„Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 21:44 Stuðningsmenn frumvarps um lögleiðingu þungunarrofs voru daufir í dálkinn þegar frumvarpinu var hafnað í argentínska þinginu í ágúst í fyrra. Getty/Gustavo Basso Ellefu ára stúlka sem varð ófrísk eftir nauðgara sinn var neydd til þess að fæða barnið eftir að yfirvöld í Argentínu neituðu henni um þungunarrof, sem henni átti að bjóðast samkvæmt lögum. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir 23 vikna meðgöngu en stúlkan hafði þá gert tvær sjálfsvígstilraunir.Nauðgað af kærasta ömmu sinnar Stúlkan, sem hefur verið kölluð Lucía í umfjöllun um málið, varð ólétt eftir sextíu og fimm ára kærasta ömmu sinnar. Henni var komið í umsjá ömmunnar árið 2015 eftir að eldri systur hennar tvær voru misnotaðar af kærasta móður þeirra. Yfirvöld hunsuðu ítrekaðar þungunarrofsbeiðnir Lucíu, móður hennar og kvenréttindasamtaka í Argentínu, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Afskiptaleysi yfirvalda hefur verið sagt grimmileg og lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda í Argentínu, sem kúgi stúlkur til að eignast börn sem þær vilji ekki. Barninu ekki hugað líf Þungunarrof er bæði ólöglegt og refsivert í Argentínu, nema þegar þungun verður í kjölfar nauðgunar eða ógnar lífi móðurinnar. Læknir fullyrti fyrir dómi að hið síðarnefnda ætti við í tilfelli Lucíu en embættismaður í borginni Tucumán, þar sem Lucía býr, hélt því hins vegar fram að stúlkan vildi ekki fara í þungunarrof. Yfirvöld höfðu ekkert beitt sér í málinu þegar Lucía var gengin 23 vikur með barnið en þá var loks ákveðið að taka það með keisaraskurði. Ákvörðunin var tekin eftir tilskipun frá dómara, sem fyrirskipaði að grípa þyrfti strax til aðgerða. Barninu er ekki hugað líf. Hafði tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg Haft er eftir Ceciliu Ousset, lækninum sem framkvæmdi keisaraskurðinn, að aðgerðin hafi bjargað lífi stúlkunnar. Hún hafi jafnframt sætt pyntingum innan heilbrigðiskerfisins í heilan mánuð vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í frétt Guardian er einnig vitnað í samtal Lucíu við sálfræðing sem tók á móti henni þegar hún var lögð inn á spítala í lok janúar. Þá var vika liðin síðan Lucía uppgötvaði að hún væri ólétt en hún var loks lögð inn á sjúkrahús eftir tvær sjálfsvígstilraunir. „Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig,“ er Lucía sögð hafa sagt við sálfræðinginn við innlögnina. Argentína Kynferðisofbeldi Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Ellefu ára stúlka sem varð ófrísk eftir nauðgara sinn var neydd til þess að fæða barnið eftir að yfirvöld í Argentínu neituðu henni um þungunarrof, sem henni átti að bjóðast samkvæmt lögum. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir 23 vikna meðgöngu en stúlkan hafði þá gert tvær sjálfsvígstilraunir.Nauðgað af kærasta ömmu sinnar Stúlkan, sem hefur verið kölluð Lucía í umfjöllun um málið, varð ólétt eftir sextíu og fimm ára kærasta ömmu sinnar. Henni var komið í umsjá ömmunnar árið 2015 eftir að eldri systur hennar tvær voru misnotaðar af kærasta móður þeirra. Yfirvöld hunsuðu ítrekaðar þungunarrofsbeiðnir Lucíu, móður hennar og kvenréttindasamtaka í Argentínu, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Afskiptaleysi yfirvalda hefur verið sagt grimmileg og lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda í Argentínu, sem kúgi stúlkur til að eignast börn sem þær vilji ekki. Barninu ekki hugað líf Þungunarrof er bæði ólöglegt og refsivert í Argentínu, nema þegar þungun verður í kjölfar nauðgunar eða ógnar lífi móðurinnar. Læknir fullyrti fyrir dómi að hið síðarnefnda ætti við í tilfelli Lucíu en embættismaður í borginni Tucumán, þar sem Lucía býr, hélt því hins vegar fram að stúlkan vildi ekki fara í þungunarrof. Yfirvöld höfðu ekkert beitt sér í málinu þegar Lucía var gengin 23 vikur með barnið en þá var loks ákveðið að taka það með keisaraskurði. Ákvörðunin var tekin eftir tilskipun frá dómara, sem fyrirskipaði að grípa þyrfti strax til aðgerða. Barninu er ekki hugað líf. Hafði tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg Haft er eftir Ceciliu Ousset, lækninum sem framkvæmdi keisaraskurðinn, að aðgerðin hafi bjargað lífi stúlkunnar. Hún hafi jafnframt sætt pyntingum innan heilbrigðiskerfisins í heilan mánuð vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í frétt Guardian er einnig vitnað í samtal Lucíu við sálfræðing sem tók á móti henni þegar hún var lögð inn á spítala í lok janúar. Þá var vika liðin síðan Lucía uppgötvaði að hún væri ólétt en hún var loks lögð inn á sjúkrahús eftir tvær sjálfsvígstilraunir. „Ég vil að þú fjarlægir það sem gamli maðurinn setti inn í mig,“ er Lucía sögð hafa sagt við sálfræðinginn við innlögnina.
Argentína Kynferðisofbeldi Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira