Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 18:47 Listinn sést hér hanga á töflu, að því er virðist í almennu rými á Grand hótel. Mynd/Efling Stéttarfélagið Efling segir það ekki rétt að listi yfir veikindi starfsmanna á Grand hótel í Reykjavík hafi aðeins legið á skrifstofu yfirmanns, líkt og fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá Íslandshótelum í dag. Efling birti mynd af listanum, þar sem hann sést hanga í almennu rými á hótelinu, máli sínu til stuðnings nú síðdegis. Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fyrst var greint frá listanum. Þar var fullyrt að áðurnefndur „skammarlisti“, þar sem nöfnum starfsfólks var raðað eftir því hver tók mesta veikindadaga árinu 2018, hefði hangið uppi á hóteli í Reykjavík. Með fylgdi nærmynd af listanum. Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók hins vegar fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. Listinn hafi aðeins legið inni á skrifstofu yfirmanns og að um væri að ræða eðlilegt yfirlit um veikindi starfsmanna. Efling svaraði svo ummælum framkvæmdastjórans með nýrri mynd af listanum þar sem hann sést hanga uppi á töflu í almennu rými. Í færslu Eflingar, sem birt var á Facebook í dag, segir að framkvæmdastjórinn hafi farið með rangmæli. „Myndin sem við birtum í morgun var tekin í almennu rými fyrir starfsfólk, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Starfsfólk hefur haft samband við Eflingu til að benda á þessar rangfærslur.“ Ekki náðist í Salvöru Lilju Brandsdóttur, hótelstjóra Grand hótel, við vinnslu þessarar fréttar. Hún sagði í samtali við RÚV í dag að það væri af og frá að listinn hafi hangið uppi fyrir allra augum. Listinn hafi verið á lokaðri stjórnendastöð yfirkokks en síðan farið á flakk. Þá verði hann að sjálfsögðu fjarlægður. Kjaramál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Stéttarfélagið Efling segir það ekki rétt að listi yfir veikindi starfsmanna á Grand hótel í Reykjavík hafi aðeins legið á skrifstofu yfirmanns, líkt og fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá Íslandshótelum í dag. Efling birti mynd af listanum, þar sem hann sést hanga í almennu rými á hótelinu, máli sínu til stuðnings nú síðdegis. Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fyrst var greint frá listanum. Þar var fullyrt að áðurnefndur „skammarlisti“, þar sem nöfnum starfsfólks var raðað eftir því hver tók mesta veikindadaga árinu 2018, hefði hangið uppi á hóteli í Reykjavík. Með fylgdi nærmynd af listanum. Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók hins vegar fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. Listinn hafi aðeins legið inni á skrifstofu yfirmanns og að um væri að ræða eðlilegt yfirlit um veikindi starfsmanna. Efling svaraði svo ummælum framkvæmdastjórans með nýrri mynd af listanum þar sem hann sést hanga uppi á töflu í almennu rými. Í færslu Eflingar, sem birt var á Facebook í dag, segir að framkvæmdastjórinn hafi farið með rangmæli. „Myndin sem við birtum í morgun var tekin í almennu rými fyrir starfsfólk, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Starfsfólk hefur haft samband við Eflingu til að benda á þessar rangfærslur.“ Ekki náðist í Salvöru Lilju Brandsdóttur, hótelstjóra Grand hótel, við vinnslu þessarar fréttar. Hún sagði í samtali við RÚV í dag að það væri af og frá að listinn hafi hangið uppi fyrir allra augum. Listinn hafi verið á lokaðri stjórnendastöð yfirkokks en síðan farið á flakk. Þá verði hann að sjálfsögðu fjarlægður.
Kjaramál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira