Góður prófsteinn fyrir liðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. febrúar 2019 10:00 Talið frá vinstri: Hallbera Guðný Gísladóttir, Sif Atladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Fésbókin/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fær fyrstu stóru prófraun sína undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar í dag þegar leikur Íslands og Kanada verður flautaður af stað á Algarve-mótinu. Þetta verður í annað sinn sem Ísland mætir Kanada á þessu sterka æfingamóti en lið Kanada hefur um árabil verið eitt af sterkustu knattspyrnuliðum heims í kvennaboltanum. Síðan styrkleikalisti FIFA í kvennaflokki var gefinn út í fyrsta sinn fyrir sextán árum hefur Kanada aldrei farið neðar en í þrettánda sæti og lengst af verið meðal efstu liða. Á heimavelli síðast þegar HM fór fram féll Kanada úr leik í átta liða úrslitunum en besti árangur liðsins er fjórða sæti á HM ásamt því að taka bronsverðlaunin á síðustu tvennum Ólympíuleikum. Þetta er annað landsleikjahléið undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Aðspurður kvaðst hann spenntur að sjá hvernig íslenska liðinu tækist gegn því kanadíska eftir sigur á Skotlandi í æfingaleik á Spáni í janúar í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn. „Kanada er með frábært lið og er samkvæmt heimslistanum með eitt af sterkustu liðum heims. Það er ekki að ástæðulausu, þetta er mjög vel mannað lið og spilar frábæran fótbolta. Þetta verður góður prófsteinn fyrir liðið okkar og við þurfum að vera klár í þennan leik,“ sagði Jón Þór þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Þær verjast og pressa ofarlega á vellinum og eru grimmar í varnarleiknum. Það er undir okkur komið að finna lausnir á því. Við þurfum að vera skynsöm í að loka á réttu svæðin og reyna að vinna boltann á góðum stöðum til að sækja á þær,“ sagði Jón Þór og bætti við: „Við þurfum líka að geta haldið boltanum innan liðsins. Þessi leikur mun krefjast mikillar orku og því er lykilatriði að geta haldið boltanum vel og spilað út úr pressu þeirra.“ Íslenska liðið kom til Portúgals að kvöldi mánudagsins og fékk þjálfarateymið því aðeins einn dag til að undirbúa leikinn. „Undirbúningurinn hefði mátt vera lengri, við komum seint á mánudaginn og æfðum saman í gær. Ég hefði vissulega þegið fleiri daga í undirbúning fyrir þennan leik gegn jafn sterkum andstæðingi en leikmennirnir eru í góðu standi, það er góður andi í hópnum og það virðast allir vera klárir í slaginn. Við erum búin að fara vel yfir kanadíska liðið, okkur tókst að nota gærdaginn vel.“ Jón Þór segist vera búinn að ákveða byrjunarliðið og segir að það verði líkt byrjunarliðinu sem mætti Skotlandi í La Manga í síðasta mánuði. „Við mætum með sterkt lið til leiks og gerum ekki margar breytingar frá síðasta leik gegn Skotlandi. Áætlunin er að fylgja því eftir sem við vorum að gera á La Manga. Það er ljóst að við verðum að gera breytingar í fjarveru Fanndísar en ætlum að reyna að halda þeim í lágmarki,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem fær síðan viku til að undirbúa næsta leik, gegn Skotlandi. „Við gerum ráð fyrir að dreifa álaginu betur á milli leikja og munum reyna að prófa nýja hluti. Stefnan er að gera það frekar á milli leikja en að breyta of miklu í hverjum leik sem á það til að stöðva flæðið í leikjum.“ Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir verður í dag áttunda konan sem nær að leika 100. leiki fyrir Íslands hönd og sú þriðja í hópnum sem fór til Algarve á eftir Söru Björk og Margréti Láru. Hallbera sem lék fyrsta leik sinn fyrir landsliðið vorið 2008 hefur skorað þrjú mörk fyrir landsliðið og átti Jón Þór von á því að hún kæmi við sögu í dag. „Ég á ekki von á öðru en að Hallbera komi við sögu í dag og nái sínum hundraðasta leik,“ sagði Jón Þór að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fær fyrstu stóru prófraun sína undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar í dag þegar leikur Íslands og Kanada verður flautaður af stað á Algarve-mótinu. Þetta verður í annað sinn sem Ísland mætir Kanada á þessu sterka æfingamóti en lið Kanada hefur um árabil verið eitt af sterkustu knattspyrnuliðum heims í kvennaboltanum. Síðan styrkleikalisti FIFA í kvennaflokki var gefinn út í fyrsta sinn fyrir sextán árum hefur Kanada aldrei farið neðar en í þrettánda sæti og lengst af verið meðal efstu liða. Á heimavelli síðast þegar HM fór fram féll Kanada úr leik í átta liða úrslitunum en besti árangur liðsins er fjórða sæti á HM ásamt því að taka bronsverðlaunin á síðustu tvennum Ólympíuleikum. Þetta er annað landsleikjahléið undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Aðspurður kvaðst hann spenntur að sjá hvernig íslenska liðinu tækist gegn því kanadíska eftir sigur á Skotlandi í æfingaleik á Spáni í janúar í fyrsta leik liðsins undir hans stjórn. „Kanada er með frábært lið og er samkvæmt heimslistanum með eitt af sterkustu liðum heims. Það er ekki að ástæðulausu, þetta er mjög vel mannað lið og spilar frábæran fótbolta. Þetta verður góður prófsteinn fyrir liðið okkar og við þurfum að vera klár í þennan leik,“ sagði Jón Þór þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Þær verjast og pressa ofarlega á vellinum og eru grimmar í varnarleiknum. Það er undir okkur komið að finna lausnir á því. Við þurfum að vera skynsöm í að loka á réttu svæðin og reyna að vinna boltann á góðum stöðum til að sækja á þær,“ sagði Jón Þór og bætti við: „Við þurfum líka að geta haldið boltanum innan liðsins. Þessi leikur mun krefjast mikillar orku og því er lykilatriði að geta haldið boltanum vel og spilað út úr pressu þeirra.“ Íslenska liðið kom til Portúgals að kvöldi mánudagsins og fékk þjálfarateymið því aðeins einn dag til að undirbúa leikinn. „Undirbúningurinn hefði mátt vera lengri, við komum seint á mánudaginn og æfðum saman í gær. Ég hefði vissulega þegið fleiri daga í undirbúning fyrir þennan leik gegn jafn sterkum andstæðingi en leikmennirnir eru í góðu standi, það er góður andi í hópnum og það virðast allir vera klárir í slaginn. Við erum búin að fara vel yfir kanadíska liðið, okkur tókst að nota gærdaginn vel.“ Jón Þór segist vera búinn að ákveða byrjunarliðið og segir að það verði líkt byrjunarliðinu sem mætti Skotlandi í La Manga í síðasta mánuði. „Við mætum með sterkt lið til leiks og gerum ekki margar breytingar frá síðasta leik gegn Skotlandi. Áætlunin er að fylgja því eftir sem við vorum að gera á La Manga. Það er ljóst að við verðum að gera breytingar í fjarveru Fanndísar en ætlum að reyna að halda þeim í lágmarki,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem fær síðan viku til að undirbúa næsta leik, gegn Skotlandi. „Við gerum ráð fyrir að dreifa álaginu betur á milli leikja og munum reyna að prófa nýja hluti. Stefnan er að gera það frekar á milli leikja en að breyta of miklu í hverjum leik sem á það til að stöðva flæðið í leikjum.“ Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir verður í dag áttunda konan sem nær að leika 100. leiki fyrir Íslands hönd og sú þriðja í hópnum sem fór til Algarve á eftir Söru Björk og Margréti Láru. Hallbera sem lék fyrsta leik sinn fyrir landsliðið vorið 2008 hefur skorað þrjú mörk fyrir landsliðið og átti Jón Þór von á því að hún kæmi við sögu í dag. „Ég á ekki von á öðru en að Hallbera komi við sögu í dag og nái sínum hundraðasta leik,“ sagði Jón Þór að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn