Tekjur Sýnar aukast en hagnaður minnkar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 20:07 Vodafone er meðal annars í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Hanna Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem birt hefur afkomu félagsins á síðasta ársfjórðungi og á síðasta ári. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og var síðasta ár fyrsta árið sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári. Afkoma Sýnar áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 3,2 milljörðum króna, hækkun um fjögur prósent á milli ára. Hagnaður síðasta ársfjórðungs nam 195 milljónum króna sem er lækkun um 45 prósent á milli ára. Samhliða birtingu afkomu síðasta árs var tilkynnt að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hafi óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu Sýnar er haft eftir Stefáni að samspil margra þátta hafi leitt til veikari reksturs en búist var við. „Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil,“ er haft eftir Stefáni sem horfir þó björtum augum á horfur félagsins. „Nú þegar stærri samrunaverkefnum er að mestu lokið er samþætt fyrirtæki fjárhagslega sterkt og býr að miklum eignum og fjölbreyttum tekjustoðum. Fyrirtækið hefur því fjölmörg tækifæri til framtíðar og er vel í stakk búið til að takast á við óvissu í tengslum við samkeppni og ytri aðstæður.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28 Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem birt hefur afkomu félagsins á síðasta ársfjórðungi og á síðasta ári. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og var síðasta ár fyrsta árið sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári. Afkoma Sýnar áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 3,2 milljörðum króna, hækkun um fjögur prósent á milli ára. Hagnaður síðasta ársfjórðungs nam 195 milljónum króna sem er lækkun um 45 prósent á milli ára. Samhliða birtingu afkomu síðasta árs var tilkynnt að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hafi óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu Sýnar er haft eftir Stefáni að samspil margra þátta hafi leitt til veikari reksturs en búist var við. „Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil,“ er haft eftir Stefáni sem horfir þó björtum augum á horfur félagsins. „Nú þegar stærri samrunaverkefnum er að mestu lokið er samþætt fyrirtæki fjárhagslega sterkt og býr að miklum eignum og fjölbreyttum tekjustoðum. Fyrirtækið hefur því fjölmörg tækifæri til framtíðar og er vel í stakk búið til að takast á við óvissu í tengslum við samkeppni og ytri aðstæður.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28 Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28
Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30