„Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 19:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Aðgerðaráætlun VR var lögð fyrir stjórn og samninganefnd félagsins í dag. Áætlunin var samþykkt einróma og áætlað er að hún verði kynnt næstkomandi föstudag. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðsla meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir munu hefjast í kjölfarið. Þá var einnig samþykkt að þeir félagsmenn sem fara í verkfall verði ekki fyrir tekjutapi á meðan verkfalli stendur heldur fá það að fullu bætt úr verkfallssjóðum félagsins. Fyrirhugaðar aðgerðir beinast að „breiðu bökunu í ferðaþjónustunni“ að sögn Ragnars Þórs sem vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. VR muni funda með trúnaðarmönnum fyrirtækjanna á næstunni til þess að ræða nánara fyrirkomulag og á þriðjudaginn í næstu viku verði boðað til fundar með öllum félagsmönnum VR. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því að félagsmenn okkar, fólkið sem er að vinna þessi störf og eru svo sannarlega breiðu bökin í ferðaþjónustunni, þetta fólk er á launum sem duga ekki til framfærslu, duga ekki fyrir lífskjörum eða til að lifa með mannlegri reisn. Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því, ekki fyrirtækjunum,“ sagði Ragnar Þór aðspurður um hvort hann hefði áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í Speglinum í dag kom fram að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir VR og Eflingar hljóði upp á sex staðbundin verkföll og að hvert verkfall stæði yfir í tvo til fjóra daga. Samtals yrðu verkfallsdagarnir um átján talsins. Gert er ráð fyrir því að fyrsta verkfallið geti hafist um 20. mars og gæti farið svo að þau stæðu fram yfir miðjan apríl náist samningar ekki. Eftir það tæki við ótímabundið verkfall. Heimildir Spegilsins herma að umrædd fyrirtæki séu Grayline og Reykjavík Excursions en fyrirtækin sjá meðal annars um rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Hægt er að horfa á viðtalið við Ragnar Þór hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Aðgerðaráætlun VR var lögð fyrir stjórn og samninganefnd félagsins í dag. Áætlunin var samþykkt einróma og áætlað er að hún verði kynnt næstkomandi föstudag. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðsla meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir munu hefjast í kjölfarið. Þá var einnig samþykkt að þeir félagsmenn sem fara í verkfall verði ekki fyrir tekjutapi á meðan verkfalli stendur heldur fá það að fullu bætt úr verkfallssjóðum félagsins. Fyrirhugaðar aðgerðir beinast að „breiðu bökunu í ferðaþjónustunni“ að sögn Ragnars Þórs sem vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. VR muni funda með trúnaðarmönnum fyrirtækjanna á næstunni til þess að ræða nánara fyrirkomulag og á þriðjudaginn í næstu viku verði boðað til fundar með öllum félagsmönnum VR. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því að félagsmenn okkar, fólkið sem er að vinna þessi störf og eru svo sannarlega breiðu bökin í ferðaþjónustunni, þetta fólk er á launum sem duga ekki til framfærslu, duga ekki fyrir lífskjörum eða til að lifa með mannlegri reisn. Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því, ekki fyrirtækjunum,“ sagði Ragnar Þór aðspurður um hvort hann hefði áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í Speglinum í dag kom fram að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir VR og Eflingar hljóði upp á sex staðbundin verkföll og að hvert verkfall stæði yfir í tvo til fjóra daga. Samtals yrðu verkfallsdagarnir um átján talsins. Gert er ráð fyrir því að fyrsta verkfallið geti hafist um 20. mars og gæti farið svo að þau stæðu fram yfir miðjan apríl náist samningar ekki. Eftir það tæki við ótímabundið verkfall. Heimildir Spegilsins herma að umrædd fyrirtæki séu Grayline og Reykjavík Excursions en fyrirtækin sjá meðal annars um rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Hægt er að horfa á viðtalið við Ragnar Þór hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15