„Minnka þarf líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2019 20:27 Björgunarsveitarmenn við leit í Ölfusá í dag. Vísir/JóiK Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar tekur undir þær áhyggjur lögreglumanna á Suðurlandi að Ölfusá sé of opin og of aðgengileg en á um tveimur árum hefur þremur bílum verið ekið í Ölfusá.Sjá einnig: Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ÖlfusáGísli segir í samtali við fréttastofu að málið hafi ekki verið rætt innan stjórnkerfisins frá því atvikið kom upp í gær en að klárlega þurfi að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að takmarka aðgengi að ánni og minnka áhættuna á því að bílar fari í ána.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Mynd af vef ÁrborgarStórhættulegt og vatnsmikið fljót Gísli segir að Ölfusá sé stórhættulegt og vatnsmikið fljót. Margir af hættulegustu stöðunum eru nálægt þéttbýlinu til dæmis í kringum Hótel Selfoss og Selfosskirkju. Hann segir að hugsanlega væri of mikið verk að hindra aðgengi að ánni á öllum stöðum en klárlega þyrfti að skoða ákveðna staði í kringum þéttbýlið. Hann segir að finna þurfi leið til að minnka líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig. Gísli segir að málið verði tekið upp á vettvangi bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar sem fyrst. Fyrir um áratug var sett um vegrið meðfram veginum um Árveg austan við Ölfusbrú einmitt til þess að varna því að bílar færu í Ölfusá. Var það gert eftir slíkan atburð.Björgunarsveitarmenn vaða Ölfusá neðan við Selfossflugvöll í dag.Vísir/JóiK Árborg Sveitarstjórnarmál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51 Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar tekur undir þær áhyggjur lögreglumanna á Suðurlandi að Ölfusá sé of opin og of aðgengileg en á um tveimur árum hefur þremur bílum verið ekið í Ölfusá.Sjá einnig: Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ÖlfusáGísli segir í samtali við fréttastofu að málið hafi ekki verið rætt innan stjórnkerfisins frá því atvikið kom upp í gær en að klárlega þurfi að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að takmarka aðgengi að ánni og minnka áhættuna á því að bílar fari í ána.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Mynd af vef ÁrborgarStórhættulegt og vatnsmikið fljót Gísli segir að Ölfusá sé stórhættulegt og vatnsmikið fljót. Margir af hættulegustu stöðunum eru nálægt þéttbýlinu til dæmis í kringum Hótel Selfoss og Selfosskirkju. Hann segir að hugsanlega væri of mikið verk að hindra aðgengi að ánni á öllum stöðum en klárlega þyrfti að skoða ákveðna staði í kringum þéttbýlið. Hann segir að finna þurfi leið til að minnka líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig. Gísli segir að málið verði tekið upp á vettvangi bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar sem fyrst. Fyrir um áratug var sett um vegrið meðfram veginum um Árveg austan við Ölfusbrú einmitt til þess að varna því að bílar færu í Ölfusá. Var það gert eftir slíkan atburð.Björgunarsveitarmenn vaða Ölfusá neðan við Selfossflugvöll í dag.Vísir/JóiK
Árborg Sveitarstjórnarmál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51 Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21
Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56
Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51
Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51
Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15