Innlent

Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundi SGS og SA hjá sáttasemjara í morgun.
Frá fundi SGS og SA hjá sáttasemjara í morgun. vísir/vilhelm
Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.

Samninganefnd SGS vísaði kjaradeilunni til sáttasemjara í síðustu viku en þá hafði sambandið átt um 110 samningafundi með SA.

Í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í tilefni þess að þau sendu deiluna til sáttasemjara sagði meðal annars að sambandið teldi litlar líkur um árangur af frekari samningaumleitunum við SA.

Þá sagði enn fremur að ýmislegt hefði þokast í viðræðunum undanfarna mánuði en að þrátt fyrir það væri það mat viðræðunefndar SGS að ekki yrði komist lengra nema með aðkomu ríkissáttasemjara. Það væri eðlilegt skref í áframhaldandi vinnu.

Landssamband íslenzkra verzlunarmanna vísaði einnig deilu sinni til sáttasemjara í síðustu viku og mun sambandið eiga fund með SA síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×