Það var Anthony Costello, sem er giftur frænku Hollis, sem var fyrstur til að greina frá andláti Hollis á Twitter. „Hvíl í friði, Mark Hollis,“ sagði Costello. Lýsti hann Hollis sem „einstökum eiginmanni og föður“ og „heillandi manni með prinsipp“.
Talk Talk hófu ferilinn sem „new romantics“-sveit árið 1981 og átti smelli á borð við Talk Talk, Today, It‘s My Life, It‘s So Serious, Life‘s What You Make It, Living in Another World og Such a Shame.
Sveitin No Doubt, með Gwen Stefani í fararbroddi, gerði ábreiðu á laginu It‘s My Life árið 2003 og varð lagið mun vinsælli en upprunalega útgáfan.
Vinsælasta breiðskífa Talk Talk var The Colour of Spring frá árinu 1986.