Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 20:00 Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Það lá fyrir þegar fjárlög voru samþykkt að fjármununum yrði varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu en ráðherra greindi frá því í dag hvernig fénu verður skipt milli heilbrigðistofnanna á landsvísu. Stærstur hluti fer til Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu eða 322 milljónir króna, en aðrar heilbrigðisstofnanir fá á bilinu 21 til 58 milljónir króna af heildarfjármagninu. „Því er í raun og veru skipt bara í samræmi við þörf og upplýsingar sem hafa borist frá þessum stofnunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Sumar voru komnar eitthvað áleiðis með að byggja upp teymi, eins og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var komin áleiðis með uppbyggingu. Sums staðar þurfum við að byrja alveg frá byrjun.“ Þá var einnig litið til lýðheilsuvísa Landlæknis sem hafa varpað ljósi á heilsufar landsmanna eftir landshlutum.Mikil spurn eftir þjónustunni Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum umdæmum fyrir lok árs en Svandís óttast ekki að erfitt verði að manna teymin. „Ég sé engin merki um það að það verði erfitt, hingað til hefur það gengið vel. Það er svo mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérfræðingar eru spenntir að vinna með þessum hætti sem er náttúrlega bara það nútímalegasta sem gerist í dag, það er að segja að vinna sem næst einstaklingnum þar sem að hann er í sínu daglega umhverfi og á þverfaglegum grunni,“ segir Svandís. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu fagnar áformunum. „Umræðan hefur verið og tölur jafnvel sýna okkur að þá virðist vera aukin vanlíðan hjá ungu fólki og skiptir miklu máli að það eigi gott og auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu,“ segir Agnes. Því sé jákvætt að sem flestir geti nálgast slíka þjónustu í heimabyggð.Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Það lá fyrir þegar fjárlög voru samþykkt að fjármununum yrði varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu en ráðherra greindi frá því í dag hvernig fénu verður skipt milli heilbrigðistofnanna á landsvísu. Stærstur hluti fer til Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu eða 322 milljónir króna, en aðrar heilbrigðisstofnanir fá á bilinu 21 til 58 milljónir króna af heildarfjármagninu. „Því er í raun og veru skipt bara í samræmi við þörf og upplýsingar sem hafa borist frá þessum stofnunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Sumar voru komnar eitthvað áleiðis með að byggja upp teymi, eins og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var komin áleiðis með uppbyggingu. Sums staðar þurfum við að byrja alveg frá byrjun.“ Þá var einnig litið til lýðheilsuvísa Landlæknis sem hafa varpað ljósi á heilsufar landsmanna eftir landshlutum.Mikil spurn eftir þjónustunni Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum umdæmum fyrir lok árs en Svandís óttast ekki að erfitt verði að manna teymin. „Ég sé engin merki um það að það verði erfitt, hingað til hefur það gengið vel. Það er svo mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérfræðingar eru spenntir að vinna með þessum hætti sem er náttúrlega bara það nútímalegasta sem gerist í dag, það er að segja að vinna sem næst einstaklingnum þar sem að hann er í sínu daglega umhverfi og á þverfaglegum grunni,“ segir Svandís. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu fagnar áformunum. „Umræðan hefur verið og tölur jafnvel sýna okkur að þá virðist vera aukin vanlíðan hjá ungu fólki og skiptir miklu máli að það eigi gott og auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu,“ segir Agnes. Því sé jákvætt að sem flestir geti nálgast slíka þjónustu í heimabyggð.Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill
Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira