Um 500 manns hafa greitt atkvæði hjá Eflingu Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2019 12:45 Eflingarbíllinn var á ferðinni í morgun og kom meðal annars við á Sand Hóteli í miðbænum þar sem starfsmönnum bauðst að greiða atkvæði. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. Vonandi takist að semja við þau félög sem nýlega hafi vísað deilum sínum þangað á næstu vikum. Eins og kunnugt er hafa Efling, verkalýðsfélagið á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og Efling hafið atkvæðagreiðslu um fyrstu vinnustöðvunina af mörgum sem félögin hafa sagt að verði boðað til. Sextán félög Starfsgreinasambandsins, Landsamband verslunarmanna og iðnaðarmenn hafa nú öll vísað deilum sínum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að búið sé að sameina viðræður allra viðsemjenda samtakanna á einum stað. „Við höldum áfram viðræðum okkar við samflot iðnaðarmanna, SGS og Landssamband verslunarmanna. Allir þessir aðilar hafa vísað deilunni. Fundir eru fyrirhugaðir í þessari viku með öllum deiluaðilum. Eftir sem áður er markmið okkar óbreytt; að ná kjarasamningi við viðsemjendur okkar.,” segir Halldór Benjamín. Það sé ekki til marks um að illa hafi gengið í viðræðum við þessi félög að þau hafi nú vísað málum til ríkissáttasemjara. Viðræður við þessa aðila hafi á margan hátt gengið betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem boðað hafi aðgerðir. „Gangurinn hefur verið annar og að mörgu leyti betri. Eftir sem áður þurfum við að semja við alla aðila. Hvort sem það eru þessir þrír sem við erum að byrja að ræða við núna á vettvangi ríkissáttasemjara eða þá aðila sem lýst hafa yfir árangurslausum viðræðum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa boðaðri vinnustöðvun og atkvæðagreiðslu Eflingar um hana til félagsdóms. „Við gerum ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á mánudag og málflutningur fari fram fyrir félagsdómi á mánudag. Væntum þess að niðurstöður félagsdóms muni liggja fyrir um miðja næstu viku.”Og þið mynduð helst vilja að það gerðist áður en til aðgerða kemur? „Já, það held ég að sé augljóst,” segir Halldór Benjamín. Á sama tíma segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar að atkvæðagreiðsla um boðun tæplega sólahringsverkfalls ræstingafólks hinn 8. mars gangi vel. „Það er gríðarlegur áhugi og góðar viðtökur hjá félagsmönnum okkar. Nýjustu tölur eru þær að mér skilst að um það bil fimm hundruð séu búin að greiða atkvæði. Skiptist nokkuð jafnt á milli rafrænna og atkvæða á pappír. Við teljum að þetta sé glæsilegur árangur eftir sólarhring af atkvæðagreiðslu,” segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að viðræður við öll félög á almenna vinnumarkaðnum séu nú komnar á vettvang ríkissáttasemjara. Vonandi takist að semja við þau félög sem nýlega hafi vísað deilum sínum þangað á næstu vikum. Eins og kunnugt er hafa Efling, verkalýðsfélagið á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins og Efling hafið atkvæðagreiðslu um fyrstu vinnustöðvunina af mörgum sem félögin hafa sagt að verði boðað til. Sextán félög Starfsgreinasambandsins, Landsamband verslunarmanna og iðnaðarmenn hafa nú öll vísað deilum sínum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir jákvætt að búið sé að sameina viðræður allra viðsemjenda samtakanna á einum stað. „Við höldum áfram viðræðum okkar við samflot iðnaðarmanna, SGS og Landssamband verslunarmanna. Allir þessir aðilar hafa vísað deilunni. Fundir eru fyrirhugaðir í þessari viku með öllum deiluaðilum. Eftir sem áður er markmið okkar óbreytt; að ná kjarasamningi við viðsemjendur okkar.,” segir Halldór Benjamín. Það sé ekki til marks um að illa hafi gengið í viðræðum við þessi félög að þau hafi nú vísað málum til ríkissáttasemjara. Viðræður við þessa aðila hafi á margan hátt gengið betur en við verkalýðsfélögin fjögur sem boðað hafi aðgerðir. „Gangurinn hefur verið annar og að mörgu leyti betri. Eftir sem áður þurfum við að semja við alla aðila. Hvort sem það eru þessir þrír sem við erum að byrja að ræða við núna á vettvangi ríkissáttasemjara eða þá aðila sem lýst hafa yfir árangurslausum viðræðum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa boðaðri vinnustöðvun og atkvæðagreiðslu Eflingar um hana til félagsdóms. „Við gerum ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á mánudag og málflutningur fari fram fyrir félagsdómi á mánudag. Væntum þess að niðurstöður félagsdóms muni liggja fyrir um miðja næstu viku.”Og þið mynduð helst vilja að það gerðist áður en til aðgerða kemur? „Já, það held ég að sé augljóst,” segir Halldór Benjamín. Á sama tíma segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar að atkvæðagreiðsla um boðun tæplega sólahringsverkfalls ræstingafólks hinn 8. mars gangi vel. „Það er gríðarlegur áhugi og góðar viðtökur hjá félagsmönnum okkar. Nýjustu tölur eru þær að mér skilst að um það bil fimm hundruð séu búin að greiða atkvæði. Skiptist nokkuð jafnt á milli rafrænna og atkvæða á pappír. Við teljum að þetta sé glæsilegur árangur eftir sólarhring af atkvæðagreiðslu,” segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00 Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana. 26. febrúar 2019 06:00
Sammála um aðkomu lífeyrissjóðanna að leigumarkaðnum María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að félagið hafi fundað með VR og þar hafi komið í ljós mikill samhljómur um leigumarkaðinn. 26. febrúar 2019 12:00
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00