Aníta Hinriksdóttir var nú fyrir nokkrum mínútum að klára 800 metra hlaup sitt á Norðurlandamótinu í Frjálsum íþróttum.
Anítta hljóp á tímanum 2:06:40 sem skilaði henni í fjórða sætið en hún var aðeins nokkrum sekúndubrotum á eftir þriðja sætinu.
Það var sú finnska Sara Kuivisto sem hljóp hraðast en hún var á tímanum 2:04:20, næst á eftir henni var Hedde Hynne frá Norvegi og í þriðja sætinu var Hanna Hermannsson frá Svíþjóð.
Aníta keppir á eftir í 1500 metrum en Vísir mun einnig greina frá úrslitum í því hlaupi.
Aníta í fjórða sæti
Dagur Lárusson skrifar
