Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 11:16 Alda hrifsaði ísjakann með sér og bar ömmu Catherine Streng með sér út á Atlantshafið. Catherine Streng Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut á haf út. Konan hafði tyllt sér á ísinn fyrir ljósmyndatöku, áður en alda hrifsaði ísinn með sér og bar konuna út á sjó. Bandarískur ferðamaður bar konuna aftur á land. Barnabarn konunnar, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni í gær, við góðar undirtektir. Hún var sjálf ekki viðstödd en segir í skilaboðum til Vísis að amma hennar og faðir hafi komið til Íslands síðastliðinn laugardag. „Pabbi þolir reyndar ekki frostið en honum líður engu að síður vel [á Íslandi] og þykir landið fallegt. Þar að auki elskar hann alla hreinu orkuna!“ segir Streng. „Hann segist vilja flytja til Íslands!“Catherine Streng segir pabba sinn hafa hrifist af Íslandi, þrátt fyrir kuldann. Hér má sjá hann skammt frá Jökulsárlóni á þriðjudag.Catherine StrengHún segir föður sinn og ömmu hafa ekið eftir suðurströndinni og komið við á Jökulsárlóni þann 26. febrúar, þriðjudaginn síðastliðinn. Þau hafi ákveðið að líta í flæðarmálið þar sem þau komu auga á fyrrnefndan ísjaka, sem Streng segir föður sinn hafa lýst sem „hásæti.“ Amma hennar hafi ákveðið að setjast á ísinn og segir Streng að hið minnsta fimm ferðamenn hafi orðið fyrri til. „Hún bað um leyfi [til að setjast á ísinn] og fékk það,“ segir Streng en útskýrir ekki nánar hvern amma hennar spurði eða hver veitti leyfið. Hún lýsir því hvernig ísjakinn, með ömmu hennar ofan á, vaggaði í öllum ölduganginum. Ekki hafi liðið á löngu áður en einni öldunni tókst að losa ísjakann og bera hann með sér út á haf, með ömmu Streng meðferðis. Henni varð þó ekki meint af, að sögn Streng. Annar bandarískur ferðamaður hafi komið henni til bjargar. Hún segir bjargvættinn, Flórídamann að nafni Randy LaCount, vera með skipstjóraréttindi og kunni því að bjarga sér og öðrum á sjó. „Hann var fyrir algjöra tilviljun í fjörunni þegar þetta gerðist svo að hann óð út í ólgandi hafið og togaði hana af ísjakanum áður en hann flaut lengra út á hafi,“ segir Streng. Amma hennar sé því hestaheilsu og munu hún og faðir Catherine Streng halda aftur heim til Bandaríkjanna í dag. Hér að neðan má sjá tíst Catherine Streng, sem vakið hefur mikla athygli.Vísir sendi skilaboð á fyrrnefndan Randy Lacount, sem hafði ekki svarað þegar fréttin var birt. Berist viðbrögð frá honum verður fréttin uppfærð.My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019 Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut á haf út. Konan hafði tyllt sér á ísinn fyrir ljósmyndatöku, áður en alda hrifsaði ísinn með sér og bar konuna út á sjó. Bandarískur ferðamaður bar konuna aftur á land. Barnabarn konunnar, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni í gær, við góðar undirtektir. Hún var sjálf ekki viðstödd en segir í skilaboðum til Vísis að amma hennar og faðir hafi komið til Íslands síðastliðinn laugardag. „Pabbi þolir reyndar ekki frostið en honum líður engu að síður vel [á Íslandi] og þykir landið fallegt. Þar að auki elskar hann alla hreinu orkuna!“ segir Streng. „Hann segist vilja flytja til Íslands!“Catherine Streng segir pabba sinn hafa hrifist af Íslandi, þrátt fyrir kuldann. Hér má sjá hann skammt frá Jökulsárlóni á þriðjudag.Catherine StrengHún segir föður sinn og ömmu hafa ekið eftir suðurströndinni og komið við á Jökulsárlóni þann 26. febrúar, þriðjudaginn síðastliðinn. Þau hafi ákveðið að líta í flæðarmálið þar sem þau komu auga á fyrrnefndan ísjaka, sem Streng segir föður sinn hafa lýst sem „hásæti.“ Amma hennar hafi ákveðið að setjast á ísinn og segir Streng að hið minnsta fimm ferðamenn hafi orðið fyrri til. „Hún bað um leyfi [til að setjast á ísinn] og fékk það,“ segir Streng en útskýrir ekki nánar hvern amma hennar spurði eða hver veitti leyfið. Hún lýsir því hvernig ísjakinn, með ömmu hennar ofan á, vaggaði í öllum ölduganginum. Ekki hafi liðið á löngu áður en einni öldunni tókst að losa ísjakann og bera hann með sér út á haf, með ömmu Streng meðferðis. Henni varð þó ekki meint af, að sögn Streng. Annar bandarískur ferðamaður hafi komið henni til bjargar. Hún segir bjargvættinn, Flórídamann að nafni Randy LaCount, vera með skipstjóraréttindi og kunni því að bjarga sér og öðrum á sjó. „Hann var fyrir algjöra tilviljun í fjörunni þegar þetta gerðist svo að hann óð út í ólgandi hafið og togaði hana af ísjakanum áður en hann flaut lengra út á hafi,“ segir Streng. Amma hennar sé því hestaheilsu og munu hún og faðir Catherine Streng halda aftur heim til Bandaríkjanna í dag. Hér að neðan má sjá tíst Catherine Streng, sem vakið hefur mikla athygli.Vísir sendi skilaboð á fyrrnefndan Randy Lacount, sem hafði ekki svarað þegar fréttin var birt. Berist viðbrögð frá honum verður fréttin uppfærð.My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira