Samninganefndirnar mættu til fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í fyrsta sinn í dag eftir að félögin vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara. En margt bendir til að þær viðræður gangi betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem slitið hafa viðræðum. Enn er tekist á um hvað kröfur verkalýðsfélaganna fela í sér miklar launahækkanir.
Hér að neðan má sjá samanburð á kröfum verkalýðsfélaga og tilboði SA.

Þar sést að lægstu laun hækka mest í kröfum félaganna eða frá 15,7 prósentum á ári niður í 1,7 prósent hjá þeim allra tekjuhæstu og hækka launin um 22 þúsund krónur meira í kröfum verkalýðsfélaganna á lægsta taxta þeirra, frá 267 þúsundum upp í 300 þúsund og 27 þúsundum meira en tilboð SA á 300 þúsund króna lágmarkslaunin og helst sá krónutölumunur upp að sexhundruð þúsund króna laununum.
Þar byrjar munurinn á krónutöluhækkun launa í kröfum verkalýðsfélaganna og tilboði Samtaka atvinnulífsins að minnka, og fer undir tíu þúsund krónur við laun upp á 1,3 milljónir á mánuði.
Hins vegar fer tilboð Samtaka atvinnulífsins að verða hægstæðara þegar launin eru komin í 1,7 milljónir á mánuði og verða 20.500 krónum hagstæðari þegar launin eru komin í 2,5 milljónir króna á mánuði.