Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 13:47 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfunda Fréttablaðsins hafa farið offari í árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana, líkt og komið hefur fram í máli framkvæmdastjóra SA og í frétt Fréttablaðsins í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA en í útreikningunum er miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma. Þá kom fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Kröfurnar hóflegri en hækkun toppanna Í tilkynningu frá Eflingu segir að Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfundar Fréttablaðsins hafi farið offari um hríð í „árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar“. Talað sé um 60% til 85% hækkun launa hjá „fyrirtækjum í landinu“ og kennt við „sturlun“ og önnur álíka einkenni. „Allt er þetta fjarri lagi. Kröfurnar eru mun nær því að vera hóflegar og ábyrgar en hækkun bankastjóralauna og toppanna í samfélaginu á síðustu árum,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þá eru kröfur Eflingar og Starfsgreinasambandsins útlistaðar í tilkynningunni. Þær snúist um flata krónutöluhækkun ofan á greidd grunnlaun, meðal annars lágmarkslaunatrygginguna sem er nú 300.000 kr. á mánuði. Vísað er í nánari útlistun á kröfugerð Starfsgreinasambandsins á vef Eflingar en þar kemur fram að mesta flata hækkunin sem farið er fram á sé 13,9% á ári. „Vegna þess að launahækkanir við flata krónutöluhækkun eru fallandi í prósentum þá verður hækkun meðallauna 6,5% og hækkun heildarlauna að öðru óbreyttu 5,4% á ári – og þrisvar sinnum það á þremur árum,“ segir á vef Eflingar.Töflu með kröfugerð Eflingar og Starfsgreinasambandsins má sjá hér að neðan.„Það þýðir að meðalhækkun launa yfir línuna í atvinnulífinu er mun minni að meðaltali en hækkun lægstu launa. Prósentuhækkun launa verður fallandi þegar sama krónutala kemur ofan á hærri laun," segir í tilkynningu Eflingar.Segir ritstjóra Markaðarins aðhyllast öfgaskoðanir í efnahagsmálum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er jafnframt harðorð í garð Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins og leiðarahöfundar í Fréttablaðinu, og gagnrýnir fréttaflutning blaðsins í morgun. „Öfgaskoðanir þær sem Hörður Ægisson aðhyllist þegar kemur að efnahagsmálum eru ekki lengur bundnar við leiðara eða skrif í Markaðinn. Nú er forsíða Fréttablaðsins undirlögð af þessari yfirgengilegu vitleysu. Það er ekki annað hægt en að hrista hausinn,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu. „Einhver örvænting hefur gripið um sig í hópi þeirra sem aðhyllast ofræði íslensku auðstéttarinnar. Þessi örvænting hefur drifið málflutning þeirra langt út fyrir öll siðferðismörk. Lágmarkskröfur um leiðréttingu launa eru kallaðar sturlun á meðan við eigum að trúa því að launahækkanir bankastjóra séu náttúrulögmál. Það er greinilegt að það fjarar stöðugt undan trúverðugleika þeirra, og þau finna það. Þau voru búin að telja sjálfum sér trú um að verka- og láglaunafólk á Íslandi væri búið að sætta sig við hlutskipti sitt, og þau einfaldlega sturlast þegar við segjum nei. Það er náttúrulega ótrúleg kaldhæðni fólgin í því að þegar það gerist, þá saka þau okkur um sturlun.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tók í sama streng og Sólveig Anna í færslu á Facebook í dag. Hann sagði að fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins um að kröfur félagsins hljóði upp á 60 til 85 prósent launahækkanir á samningstímabilinu opinberuðu „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar og að um „fjarstæðukenndan áróður“ væri að ræða. Kjaramál Tengdar fréttir Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfunda Fréttablaðsins hafa farið offari í árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana, líkt og komið hefur fram í máli framkvæmdastjóra SA og í frétt Fréttablaðsins í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA en í útreikningunum er miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma. Þá kom fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Kröfurnar hóflegri en hækkun toppanna Í tilkynningu frá Eflingu segir að Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfundar Fréttablaðsins hafi farið offari um hríð í „árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar“. Talað sé um 60% til 85% hækkun launa hjá „fyrirtækjum í landinu“ og kennt við „sturlun“ og önnur álíka einkenni. „Allt er þetta fjarri lagi. Kröfurnar eru mun nær því að vera hóflegar og ábyrgar en hækkun bankastjóralauna og toppanna í samfélaginu á síðustu árum,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þá eru kröfur Eflingar og Starfsgreinasambandsins útlistaðar í tilkynningunni. Þær snúist um flata krónutöluhækkun ofan á greidd grunnlaun, meðal annars lágmarkslaunatrygginguna sem er nú 300.000 kr. á mánuði. Vísað er í nánari útlistun á kröfugerð Starfsgreinasambandsins á vef Eflingar en þar kemur fram að mesta flata hækkunin sem farið er fram á sé 13,9% á ári. „Vegna þess að launahækkanir við flata krónutöluhækkun eru fallandi í prósentum þá verður hækkun meðallauna 6,5% og hækkun heildarlauna að öðru óbreyttu 5,4% á ári – og þrisvar sinnum það á þremur árum,“ segir á vef Eflingar.Töflu með kröfugerð Eflingar og Starfsgreinasambandsins má sjá hér að neðan.„Það þýðir að meðalhækkun launa yfir línuna í atvinnulífinu er mun minni að meðaltali en hækkun lægstu launa. Prósentuhækkun launa verður fallandi þegar sama krónutala kemur ofan á hærri laun," segir í tilkynningu Eflingar.Segir ritstjóra Markaðarins aðhyllast öfgaskoðanir í efnahagsmálum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er jafnframt harðorð í garð Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins og leiðarahöfundar í Fréttablaðinu, og gagnrýnir fréttaflutning blaðsins í morgun. „Öfgaskoðanir þær sem Hörður Ægisson aðhyllist þegar kemur að efnahagsmálum eru ekki lengur bundnar við leiðara eða skrif í Markaðinn. Nú er forsíða Fréttablaðsins undirlögð af þessari yfirgengilegu vitleysu. Það er ekki annað hægt en að hrista hausinn,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu. „Einhver örvænting hefur gripið um sig í hópi þeirra sem aðhyllast ofræði íslensku auðstéttarinnar. Þessi örvænting hefur drifið málflutning þeirra langt út fyrir öll siðferðismörk. Lágmarkskröfur um leiðréttingu launa eru kallaðar sturlun á meðan við eigum að trúa því að launahækkanir bankastjóra séu náttúrulögmál. Það er greinilegt að það fjarar stöðugt undan trúverðugleika þeirra, og þau finna það. Þau voru búin að telja sjálfum sér trú um að verka- og láglaunafólk á Íslandi væri búið að sætta sig við hlutskipti sitt, og þau einfaldlega sturlast þegar við segjum nei. Það er náttúrulega ótrúleg kaldhæðni fólgin í því að þegar það gerist, þá saka þau okkur um sturlun.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tók í sama streng og Sólveig Anna í færslu á Facebook í dag. Hann sagði að fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins um að kröfur félagsins hljóði upp á 60 til 85 prósent launahækkanir á samningstímabilinu opinberuðu „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar og að um „fjarstæðukenndan áróður“ væri að ræða.
Kjaramál Tengdar fréttir Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00
Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent