Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2019 16:02 Ragnar Þór vísar ummælum fjármálaráðherra á bug. Vísir/Vilhelm/Samsett Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélagsins komi til með að beinast gegn „hinum breiðu bökum ferðaþjónustunnar,“ það er, stórum fyrirtækjum á sviði þjónustu við erlenda ferðamenn á Íslandi. Hann segir að atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar innan raða þeirra félagsmanna VR sem aðgerðirnar ná til muni hefjast á föstudag. „Við erum búin að funda alla helgina og skipuleggja aðgerðarplan. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni. Við munum kynna það aðgerðaplan í lok vikunnar, á föstudaginn næsta. Kosningar á meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir munu hefjast þann dag.“ Þá mun atkvæðagreiðsla meðal ræstingafólks og starfsmanna veitingahúsa og hótela innan Eflingar hefjast á morgun. Því er ljóst að komi til verkfallsaðgerða hjá stéttarfélögunum er ferðaþjónustan fyrsta skotmark þeirra í kjarabaráttunni.Hvetur fjármálaráðherra til að kynna sér kröfugerðir stéttarfélaganna Aðspurður út í ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að aðilar kjarasamningaviðræðna virðist sjálfir ekki vissir um hvað verið sé að ræða, auk þess sem hann furðaði sig á því hve langan tíma viðræðurnar hafa tekið, vísaði Ragnar þeim orðum ráðherrans alfarið á bug.Sjá einnig: „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“„Ég hvet hann til að lesa kröfugerðir félaganna. Þær eru alveg skýrar og það liggur alveg fyrir hverjar þær eru. Okkar nálgun á viðræðurnar hafa verið með mjög ábyrgum hætti. Þær hafa verið mjög ljósar og skýrar okkar kröfur. Hins vegar hefur þetta kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með þær út og suður og vilja túlka þær eða rangtúlka þær eins og hugsast getur. Ég hafna því alfarið að við séum að misskilja eitt eða neitt.“ Þá vísar Ragnar ummælum Bjarna um að átök á atvinnumarkaði hafi verið sjálfstætt markmið stéttarfélaganna einnig á bug „Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum, góðum kjarasamningum og það er enn þá okkar skýra markmið. Við erum alltaf tilbúin til þess að setjast niður og ræða málin en þegar lokatilboð okkar viðsemjenda er kaupmáttarrýrnun handa okkar félögum eftir allt sem hefur á undan gengið í okkar samfélagi þar sem efsta lagið hefur mokað nánast óheflað til sín því sem að það telur vera til skiptanna í íslensku samfélagi þá hljóta allir að sjá það að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna,“ sagði Ragnar og bætti því við að mikill samningsvilji væri innan raða VR og sagði hann að svo yrði áfram. Kjaramál Tengdar fréttir SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Segir kröfur gagnvart stjórnvöldum ekki koma samningaviðræðunum við Formaður Eflingar segir framkvæmdastjóra SA eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá ófrávíkjanlegum kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. 21. febrúar 2019 16:38 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélagsins komi til með að beinast gegn „hinum breiðu bökum ferðaþjónustunnar,“ það er, stórum fyrirtækjum á sviði þjónustu við erlenda ferðamenn á Íslandi. Hann segir að atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar innan raða þeirra félagsmanna VR sem aðgerðirnar ná til muni hefjast á föstudag. „Við erum búin að funda alla helgina og skipuleggja aðgerðarplan. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni. Við munum kynna það aðgerðaplan í lok vikunnar, á föstudaginn næsta. Kosningar á meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir munu hefjast þann dag.“ Þá mun atkvæðagreiðsla meðal ræstingafólks og starfsmanna veitingahúsa og hótela innan Eflingar hefjast á morgun. Því er ljóst að komi til verkfallsaðgerða hjá stéttarfélögunum er ferðaþjónustan fyrsta skotmark þeirra í kjarabaráttunni.Hvetur fjármálaráðherra til að kynna sér kröfugerðir stéttarfélaganna Aðspurður út í ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að aðilar kjarasamningaviðræðna virðist sjálfir ekki vissir um hvað verið sé að ræða, auk þess sem hann furðaði sig á því hve langan tíma viðræðurnar hafa tekið, vísaði Ragnar þeim orðum ráðherrans alfarið á bug.Sjá einnig: „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“„Ég hvet hann til að lesa kröfugerðir félaganna. Þær eru alveg skýrar og það liggur alveg fyrir hverjar þær eru. Okkar nálgun á viðræðurnar hafa verið með mjög ábyrgum hætti. Þær hafa verið mjög ljósar og skýrar okkar kröfur. Hins vegar hefur þetta kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með þær út og suður og vilja túlka þær eða rangtúlka þær eins og hugsast getur. Ég hafna því alfarið að við séum að misskilja eitt eða neitt.“ Þá vísar Ragnar ummælum Bjarna um að átök á atvinnumarkaði hafi verið sjálfstætt markmið stéttarfélaganna einnig á bug „Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum, góðum kjarasamningum og það er enn þá okkar skýra markmið. Við erum alltaf tilbúin til þess að setjast niður og ræða málin en þegar lokatilboð okkar viðsemjenda er kaupmáttarrýrnun handa okkar félögum eftir allt sem hefur á undan gengið í okkar samfélagi þar sem efsta lagið hefur mokað nánast óheflað til sín því sem að það telur vera til skiptanna í íslensku samfélagi þá hljóta allir að sjá það að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna,“ sagði Ragnar og bætti því við að mikill samningsvilji væri innan raða VR og sagði hann að svo yrði áfram.
Kjaramál Tengdar fréttir SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Segir kröfur gagnvart stjórnvöldum ekki koma samningaviðræðunum við Formaður Eflingar segir framkvæmdastjóra SA eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá ófrávíkjanlegum kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. 21. febrúar 2019 16:38 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Segir kröfur gagnvart stjórnvöldum ekki koma samningaviðræðunum við Formaður Eflingar segir framkvæmdastjóra SA eitthvað hafa misskilið hlutina ef hann telji að það hafi komið fram á fundinum að félögin fjögur hafi fallið frá ófrávíkjanlegum kröfum sínum gagnvart stjórnvöldum. 21. febrúar 2019 16:38
„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45