Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 08:34 Roger Stone fyrir utan dómshúsið í gær. AP/Jacquelyn Martin Roger Stone, sem er ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. Alríkisdómari gaf út þessa skipun í gærkvöldi eftir að Stone hafði birt mynd af henni á Instagram þar sem búið var að setja skotmark á myndina. Dómarinn Amy Berman Jackson gerði Stone ljóst að ef hann myndi tjá sig um málið myndi hann fara í fangelsi. Hún sagði einnig að ummæli Stone gætu ógnað fólki sem kæmi að málinu. „Í dag gaf ég þér annað tækifæri. Þetta er ekki hafnabolti. Þá færð ekki þriðja tækifærið,“ er haft eftir Jackson á vef NBC News. Þá sagði hún að afsökunarbeiðni Stone hefði ekki verið einlæg.Áður en hún kvað upp úrskurð sinn baðst Stone afsökunar og sagðist hafa gert heimskuleg mistök. „Ég álasa sjáfum mér, ekki jafn mikið og konan mín gerir þó,“ sagði Stone og hélt hann því fram að um dómgreindarleysi hefði verið að ræða. Í sama mund hélt hann því fram að krossinn á myndinni sem hann birti á mánudaginn, og eyddi svo, hefði í rauninni ekki verið skotmark.Myndin sem um ræðir var af Jackson og þar hafði Stone skrifað að „djúpríkis-launmorðinginn“ Robert Mueller hefði tryggt að Jackson yrði yfir máli Stone þar sem hún hefði verið skipuð af Barack Obama. Þá sagði Stone að Jackson hefði fellt niður ákæru gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og fangelsað Paul Manafort, annan kosningastjóra Trump, áður en hann hefði verið dæmdur fyrir nokkurn glæp.Stone skrifaði einnig #fixisin til marks um að þegar væri búið að ákveða niðurstöðu málaferlanna gegn honum og bað hann fólk um að styðja hann fjárhagslega. Stone hefur verið ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum um samskipti sín við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016, standa í vegi réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitni. Hann neitar sök.In his latest Instagram post, Roger Stone attacks Judge Amy Berman Jackson, the federal judge overseeing his case.There is a crosshair in the upper left corner of the picture. pic.twitter.com/tbjLI0S81c— Kyle Griffin (@kylegriffin1) February 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Roger Stone, sem er ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. Alríkisdómari gaf út þessa skipun í gærkvöldi eftir að Stone hafði birt mynd af henni á Instagram þar sem búið var að setja skotmark á myndina. Dómarinn Amy Berman Jackson gerði Stone ljóst að ef hann myndi tjá sig um málið myndi hann fara í fangelsi. Hún sagði einnig að ummæli Stone gætu ógnað fólki sem kæmi að málinu. „Í dag gaf ég þér annað tækifæri. Þetta er ekki hafnabolti. Þá færð ekki þriðja tækifærið,“ er haft eftir Jackson á vef NBC News. Þá sagði hún að afsökunarbeiðni Stone hefði ekki verið einlæg.Áður en hún kvað upp úrskurð sinn baðst Stone afsökunar og sagðist hafa gert heimskuleg mistök. „Ég álasa sjáfum mér, ekki jafn mikið og konan mín gerir þó,“ sagði Stone og hélt hann því fram að um dómgreindarleysi hefði verið að ræða. Í sama mund hélt hann því fram að krossinn á myndinni sem hann birti á mánudaginn, og eyddi svo, hefði í rauninni ekki verið skotmark.Myndin sem um ræðir var af Jackson og þar hafði Stone skrifað að „djúpríkis-launmorðinginn“ Robert Mueller hefði tryggt að Jackson yrði yfir máli Stone þar sem hún hefði verið skipuð af Barack Obama. Þá sagði Stone að Jackson hefði fellt niður ákæru gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og fangelsað Paul Manafort, annan kosningastjóra Trump, áður en hann hefði verið dæmdur fyrir nokkurn glæp.Stone skrifaði einnig #fixisin til marks um að þegar væri búið að ákveða niðurstöðu málaferlanna gegn honum og bað hann fólk um að styðja hann fjárhagslega. Stone hefur verið ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum um samskipti sín við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016, standa í vegi réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitni. Hann neitar sök.In his latest Instagram post, Roger Stone attacks Judge Amy Berman Jackson, the federal judge overseeing his case.There is a crosshair in the upper left corner of the picture. pic.twitter.com/tbjLI0S81c— Kyle Griffin (@kylegriffin1) February 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira