Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 20:30 Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðaráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. Hann er ekki tilbúinn að svo stöddu að segja til um það hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan evrópska efnahagssvæðisins. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna þeirra innflutningshafta sem ríkja í núgildandi löggjöf.Sjá einnig: Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðarFélag atvinnurekenda fagnar frumvarpinu og segir það löngu tímabært. Íslensk stjórnvöld geti ekki lengur farið á svig við alþjóðlegar skuldbindingar. Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna, hugnast aftur á móti ekki hið boðaða frumvarp.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.Visir/Egill„Ég hef skilning á því að menn geta ekki endalaust brotið lög en það hlýtur að vera hægt að fara og semja,“ segir Sindri. „Við náttúrlega búum á eyju þar sem að við erum með einangraða búfjárstofna og höfum alveg einstaka stöðu. Við erum með mikinn hreinleika í íslenskum landbúnaði, lægstu sýklalyfjanotkun í veröldinni þannig að við höfum einstaka stöðu og það er mjög eðlilegt að við verjum hana eftir fremsta megni,“ svarar Sindri þegar hann er spurður hvort það sé ekki ósanngjörn krafa að vilja flytja út íslenskar landbúnaðarafurðir en á sama tíma hefta innflutning.Hugsanlega stærsta pólitíska umræða næstu áratuga Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir Ísland vera í sérstöðu til að verjast þeirri ógn sem hann segir að blasi við vegna hugsanlegs sýklalyfjaónæmis. Frumvarpið taki ekki nógu vel á þeim þætti. „Óbilgirni Evrópusambandsins og ásókn íslenskra heildsala og stóru matvælafyrirtækjanna í Evrópu um að græða peninga og vera nokk sama um heilsufar manna og dýra veldur því að við sitjum í þessari súpu,“ segir Sigurður Ingi. Hann kveðst skilja þá stöðu sem landbúnaðarráðherra sé í en segir að þingið verði að skoða málið vel þegar þar að kemur. Spurður hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið segir hann of snemmt að segja til um það. „Við munum, og höfum lýst efasemdum um að þetta sé nóg þannig að við munum örugglega leitast leiða við það. Nú er þetta í samráðsgátt, þetta hefur ekki komið fyrir ríkisstjórn, þannig að það er nú kannski full fljótt að vera að ræða um stuðning við einstaka greinar í einhverju frumvarpi sem er ekki komið fram,“ segir Sigurður Ingi. Hann ítrekar sérstöðu Íslands hvað varðar það að geta varist því sem hann kallar sýklalyfjaónæmisógn. „Þetta gæti orðið stærsta pólitíska umræða næstu áratuga og ég er hræddur um að ef við tökum ekki á henni núna að þá muni fólk eftir 20-30 ár velta fyrir sér hvaða hagsmuni voru menn að verja í kringum 2019?“ segir Sigurður Ingi. Evrópusambandið Landbúnaður Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðaráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. Hann er ekki tilbúinn að svo stöddu að segja til um það hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar var birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar er kveðið á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan evrópska efnahagssvæðisins. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu vegna þeirra innflutningshafta sem ríkja í núgildandi löggjöf.Sjá einnig: Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðarFélag atvinnurekenda fagnar frumvarpinu og segir það löngu tímabært. Íslensk stjórnvöld geti ekki lengur farið á svig við alþjóðlegar skuldbindingar. Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna, hugnast aftur á móti ekki hið boðaða frumvarp.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.Visir/Egill„Ég hef skilning á því að menn geta ekki endalaust brotið lög en það hlýtur að vera hægt að fara og semja,“ segir Sindri. „Við náttúrlega búum á eyju þar sem að við erum með einangraða búfjárstofna og höfum alveg einstaka stöðu. Við erum með mikinn hreinleika í íslenskum landbúnaði, lægstu sýklalyfjanotkun í veröldinni þannig að við höfum einstaka stöðu og það er mjög eðlilegt að við verjum hana eftir fremsta megni,“ svarar Sindri þegar hann er spurður hvort það sé ekki ósanngjörn krafa að vilja flytja út íslenskar landbúnaðarafurðir en á sama tíma hefta innflutning.Hugsanlega stærsta pólitíska umræða næstu áratuga Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir Ísland vera í sérstöðu til að verjast þeirri ógn sem hann segir að blasi við vegna hugsanlegs sýklalyfjaónæmis. Frumvarpið taki ekki nógu vel á þeim þætti. „Óbilgirni Evrópusambandsins og ásókn íslenskra heildsala og stóru matvælafyrirtækjanna í Evrópu um að græða peninga og vera nokk sama um heilsufar manna og dýra veldur því að við sitjum í þessari súpu,“ segir Sigurður Ingi. Hann kveðst skilja þá stöðu sem landbúnaðarráðherra sé í en segir að þingið verði að skoða málið vel þegar þar að kemur. Spurður hvort Framsóknarflokkurinn muni styðja frumvarpið segir hann of snemmt að segja til um það. „Við munum, og höfum lýst efasemdum um að þetta sé nóg þannig að við munum örugglega leitast leiða við það. Nú er þetta í samráðsgátt, þetta hefur ekki komið fyrir ríkisstjórn, þannig að það er nú kannski full fljótt að vera að ræða um stuðning við einstaka greinar í einhverju frumvarpi sem er ekki komið fram,“ segir Sigurður Ingi. Hann ítrekar sérstöðu Íslands hvað varðar það að geta varist því sem hann kallar sýklalyfjaónæmisógn. „Þetta gæti orðið stærsta pólitíska umræða næstu áratuga og ég er hræddur um að ef við tökum ekki á henni núna að þá muni fólk eftir 20-30 ár velta fyrir sér hvaða hagsmuni voru menn að verja í kringum 2019?“ segir Sigurður Ingi.
Evrópusambandið Landbúnaður Tengdar fréttir Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41 Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. 20. febrúar 2019 17:41
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15