Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2019 09:00 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. Sem kunnugt er slitu fjögur verkalýðsfélag viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og horfa til verkfallsaðgerða. Þeirra fyrstu með vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum sem næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna þann 8. mars. Ásgeir segir að Í fyrsta lagi sé farið fram á miklar kauphækkanir þegar samdráttur blasi við í helstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustu. „Slíkt þekktist ekki áður – ef illa áraði í sjávarútvegi. Yfirleitt hafa íslensk verkalýðsfélög sýnt hörku í uppsveiflu en hófsemi í niðursveiflu. Þessu hefur nú verið snúið á hvolf - þegar efnahagslífið er nú á leið niður eftir 7 ára hagvöxt.“ Í annan stað nefnir Ásgeir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu lagðar fram án kostnaðarmats eða áhrifagreiningar. „Það er alls ekki sjálfgefið að niðurstaða nafnlaunahækkana sé ávallt í samræmi við yfirlýstan tilgang. Þess eru mörg dæmi – innanlands og utan – að miklar hækkanir á grunntöxtum hafi leitt til verri kjara hjá hinum verst settu – svo sem vegna verðbólgu, hærri vaxta og aukins atvinnuleysis.“Bitnar verst á þeim sem síst skyldi Í þriðja lagi taki kröfurnar ekki tillit til nútíma hagstjórnar sem miðist við verðbólgumarkmið og ríkisfjármálareglur. „Allar vestrænar þjóðir búa við slíkan ramma – og yfirleitt þykir hann sjálfsagður. Kostnaðurinn við að brjóta ramman kemur fram með gengisfalli, verðbólgu og vaxtahækkunum – sem bitnar verst á þeim sem síst skyldi.“ Að lokum nefnir Ásgeir að svo virðist sem kröfugerðarfólk forðist hina raunverulegu efnahagsumræðu, um áhrif þeirra krafna sem lagðar hafi verið fram. „Í þessu efni er takmarkað gagn að úrdráttum úr Das Kapital eða reynslusögum af ónafngreindum einstaklingum. Þetta er óvenjulegt á síðari tímum.“ Ásgeir nefnir að sú staða sem upp sé komin hafi mögulega verið skrifuð í skýin við úrskurð Kjaradóms haustið 2016 um hækkun launa þingmanna og embættismanna. Úrskurðurinn veitti þingmönnum svo dæmi sé tekið 45 prósenta hækkun á þingfarakaupi sem ruku upp úr 762 þúsund krónum í 1,1 milljón króna. Ásgeiri líst alls ekki á stöðuna í kjaradeilunni nú og er efins um taktík verkalýðsforystunnar. „Þetta er hins vegar vegferð sem vandséð er að nokkur muni græða á.“ Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. Sem kunnugt er slitu fjögur verkalýðsfélag viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og horfa til verkfallsaðgerða. Þeirra fyrstu með vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum sem næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna þann 8. mars. Ásgeir segir að Í fyrsta lagi sé farið fram á miklar kauphækkanir þegar samdráttur blasi við í helstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustu. „Slíkt þekktist ekki áður – ef illa áraði í sjávarútvegi. Yfirleitt hafa íslensk verkalýðsfélög sýnt hörku í uppsveiflu en hófsemi í niðursveiflu. Þessu hefur nú verið snúið á hvolf - þegar efnahagslífið er nú á leið niður eftir 7 ára hagvöxt.“ Í annan stað nefnir Ásgeir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu lagðar fram án kostnaðarmats eða áhrifagreiningar. „Það er alls ekki sjálfgefið að niðurstaða nafnlaunahækkana sé ávallt í samræmi við yfirlýstan tilgang. Þess eru mörg dæmi – innanlands og utan – að miklar hækkanir á grunntöxtum hafi leitt til verri kjara hjá hinum verst settu – svo sem vegna verðbólgu, hærri vaxta og aukins atvinnuleysis.“Bitnar verst á þeim sem síst skyldi Í þriðja lagi taki kröfurnar ekki tillit til nútíma hagstjórnar sem miðist við verðbólgumarkmið og ríkisfjármálareglur. „Allar vestrænar þjóðir búa við slíkan ramma – og yfirleitt þykir hann sjálfsagður. Kostnaðurinn við að brjóta ramman kemur fram með gengisfalli, verðbólgu og vaxtahækkunum – sem bitnar verst á þeim sem síst skyldi.“ Að lokum nefnir Ásgeir að svo virðist sem kröfugerðarfólk forðist hina raunverulegu efnahagsumræðu, um áhrif þeirra krafna sem lagðar hafi verið fram. „Í þessu efni er takmarkað gagn að úrdráttum úr Das Kapital eða reynslusögum af ónafngreindum einstaklingum. Þetta er óvenjulegt á síðari tímum.“ Ásgeir nefnir að sú staða sem upp sé komin hafi mögulega verið skrifuð í skýin við úrskurð Kjaradóms haustið 2016 um hækkun launa þingmanna og embættismanna. Úrskurðurinn veitti þingmönnum svo dæmi sé tekið 45 prósenta hækkun á þingfarakaupi sem ruku upp úr 762 þúsund krónum í 1,1 milljón króna. Ásgeiri líst alls ekki á stöðuna í kjaradeilunni nú og er efins um taktík verkalýðsforystunnar. „Þetta er hins vegar vegferð sem vandséð er að nokkur muni græða á.“
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15