Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 11:07 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. Hefur SA skorað á Eflingu að stöðva atkvæðagreiðsluna nú þegar og verði félagið ekki við þeirri áskorun hyggjast SA höfða dómsmál gegn Eflingu fyrir félagsdómi. Í frétt á vef SA segir að samtökin telji ólöglega staðið að atkvæðagreiðslu um verkfallið þar sem 8000 félagsmönnum sé boðið að taka þátt í að greiða atkvæði en verkfallið sjálft nái aðeins til um 700 félagsmanna Eflingar. „Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er heimilt að láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Samkvæmt fréttum áætlar Efling að verkfallið nái til 700 félagsmanna en félagið hefur hins vegar boðið yfir 8000 félagsmönnum að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallið. SA telja það fyrirkomulag ólögmætt enda mætti með þeim hætti fá verkfall samþykkt jafnvel þótt allir þeir sem vinnustöðvun er ætlað að taka til greiði atkvæði gegn verkfall,“ segir í frétt SA.Segir SA rangtúlka ákvæði í þeim lögum og reglum sem við eiga Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi verið viðbúið að SA myndi bregðast við með þessum hætti. Hann segir áskorunina ekki hafa nein áhrif á framkvæmd kosninganna og segir SA rangtúlka ákvæði í þeim lögum og reglum sem við eiga. „Það er þrennt sem þarna kemur til. Það er í fyrsta lagi lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938, það eru í öðru lagi lög Eflingar og í þriðja lagi reglugerð sem Alþýðusambandið hefur samþykkt og er samkomulag á milli Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og sem ríkissáttasemjari hefur líka fallist á,“ segir Viðar sem kveðst vilja beina því til SA að standa ekki í vegi fyrir því að fólk á vinnumarkaði nýti sér lýðræðislegan rétt sinn til þess að taka ákvarðanir. Eins og áður segir er atkvæðagreiðsla um verkfallið hafin. Verkfallið, ef það verður samþykkt, mun taka til allra þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang herbergja og annarrar gistiaðstöðu á öllum hótelum og gistihúsum í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá. Þá nær félagssvæði Eflingar einnig til Grímsnes- og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Ölfuss auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar að því er segir á vef Eflingar. Atkvæðagreiðslan er leynileg og rafræn en einnig er á ferðinni bíll frá Eflingu sem keyrir á milli vinnustaða og safnar atkvæðum. Á kjörskrá eru þeir félagsmenn Eflingar sem vinna samkvæmt Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi sem rann út þann 31.desember 2018. Viðar segir að meirihluta greiddra atkvæða þurfi til að boðun verkfallsins teljist samþykkt.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Eflingar og nánari upplýsingum um boðun verkfallsins. Kjaramál Tengdar fréttir Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana. 22. febrúar 2019 13:47 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Ekki einsdæmi að félög deili sjóðum í verkfallsaðgerðum Sú hugmynd samflotsstéttarfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði við hugsanlegar verkfallsaðgerðir er ekki einsdæmi. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir þetta hafa verið gert áður, síðast í aðgerðum í álverinu í Straumsvík. VR og Efling leggja til um sjö milljarða sjóði. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. Hefur SA skorað á Eflingu að stöðva atkvæðagreiðsluna nú þegar og verði félagið ekki við þeirri áskorun hyggjast SA höfða dómsmál gegn Eflingu fyrir félagsdómi. Í frétt á vef SA segir að samtökin telji ólöglega staðið að atkvæðagreiðslu um verkfallið þar sem 8000 félagsmönnum sé boðið að taka þátt í að greiða atkvæði en verkfallið sjálft nái aðeins til um 700 félagsmanna Eflingar. „Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er heimilt að láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Samkvæmt fréttum áætlar Efling að verkfallið nái til 700 félagsmanna en félagið hefur hins vegar boðið yfir 8000 félagsmönnum að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallið. SA telja það fyrirkomulag ólögmætt enda mætti með þeim hætti fá verkfall samþykkt jafnvel þótt allir þeir sem vinnustöðvun er ætlað að taka til greiði atkvæði gegn verkfall,“ segir í frétt SA.Segir SA rangtúlka ákvæði í þeim lögum og reglum sem við eiga Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi verið viðbúið að SA myndi bregðast við með þessum hætti. Hann segir áskorunina ekki hafa nein áhrif á framkvæmd kosninganna og segir SA rangtúlka ákvæði í þeim lögum og reglum sem við eiga. „Það er þrennt sem þarna kemur til. Það er í fyrsta lagi lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938, það eru í öðru lagi lög Eflingar og í þriðja lagi reglugerð sem Alþýðusambandið hefur samþykkt og er samkomulag á milli Samtaka atvinnulífsins, ASÍ og sem ríkissáttasemjari hefur líka fallist á,“ segir Viðar sem kveðst vilja beina því til SA að standa ekki í vegi fyrir því að fólk á vinnumarkaði nýti sér lýðræðislegan rétt sinn til þess að taka ákvarðanir. Eins og áður segir er atkvæðagreiðsla um verkfallið hafin. Verkfallið, ef það verður samþykkt, mun taka til allra þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang herbergja og annarrar gistiaðstöðu á öllum hótelum og gistihúsum í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá. Þá nær félagssvæði Eflingar einnig til Grímsnes- og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Ölfuss auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar að því er segir á vef Eflingar. Atkvæðagreiðslan er leynileg og rafræn en einnig er á ferðinni bíll frá Eflingu sem keyrir á milli vinnustaða og safnar atkvæðum. Á kjörskrá eru þeir félagsmenn Eflingar sem vinna samkvæmt Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi sem rann út þann 31.desember 2018. Viðar segir að meirihluta greiddra atkvæða þurfi til að boðun verkfallsins teljist samþykkt.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Eflingar og nánari upplýsingum um boðun verkfallsins.
Kjaramál Tengdar fréttir Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana. 22. febrúar 2019 13:47 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Ekki einsdæmi að félög deili sjóðum í verkfallsaðgerðum Sú hugmynd samflotsstéttarfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði við hugsanlegar verkfallsaðgerðir er ekki einsdæmi. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir þetta hafa verið gert áður, síðast í aðgerðum í álverinu í Straumsvík. VR og Efling leggja til um sjö milljarða sjóði. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana. 22. febrúar 2019 13:47
Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51
Ekki einsdæmi að félög deili sjóðum í verkfallsaðgerðum Sú hugmynd samflotsstéttarfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði við hugsanlegar verkfallsaðgerðir er ekki einsdæmi. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir þetta hafa verið gert áður, síðast í aðgerðum í álverinu í Straumsvík. VR og Efling leggja til um sjö milljarða sjóði. 25. febrúar 2019 07:30