„Ekkert fyrirtæki í neinu landi“ gæti staðið undir kröfum verkalýðsforystunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 12:55 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir skýrt að verkalýðsforystan ætli að valda sem mestu tjóni til að ná fram kröfum sínum. Þá séu verkföll sem leiðtogar verkalýðsfélaganna boði „ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir.“ Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Í Fréttablaðinu í dag var svo svo fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA.Ferðaþjónustan „fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar“ „Fréttir gærdagsins um viðræðuslit og verkfallsboðanir eru dapurlegar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðfélagið allt. Það er mikill ábyrgðarhluti að standa fyrir verkföllum og lama atvinnustarfsemi í landinu um lengri eða skemmri tíma. Fyrirætlanir verkalýðsforystunnar eru skýrar - hún ætlar að valda sem mestu tjóni til að ná fram sínum kröfum. Kröfum sem eru þess eðlis að ekkert fyrirtæki í neinu landi kæmist nálægt því að geta staðið undir þeim,“ segir Bjarnheiður í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Þá segir Bjarnheiður að verkföll myndu valda óheyrilegum skaða fyrir þjóðarbúið allt, orðspor og ímynd landsins. „Það má ekki gleymast að 86,3% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil - oft rekin af einstaklingum eða fjölskyldum. Fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar er einmitt ferðaþjónusta. Enda hægt að valda þar miklum skaða á skömmum tíma. Ekki bara þeim óheyrilega skaða fyrir allt þjóðarbúið, meðan á aðgerðum stendur - heldur valda þær tjóni á orðspori og ímynd landsins sem ferðamannalands. Geta þar með haft áhrif á bókanir ferðamanna inn í framtíðina,“ segir Bjarnheiður. „Verkföll eru ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir um 1,4 milljörðum að meðaltali dag hvern. Hún er ein stærsta undirstaða íslensks efnahagslífs. Að stofna henni í hættu í einhverjum veruleikafirrtum leikfléttum er dauðans alvara - sem á endanum bitnar á öllum.“ Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær endurspeglaði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þetta viðhorf Bjarnheiðar. Hann sagði rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja í járnum og að einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðunum. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir skýrt að verkalýðsforystan ætli að valda sem mestu tjóni til að ná fram kröfum sínum. Þá séu verkföll sem leiðtogar verkalýðsfélaganna boði „ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir.“ Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Í Fréttablaðinu í dag var svo svo fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA.Ferðaþjónustan „fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar“ „Fréttir gærdagsins um viðræðuslit og verkfallsboðanir eru dapurlegar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðfélagið allt. Það er mikill ábyrgðarhluti að standa fyrir verkföllum og lama atvinnustarfsemi í landinu um lengri eða skemmri tíma. Fyrirætlanir verkalýðsforystunnar eru skýrar - hún ætlar að valda sem mestu tjóni til að ná fram sínum kröfum. Kröfum sem eru þess eðlis að ekkert fyrirtæki í neinu landi kæmist nálægt því að geta staðið undir þeim,“ segir Bjarnheiður í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Þá segir Bjarnheiður að verkföll myndu valda óheyrilegum skaða fyrir þjóðarbúið allt, orðspor og ímynd landsins. „Það má ekki gleymast að 86,3% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil - oft rekin af einstaklingum eða fjölskyldum. Fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar er einmitt ferðaþjónusta. Enda hægt að valda þar miklum skaða á skömmum tíma. Ekki bara þeim óheyrilega skaða fyrir allt þjóðarbúið, meðan á aðgerðum stendur - heldur valda þær tjóni á orðspori og ímynd landsins sem ferðamannalands. Geta þar með haft áhrif á bókanir ferðamanna inn í framtíðina,“ segir Bjarnheiður. „Verkföll eru ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir um 1,4 milljörðum að meðaltali dag hvern. Hún er ein stærsta undirstaða íslensks efnahagslífs. Að stofna henni í hættu í einhverjum veruleikafirrtum leikfléttum er dauðans alvara - sem á endanum bitnar á öllum.“ Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær endurspeglaði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þetta viðhorf Bjarnheiðar. Hann sagði rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja í járnum og að einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðunum.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00