Segir ekkert óvenjulegt í fari Jóns Þrastar kvöldið fyrir hvarfið Nadine Guðrún Yaghi og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 26. febrúar 2019 20:00 „Við spjölluðum bara um hvað hann hafi verið að gera um nóttina og hann sagði mér að hann væri bara ennþá að spila og væri að skemmta sér,“ segir Kristjana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem nú er leitað í Dyflinni. Þau áttu samtal kvöldið áður en hann hvarf. Af samtalinu að dæma benti ekkert til þess að nokkuð bjátaði á. Hann hafi hringt í hana og kannað hvort hún væri ekki tilbúin til að fara upp á flugvöll. Hún kom sjálf til Írlands morguninn eftir. Hún hitti hann stuttlega uppi á hótelherbergi og fór niður á undan honum. Skömmu síðar sést hann yfirgefa hótelið rétt eftir klukkan ellefu um morguninn. Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti. Kristjana segir að hann hafi sagt sér að hann hafi tapað hárri upphæð. Það ætti hinsvegar ekki að hafa verið honum áfall þar sem hann sé reyndur pókerspilari og að því fylgi að tapa stundum. „Þetta hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir okkur,“ segir Kristjana. „Við höfum aldrei neitt verið að fela fyrir hvoru öðru. Þetta er upp og niður. Við spilum bæði og vitum hvernig leikurinn virkar.“Fjöldi veggspjalda sem auglýsa leitina að Jóni Þresti hefur verið hengdur upp í Dyflinni.Mynd/AðsendKristjana segir hann ekki hafa haft neina ástæðu til að láta sig hverfa þar sem hann hafi verið spenntur fyrir framtíðarplönum sínum. Hann hafi meðal annars verið hamingjusamur yfir því að hafa samið við barnsmóður sína um að fá viku á móti viku viðveru með eldri dóttur sinni. Þá hafi hann unnið sér inn réttinn til að keyra sinn eigin leigubíl og þau hafi verið byrjuð að skoða bíla til þess. „Hann var rosalega spenntur fyrir þessu að geta unnið fyrir sjálfan sig.“ Í gærkvöldi var birt nýtt myndefni úr öryggismyndavélum af Jóni Þresti og fjallað um mál hans í sjónvarpi. Fjöldi ábendinga barst lögreglunni ytra í kjölfarið.www.rte.ie/bosco/components/player/iframe.html?clipid=11007015&autostart=false' width='614'> Lögreglan á Íslandi hefur þá veitt Írsku lögreglunni aðstoð sína en málið er á forræði lögreglunnar úti. „Við höfum gert allt það sem við getum til að útvega gögn sem þeir telja nauðsynlegt að hafa við sínar aðgerðir,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum líka verið í nánast daglegum samskiptum við þá síðan að þetta mál kemur upp.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira
„Við spjölluðum bara um hvað hann hafi verið að gera um nóttina og hann sagði mér að hann væri bara ennþá að spila og væri að skemmta sér,“ segir Kristjana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem nú er leitað í Dyflinni. Þau áttu samtal kvöldið áður en hann hvarf. Af samtalinu að dæma benti ekkert til þess að nokkuð bjátaði á. Hann hafi hringt í hana og kannað hvort hún væri ekki tilbúin til að fara upp á flugvöll. Hún kom sjálf til Írlands morguninn eftir. Hún hitti hann stuttlega uppi á hótelherbergi og fór niður á undan honum. Skömmu síðar sést hann yfirgefa hótelið rétt eftir klukkan ellefu um morguninn. Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti. Kristjana segir að hann hafi sagt sér að hann hafi tapað hárri upphæð. Það ætti hinsvegar ekki að hafa verið honum áfall þar sem hann sé reyndur pókerspilari og að því fylgi að tapa stundum. „Þetta hefur aldrei verið neitt vandamál fyrir okkur,“ segir Kristjana. „Við höfum aldrei neitt verið að fela fyrir hvoru öðru. Þetta er upp og niður. Við spilum bæði og vitum hvernig leikurinn virkar.“Fjöldi veggspjalda sem auglýsa leitina að Jóni Þresti hefur verið hengdur upp í Dyflinni.Mynd/AðsendKristjana segir hann ekki hafa haft neina ástæðu til að láta sig hverfa þar sem hann hafi verið spenntur fyrir framtíðarplönum sínum. Hann hafi meðal annars verið hamingjusamur yfir því að hafa samið við barnsmóður sína um að fá viku á móti viku viðveru með eldri dóttur sinni. Þá hafi hann unnið sér inn réttinn til að keyra sinn eigin leigubíl og þau hafi verið byrjuð að skoða bíla til þess. „Hann var rosalega spenntur fyrir þessu að geta unnið fyrir sjálfan sig.“ Í gærkvöldi var birt nýtt myndefni úr öryggismyndavélum af Jóni Þresti og fjallað um mál hans í sjónvarpi. Fjöldi ábendinga barst lögreglunni ytra í kjölfarið.www.rte.ie/bosco/components/player/iframe.html?clipid=11007015&autostart=false' width='614'> Lögreglan á Íslandi hefur þá veitt Írsku lögreglunni aðstoð sína en málið er á forræði lögreglunnar úti. „Við höfum gert allt það sem við getum til að útvega gögn sem þeir telja nauðsynlegt að hafa við sínar aðgerðir,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum líka verið í nánast daglegum samskiptum við þá síðan að þetta mál kemur upp.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00