Fyrsta tunglfar Ísraelsmanna farið af stað Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 10:30 Vísir/SpaceX Ísraelsmenn hafa sent sitt fyrsta geimfar til tunglsins. Því var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída á nótt með notaðri eldflaug SpaceX. Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila. Í þessu tilfelli sjálfseignarstofnuninni SpaceIL. Takist ætlunarverkið verður Ísrael, rúmlega átta milljóna manna land, það fjórða í sögunni til að koma geimfari til tunglsins. Aðeins Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Rússum hefur tekist slíkt áður. Geimfarið, sem er á stærð við þvottavél og tæp sex hundruð kíló, er kallað Beresheet, og er því ætlað að safna ýmsum upplýsingum um tunglið. Fyrri tunglferðir hafa aðeins tekið nokkra daga en í þetta skipti er Beresheet skotið á sporbaug um jörðu en mun síðan safna hraða og stækka sporbauginn næstu vikurnar uns þyngdarafl tunglsins nær tökum á því. Tunglfarið hefði þó ekki komist af yfirborði jarðarinnar ef það hefði ekki fengið far með eldflauginni sem skotið var á loft í nótt en henni var sérstaklega skotið til að koma indónesískum samskiptahnetti á braut um jörðu. SpaceIL hefði ekki átt efni á því að koma Beresheet út í geim án þess að deila kostnaði með öðrum aðila.Hér má sjá hvernig ferðaleg Beresheet til tungslins verður.Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins.Sjá einnig: Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsinsEftir að Falcon 9 eldflaug SpaceX hafði komið geimfarinu og indverskum samskiptahnetti á sporbraut um jörðu lenti eldflaugin á drónaskipinu „Of Course I Still Love You“ sem var statt undan ströndum Flórída. Þetta var í þriðja sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim og í þriðja sinn sem hún lendir aftur á jörðinni. Þá er þetta önnur eldflaug SpaceX sem skotið er á loft þrisvar sinnum.Hér má sjá tímaáætlun Beresheet.Vísir/SpaceILÞegar Beresheet nálgast tunglið verður því miðað til lendingar á svæði sem kallast Mare Serenitatis eða „Sea of Tranquility“. Heppnist lendingin mun geimfarið þó eingöngu vera starfhæft í um tvo daga. Á þeim tíma mun geimfarið mæla segulsvið tunglsins og taka myndir af yfirborði þess auk sjálfsmynda. Beresheet verður þó ekki alfarið gagnslaust eftir að það verður rafmagnslaust, því Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði samkomulag við SpacIL um að koma fyrir sérstökum samskiptabúnaði á geimfarinu, sem þarfnast ekki rafmagns. Með því verður hægt að varpa útsendingum úr geimnum af Beresheet og til jarðarinnar.Samkvæmt Space.com hefur einnig verið komið fyrir rafrænum gögnum um uppruna geimfarsins og margt fleira. Farið inniheldur í raun fjölda skjala, laga, mynda og bóka. Þar er einnig þrjár myntir sem búið er að skrifa alla hebresku biblíuna á. Geimurinn Ísrael Tækni Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Ísraelsmenn hafa sent sitt fyrsta geimfar til tunglsins. Því var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída á nótt með notaðri eldflaug SpaceX. Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila. Í þessu tilfelli sjálfseignarstofnuninni SpaceIL. Takist ætlunarverkið verður Ísrael, rúmlega átta milljóna manna land, það fjórða í sögunni til að koma geimfari til tunglsins. Aðeins Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Rússum hefur tekist slíkt áður. Geimfarið, sem er á stærð við þvottavél og tæp sex hundruð kíló, er kallað Beresheet, og er því ætlað að safna ýmsum upplýsingum um tunglið. Fyrri tunglferðir hafa aðeins tekið nokkra daga en í þetta skipti er Beresheet skotið á sporbaug um jörðu en mun síðan safna hraða og stækka sporbauginn næstu vikurnar uns þyngdarafl tunglsins nær tökum á því. Tunglfarið hefði þó ekki komist af yfirborði jarðarinnar ef það hefði ekki fengið far með eldflauginni sem skotið var á loft í nótt en henni var sérstaklega skotið til að koma indónesískum samskiptahnetti á braut um jörðu. SpaceIL hefði ekki átt efni á því að koma Beresheet út í geim án þess að deila kostnaði með öðrum aðila.Hér má sjá hvernig ferðaleg Beresheet til tungslins verður.Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins.Sjá einnig: Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsinsEftir að Falcon 9 eldflaug SpaceX hafði komið geimfarinu og indverskum samskiptahnetti á sporbraut um jörðu lenti eldflaugin á drónaskipinu „Of Course I Still Love You“ sem var statt undan ströndum Flórída. Þetta var í þriðja sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim og í þriðja sinn sem hún lendir aftur á jörðinni. Þá er þetta önnur eldflaug SpaceX sem skotið er á loft þrisvar sinnum.Hér má sjá tímaáætlun Beresheet.Vísir/SpaceILÞegar Beresheet nálgast tunglið verður því miðað til lendingar á svæði sem kallast Mare Serenitatis eða „Sea of Tranquility“. Heppnist lendingin mun geimfarið þó eingöngu vera starfhæft í um tvo daga. Á þeim tíma mun geimfarið mæla segulsvið tunglsins og taka myndir af yfirborði þess auk sjálfsmynda. Beresheet verður þó ekki alfarið gagnslaust eftir að það verður rafmagnslaust, því Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði samkomulag við SpacIL um að koma fyrir sérstökum samskiptabúnaði á geimfarinu, sem þarfnast ekki rafmagns. Með því verður hægt að varpa útsendingum úr geimnum af Beresheet og til jarðarinnar.Samkvæmt Space.com hefur einnig verið komið fyrir rafrænum gögnum um uppruna geimfarsins og margt fleira. Farið inniheldur í raun fjölda skjala, laga, mynda og bóka. Þar er einnig þrjár myntir sem búið er að skrifa alla hebresku biblíuna á.
Geimurinn Ísrael Tækni Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira