Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Andri Eysteinsson skrifar 21. febrúar 2019 22:56 Kristófer Oliversson segir stöðuna sem komin er upp mjög alvarlega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur boðað til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun. Samsett/Vilhelm/Eyþór Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu.Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum 8. Mars næstkomandi. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Í sjálfu sér skiptir mestu máli hvað verður í framhaldinu en auðvitað hafa allir áhyggjur af þessu,“ sagði Kristófer í samtali við Fréttastofu. „Ég vona bara að fólk fari að snúa sér að því að semja.“Segir aðgerðirnar búhnykk fyrir skuggahagkerfið Kristófer segir enn fremur að aðgerðirnar komi sér ekki á óvart. „Það hefur legið í loftinu um nokkuð skeið að Efling hyggst beita sér gegn hótelgeiranum svo þetta kemur ekki á óvart. Það er engu að síður mjög alvarlegt að þessi staða sé komin upp,“ Kristófer segist einnig hafa viljað sjá aðgerðum beitt gegn leyfislausri starfsemi. „Það má ekki gleyma því að um helmingur framboðinna herbergja í miðborg Reykjavíkur er ýmiss konar íbúðagisting, sem er að langstærstum hluta leyfislaus. Aðgerðir gegn löglega reknum fyrirtækjum verður væntanlega búhnykkur fyrir skuggahagkerfið,“ segir Kristófer. Eins og áður segir næði vinnustöðvunin til starfsfólks sem sinnir þrifum, hreingerningu og frágangi herbergja í gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhornsins, komi til stöðvunarinnar munu herbergin því ekki vera þrifin.Sendir alvarleg skilaboð út í markaðinnFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), Jóhannes Þór Skúlason, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að þar sem bókunartími fyrir háannatímann í ferðaþjónustunni standi nú yfir gætu verkfallsaðgerðir haft slæm áhrif á orðspor ferðaþjónustunnar. Kristófer segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort að svo verði komi til vinnustöðvunar 8.mars. „Það sem er alvarlegt í þessu er að þetta sendir þau skilaboð út í markaðinn að verkföll séu hafin á Íslandi, sem er mjög alvarlegt“, segir Kristófer. Kristófer telur að líklega sé ekki ætlun Eflingar að setja ferðaþjónustuna á hliðina með vinnustöðvuninni, frekar sé ætlunin að kanna styrkinn og liðsheildina. Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu.Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum 8. Mars næstkomandi. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Í sjálfu sér skiptir mestu máli hvað verður í framhaldinu en auðvitað hafa allir áhyggjur af þessu,“ sagði Kristófer í samtali við Fréttastofu. „Ég vona bara að fólk fari að snúa sér að því að semja.“Segir aðgerðirnar búhnykk fyrir skuggahagkerfið Kristófer segir enn fremur að aðgerðirnar komi sér ekki á óvart. „Það hefur legið í loftinu um nokkuð skeið að Efling hyggst beita sér gegn hótelgeiranum svo þetta kemur ekki á óvart. Það er engu að síður mjög alvarlegt að þessi staða sé komin upp,“ Kristófer segist einnig hafa viljað sjá aðgerðum beitt gegn leyfislausri starfsemi. „Það má ekki gleyma því að um helmingur framboðinna herbergja í miðborg Reykjavíkur er ýmiss konar íbúðagisting, sem er að langstærstum hluta leyfislaus. Aðgerðir gegn löglega reknum fyrirtækjum verður væntanlega búhnykkur fyrir skuggahagkerfið,“ segir Kristófer. Eins og áður segir næði vinnustöðvunin til starfsfólks sem sinnir þrifum, hreingerningu og frágangi herbergja í gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhornsins, komi til stöðvunarinnar munu herbergin því ekki vera þrifin.Sendir alvarleg skilaboð út í markaðinnFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), Jóhannes Þór Skúlason, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að þar sem bókunartími fyrir háannatímann í ferðaþjónustunni standi nú yfir gætu verkfallsaðgerðir haft slæm áhrif á orðspor ferðaþjónustunnar. Kristófer segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort að svo verði komi til vinnustöðvunar 8.mars. „Það sem er alvarlegt í þessu er að þetta sendir þau skilaboð út í markaðinn að verkföll séu hafin á Íslandi, sem er mjög alvarlegt“, segir Kristófer. Kristófer telur að líklega sé ekki ætlun Eflingar að setja ferðaþjónustuna á hliðina með vinnustöðvuninni, frekar sé ætlunin að kanna styrkinn og liðsheildina.
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08