnir sem skiluðu sér verst á kjörstað. Þjóðskrá á þá einnig að hafa brotið gegn þáverandi persónuverndarlögum þegar hún afhenti Reykjavíkurborg upplýsingar um kyn og ríkisfang erlendra ríkisborgara. Í ákvörðuninni segir jafnframt að textinn hafi verið gildishlaðinn og að í bréfum til ungs fólks sem voru að kjósa í fyrsta skiptið hefði verið talað um skyldu til að kjósa þrátt fyrir að engin slík skylda hvíli á herðum þeim í lagalegum skilningi. Í áframhaldandi greiningu á ákvörðun Persónuverndar verður skoðað sérstaklega hvort og þá hvernig framkvæmd Reykjavíkurborgar var frábrugðin framkvæmd sambærilegra verkefna á Norðurlöndum sem þó voru fyrirmyndin að átaksverkefni Reykjavíkurborgar.Ætluðu sér eingöngu að auka kosningaþátttöku Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar segist taka ákvörðun Persónuverndar alvarlega en bætir við að hún komi henni spánskt fyrir sjónir í ljósi fyrri samskipta við stofnunina. Anna segir að mikilvægt sé að bregðast við ákvörðuninni með faglegum hætti. „Verkefnið var allt unnið af starfsmönnum Reykjavíkurborgar og fræðafólki í Háskóla Íslands þar sem okkur gekk það eitt til að auka kosningaþátttöku og fræðast um kosningahegðun. Stjórnmálamenn höfðu þannig enga aðkomu að verkefninu eftir samþykkt borgarráðs,“ segir Anna. Hún segir enn fremur að ásakanir um kosningasvindl sem hafi komið fram í tengslum við umræðu ákvörðunar Persónuverndar séu „alvarlegar“ og „meiðandi“.
Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent