Ekki sé komið til móts við þarfir allra barna Sveinn Arnarsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Lára Kristín Jónsdóttir og sonur hennar Úlfar Hólmgeirsson sem þarf á sterkum gleraugum að halda til að lifa eðlilegu lífi. Fréttablaðið/Auðunn Foreldrar barna sem þurfa sterk gleraugu til að lifa eðlilegu lífi þurfa oft á tíðum að greiða hátt verð fyrir hjálpartæki fyrir börn sín og fá afar litla aðstoð frá hinu opinbera. Lára Kristín Jónsdóttir, móðir Úlfars Hólmgeirssonar, segir það skjóta skökku við að greiða háar upphæðir fyrir gleraugu á meðan til dæmis heyrnartæki fyrir börn eru greidd að fullu úr ríkissjóði. Hún segir málið snúast um mannréttindi. „Úlfar þarf á gleraugum að halda til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Það eru mannréttindi að börn geti fengið að lifa eðlilegu lífi og fjárhagsleg staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að því,“ segir Lára Kristín og heldur áfram. „Sonur minn er með það slæma sjón að hann getur lítið sem ekkert gert án gleraugna.“ Úlfar stundar sund og eftir að hafa fengið sundgleraugu við hæfi getur hann stundað íþrótt sína af kappi. „En það þýðir líka að við erum að eyða rúmlega eitt hundrað þúsund krónum í gleraugu. Heimilisbókhaldið okkar ræður við þetta,“ segir Lára Kristín, „en efnaminni foreldrar gætu átt í miklum erfiðleikum með að greiða þetta.“ Samkvæmt reglugerð frá árinu 2005 eiga öll börn rétt á gleraugnaendurgreiðslum að átján ára aldri. Í reglugerðinni voru upphæðir ákveðnar og hafa þær ekki tekið breytingum síðan. Á tæpum 15 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og gleraugu hækkað í verði líkt og allt annað hér á landi. Til stendur innan félagsmálaráðuneytisins að laga þetta. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir vinnu í gangi í ráðuneytinu. „Ég held að ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Ég mun beita mér fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það verði gert og að við leitum leiða til að koma betur til móts við þau börn sem þarna um ræðir,“ segir ráðherrann. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Foreldrar barna sem þurfa sterk gleraugu til að lifa eðlilegu lífi þurfa oft á tíðum að greiða hátt verð fyrir hjálpartæki fyrir börn sín og fá afar litla aðstoð frá hinu opinbera. Lára Kristín Jónsdóttir, móðir Úlfars Hólmgeirssonar, segir það skjóta skökku við að greiða háar upphæðir fyrir gleraugu á meðan til dæmis heyrnartæki fyrir börn eru greidd að fullu úr ríkissjóði. Hún segir málið snúast um mannréttindi. „Úlfar þarf á gleraugum að halda til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Það eru mannréttindi að börn geti fengið að lifa eðlilegu lífi og fjárhagsleg staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að því,“ segir Lára Kristín og heldur áfram. „Sonur minn er með það slæma sjón að hann getur lítið sem ekkert gert án gleraugna.“ Úlfar stundar sund og eftir að hafa fengið sundgleraugu við hæfi getur hann stundað íþrótt sína af kappi. „En það þýðir líka að við erum að eyða rúmlega eitt hundrað þúsund krónum í gleraugu. Heimilisbókhaldið okkar ræður við þetta,“ segir Lára Kristín, „en efnaminni foreldrar gætu átt í miklum erfiðleikum með að greiða þetta.“ Samkvæmt reglugerð frá árinu 2005 eiga öll börn rétt á gleraugnaendurgreiðslum að átján ára aldri. Í reglugerðinni voru upphæðir ákveðnar og hafa þær ekki tekið breytingum síðan. Á tæpum 15 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og gleraugu hækkað í verði líkt og allt annað hér á landi. Til stendur innan félagsmálaráðuneytisins að laga þetta. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir vinnu í gangi í ráðuneytinu. „Ég held að ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Ég mun beita mér fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það verði gert og að við leitum leiða til að koma betur til móts við þau börn sem þarna um ræðir,“ segir ráðherrann.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira