Barnaþing haldið í ár Salvör Nordal skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Umsvif umboðsmanns barna í embætti voru aukin í lok árs 2018. Lögum um umboðsmann barna var breytt í lok síðasta árs en þau höfðu þá ekki verið endurskoðuð frá því þau voru sett árið 1994. Með breytingunum er embættið styrkt og það hefur nú skýrt hlutverk í innleiðingu Barnasáttmálans og fræðslu um hann. Þá er embættinu gefið sérstakt hlutverk við að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. „Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. „Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“ Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“ Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag. „Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör. „Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Salvör Nordal Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Umsvif umboðsmanns barna í embætti voru aukin í lok árs 2018. Lögum um umboðsmann barna var breytt í lok síðasta árs en þau höfðu þá ekki verið endurskoðuð frá því þau voru sett árið 1994. Með breytingunum er embættið styrkt og það hefur nú skýrt hlutverk í innleiðingu Barnasáttmálans og fræðslu um hann. Þá er embættinu gefið sérstakt hlutverk við að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. „Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. „Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“ Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“ Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag. „Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör. „Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun