Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2019 11:20 Vigdís ætlar að kæra frávísun sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins. Vísir/vilhelm Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. Vigdís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist ætla að kæra niðurstöðu sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins. Kæra Vigdísar kom til eftir að Persónuvernd úrskurðaði að ekki hefði verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Telur Vigdís þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar og kærði þær því til sýslumanns sem nú hefur vísað málinu frá. „Hann bendir mér einnig á það hvaða leiðir eru færar fyrir mig næst,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. „Ég get kært málið til dómsmálaráðuneytisins og ég hef þegar tekið ákvörðun um að gera það. Ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands.“ Hún telur að málið geti verið fordæmisgefandi og geti leitt til breytingar á kosningalöggjöfinni sem hún telur gallaða en kærufrestur vegna kosninga er einungis sjö dagar. Kæra hennar barst sýslumanni mörgum mánuðum eftir kærufrestinn. „Ég gæti alveg trúað því að þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi með þeim hætti að kosningalögum verði breytt á þann hátt að ef upp kemur kosningasvindl verði rýmri tími til að kæra kosningarnar.“ Hún útilokar ekki að leita utan landsteinanna ef ekkert kemur úr kærunni til dómsmálaráðuneytisins. Það er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem fer með kosningaeftirlit. Stofnunin hefur þegar sagt að hún muni ekki fjalla um málið. „þó að það hafi komið fram hjá einhverjum blaðafulltrúa þarna að þau munu ekki gefa út nein álit í málinu þá verð ég náttúrulega að láta reyna á það og jafnframt lýsa þann aðila sem fer fyrir því eftirliti vanhæfan þar sem að hann er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og tilheyrir Samfylkingunni,“ segir Vigdís og á þar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri lýðræðis og mannréttindastofnunar ÖSE. Vigdís ræddi um kæruna í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í liðinni viku og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð 12:00 Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. Vigdís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist ætla að kæra niðurstöðu sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins. Kæra Vigdísar kom til eftir að Persónuvernd úrskurðaði að ekki hefði verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Telur Vigdís þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar og kærði þær því til sýslumanns sem nú hefur vísað málinu frá. „Hann bendir mér einnig á það hvaða leiðir eru færar fyrir mig næst,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. „Ég get kært málið til dómsmálaráðuneytisins og ég hef þegar tekið ákvörðun um að gera það. Ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands.“ Hún telur að málið geti verið fordæmisgefandi og geti leitt til breytingar á kosningalöggjöfinni sem hún telur gallaða en kærufrestur vegna kosninga er einungis sjö dagar. Kæra hennar barst sýslumanni mörgum mánuðum eftir kærufrestinn. „Ég gæti alveg trúað því að þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi með þeim hætti að kosningalögum verði breytt á þann hátt að ef upp kemur kosningasvindl verði rýmri tími til að kæra kosningarnar.“ Hún útilokar ekki að leita utan landsteinanna ef ekkert kemur úr kærunni til dómsmálaráðuneytisins. Það er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem fer með kosningaeftirlit. Stofnunin hefur þegar sagt að hún muni ekki fjalla um málið. „þó að það hafi komið fram hjá einhverjum blaðafulltrúa þarna að þau munu ekki gefa út nein álit í málinu þá verð ég náttúrulega að láta reyna á það og jafnframt lýsa þann aðila sem fer fyrir því eftirliti vanhæfan þar sem að hann er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og tilheyrir Samfylkingunni,“ segir Vigdís og á þar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri lýðræðis og mannréttindastofnunar ÖSE. Vigdís ræddi um kæruna í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í liðinni viku og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð 12:00
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda