Talinn hafa látist eftir að hafa tekið inn heilaörvandi efni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 15:18 Lyfjastofnun og MAST vara við notkun efnisins tianeptine. fréttablaðið/gva Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine. Í tilkynningu MAST vegna málsins segir að efnin séu algeng í netsölu erlendis frá. Í sumum tilfellum megi finna í þeim lyfjavirk efni sem geti verið hættuleg heilsu ef þau eru notuð án samráðs við lækni. „Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Efnið tianeptine sulphate fannst í fórum einstaklingsins og telja læknar að það kunni að hafa valdið dauða hans. Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um atvikið. Ekki er að fullu ljóst hvort efnið sem einstaklingurinn tók og innihélt tianeptine hafi verið flutt inn sem lyf eða fæðubótarefni. Eins er óljóst hvort viðkomandi hafi flutt inn efnið sjálfur og hve lengi hann hafi notað það. Tianeptine er lyf notað við þunglyndi. Tianeptine er ekki með markaðsleyfi á Íslandi og því engin lyf til sölu á Íslandi sem innihalda efnið. Það er hins vegar með markaðsleyfi sums staðar í Evrópu, Asíu og Suður Ameríku,“ segir í tilkynningu MAST. Þar kemur jafnframt fram að tianeptine er yfirleitt ekki selt sem lyf heldur markaðssett fæðubótarefni. „Efnið virðist einnig vera markaðssett án skilgreiningar á því hvort um lyf eða fæðubótarefni sé að ræða. Rétt er að benda á að ólíkar reglur er að finna í mismunandi ríkjum um hvort efni séu skilgreind sem fæðubótarefni eða lyf. Ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna eins og gerist með lyf. Því skal ávallt gæta varúðar við kaup og notkun slíkra efna, einkum ef þau eru keypt erlendis eða í gegnum erlendar vefverslanir. Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við notkun á vörum sem innihalda tianeptine, sérstaklega ef efnið er ekki notað í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað, þ.e. sem lyf við þunglyndi í skömmtum skv. læknisráði. Röng inntaka lyfja getur valdið aukaverkunum og í versta falli dauða. Því er mikilvægt að hafa ávallt samráð við lækni áður en lyfseðilsskyld lyf eru notuð og fylgja leiðbeiningum sem fylgja lausasölulyfjum. Matvælastofnun sinnir innflutningseftirliti með fæðubótarefnum og hefur stöðvað innflutning fjölda efna sem markaðssett eru undir heitinu Nootropics og innihalda efnið tianeptine. Nootropics eru fjölbreyttur flokkur efna með mismunandi efnainnihald. Innflutningur þeirra sem fæðubótarefni er óheimill ef þau innihalda lyfjavirk efni,“ segir í tilkynningu MAST. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine. Í tilkynningu MAST vegna málsins segir að efnin séu algeng í netsölu erlendis frá. Í sumum tilfellum megi finna í þeim lyfjavirk efni sem geti verið hættuleg heilsu ef þau eru notuð án samráðs við lækni. „Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Efnið tianeptine sulphate fannst í fórum einstaklingsins og telja læknar að það kunni að hafa valdið dauða hans. Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um atvikið. Ekki er að fullu ljóst hvort efnið sem einstaklingurinn tók og innihélt tianeptine hafi verið flutt inn sem lyf eða fæðubótarefni. Eins er óljóst hvort viðkomandi hafi flutt inn efnið sjálfur og hve lengi hann hafi notað það. Tianeptine er lyf notað við þunglyndi. Tianeptine er ekki með markaðsleyfi á Íslandi og því engin lyf til sölu á Íslandi sem innihalda efnið. Það er hins vegar með markaðsleyfi sums staðar í Evrópu, Asíu og Suður Ameríku,“ segir í tilkynningu MAST. Þar kemur jafnframt fram að tianeptine er yfirleitt ekki selt sem lyf heldur markaðssett fæðubótarefni. „Efnið virðist einnig vera markaðssett án skilgreiningar á því hvort um lyf eða fæðubótarefni sé að ræða. Rétt er að benda á að ólíkar reglur er að finna í mismunandi ríkjum um hvort efni séu skilgreind sem fæðubótarefni eða lyf. Ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna eins og gerist með lyf. Því skal ávallt gæta varúðar við kaup og notkun slíkra efna, einkum ef þau eru keypt erlendis eða í gegnum erlendar vefverslanir. Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við notkun á vörum sem innihalda tianeptine, sérstaklega ef efnið er ekki notað í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað, þ.e. sem lyf við þunglyndi í skömmtum skv. læknisráði. Röng inntaka lyfja getur valdið aukaverkunum og í versta falli dauða. Því er mikilvægt að hafa ávallt samráð við lækni áður en lyfseðilsskyld lyf eru notuð og fylgja leiðbeiningum sem fylgja lausasölulyfjum. Matvælastofnun sinnir innflutningseftirliti með fæðubótarefnum og hefur stöðvað innflutning fjölda efna sem markaðssett eru undir heitinu Nootropics og innihalda efnið tianeptine. Nootropics eru fjölbreyttur flokkur efna með mismunandi efnainnihald. Innflutningur þeirra sem fæðubótarefni er óheimill ef þau innihalda lyfjavirk efni,“ segir í tilkynningu MAST.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira