Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 19:15 Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara ásamt SA. Á mynd eru Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. Mikill einhugur og baráttuandi sé meðal þeirra félagsfólks. Viðræðunefnd félaganna hitti samninganefnd atvinnurenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö og þar var atburðarásin hröð. Fundarhöld voru stutt hjá deiluaðilum í dag, eða um 45 mínútur. Á þeim tíma var mikið flakkað á milli herbergja þar sem viðræðunefnd Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík ásamt VR þurftu nokkrum sinnum að funda í sínum eigin röðum á milli þess sem þau funduðu með atvinnurekendum. En eftir síðustu útgöngu fulltrúa verkalýðsfélaganna af sameiginlegum fundi var stundin runnin upp og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddi við fréttamenn.Okkur skilst að það sé búið að slíta viðræðum. Hver eru ykkar fyrstu viðbrögð? „Viðsemjendur okkar lýstu yfir árangurslausum viðræðum hér á fundi með ríkissáttasemjara rétt í þessu. Þannig að nú fer deilan í annan gír. Hún fer hins vegar ekkert frá okkur,“ segir Halldór.„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ En frá og með deginum í dag verða deiluaðilar boðaðir á tveggja vikna fresti til ríkissáttasemjara. Næsti fundur gæti því orðið um það leyti sem fyrstu aðgerðir verkalýðsfélaganna eru að skella á hafi ekki samist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félögin til í slaginn. Hverjar verða fyrstu aðgerðir sem þið ætlið að boða til. Þið hljótið að hafa hugsað út í það? „Við höfum sannarlega hugsað út í það. En á þessum tímapunkti ætla ég ekki að upplýsa um það. En við erum komin mjög langt með slíka undirbúningsvinnu,“ segir Sólveig Anna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðgerðarplan verða kynnt samninganefndum á morgun. Á næstu dögum verði síðan boðað til atkvæðagreiðslu um fyrstu aðgerðir. „Hér stefnum við bara í eina átt. Það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram. Þá atburðarás erum við að teikna upp. Já það stefnir í átök og það stefnir í verkföll,“ segir Ragnar Þór.Munu fara í aðgerðir þar sem þær skipta máliFramkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tilboð samtakanna frá því í síðustu viku marka það svigrúm sem væri til skiptanna ef takast eigi að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta og góðu atvinnustigi.„Að því sögðu getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá því tilboði og þar við sat í dag. Ég held að mjög margir geti tekið undir það sjónarmið SA að það sé mjög mikilvægt að við röskum ekki þeim verðstöðugleika sem ríkt hefur á Íslandi á undanförnum árum,“ segir Halldór BenjamínVerkalýðsfélögin reikna með fyrstu aðgerðum fljótlega og segja að þær muni koma mörgum á óvart.Munið þið byrja í aðgerðum sem eru sársaukalitlar eða munið þið strax fara í sársauka miklar aðgerðir sem skipta miklu máli?„Við bara hugsum þetta mjög taktískt. Þannig að við munum fara í aðgerðir þar sem þær virkilega skipta máli,“ segir formaður Eflingar.Og þegar talað er um ábyrgð verkalýðsfélaganna á stöðu efnahagsmála vísa formennirnir til ábyrgðar samfélagsins og fyrirtækja á að tryggja vinnuaflinu viðunandi lífskjör.„Hér er bara hópur fólks sem þrátt fyrir langa vinnudaga, þrátt fyrir að starfa undir miklu álagi, þrátt fyrir að starfa sannarlega við undirstöðugreinar nær samt aldrei að vinna sér inn nógu mikið til að geta strokið um frjálst höfuð efnahagslega. En þetta er bara staðreynd í íslensku samfélagi. Þessu vellauðuga en fámenna samfélagi. Þetta er staðreynd sem við hljótum öll að skammast okkur fyrir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. Mikill einhugur og baráttuandi sé meðal þeirra félagsfólks. Viðræðunefnd félaganna hitti samninganefnd atvinnurenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö og þar var atburðarásin hröð. Fundarhöld voru stutt hjá deiluaðilum í dag, eða um 45 mínútur. Á þeim tíma var mikið flakkað á milli herbergja þar sem viðræðunefnd Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík ásamt VR þurftu nokkrum sinnum að funda í sínum eigin röðum á milli þess sem þau funduðu með atvinnurekendum. En eftir síðustu útgöngu fulltrúa verkalýðsfélaganna af sameiginlegum fundi var stundin runnin upp og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddi við fréttamenn.Okkur skilst að það sé búið að slíta viðræðum. Hver eru ykkar fyrstu viðbrögð? „Viðsemjendur okkar lýstu yfir árangurslausum viðræðum hér á fundi með ríkissáttasemjara rétt í þessu. Þannig að nú fer deilan í annan gír. Hún fer hins vegar ekkert frá okkur,“ segir Halldór.„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ En frá og með deginum í dag verða deiluaðilar boðaðir á tveggja vikna fresti til ríkissáttasemjara. Næsti fundur gæti því orðið um það leyti sem fyrstu aðgerðir verkalýðsfélaganna eru að skella á hafi ekki samist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félögin til í slaginn. Hverjar verða fyrstu aðgerðir sem þið ætlið að boða til. Þið hljótið að hafa hugsað út í það? „Við höfum sannarlega hugsað út í það. En á þessum tímapunkti ætla ég ekki að upplýsa um það. En við erum komin mjög langt með slíka undirbúningsvinnu,“ segir Sólveig Anna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðgerðarplan verða kynnt samninganefndum á morgun. Á næstu dögum verði síðan boðað til atkvæðagreiðslu um fyrstu aðgerðir. „Hér stefnum við bara í eina átt. Það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram. Þá atburðarás erum við að teikna upp. Já það stefnir í átök og það stefnir í verkföll,“ segir Ragnar Þór.Munu fara í aðgerðir þar sem þær skipta máliFramkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tilboð samtakanna frá því í síðustu viku marka það svigrúm sem væri til skiptanna ef takast eigi að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta og góðu atvinnustigi.„Að því sögðu getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá því tilboði og þar við sat í dag. Ég held að mjög margir geti tekið undir það sjónarmið SA að það sé mjög mikilvægt að við röskum ekki þeim verðstöðugleika sem ríkt hefur á Íslandi á undanförnum árum,“ segir Halldór BenjamínVerkalýðsfélögin reikna með fyrstu aðgerðum fljótlega og segja að þær muni koma mörgum á óvart.Munið þið byrja í aðgerðum sem eru sársaukalitlar eða munið þið strax fara í sársauka miklar aðgerðir sem skipta miklu máli?„Við bara hugsum þetta mjög taktískt. Þannig að við munum fara í aðgerðir þar sem þær virkilega skipta máli,“ segir formaður Eflingar.Og þegar talað er um ábyrgð verkalýðsfélaganna á stöðu efnahagsmála vísa formennirnir til ábyrgðar samfélagsins og fyrirtækja á að tryggja vinnuaflinu viðunandi lífskjör.„Hér er bara hópur fólks sem þrátt fyrir langa vinnudaga, þrátt fyrir að starfa undir miklu álagi, þrátt fyrir að starfa sannarlega við undirstöðugreinar nær samt aldrei að vinna sér inn nógu mikið til að geta strokið um frjálst höfuð efnahagslega. En þetta er bara staðreynd í íslensku samfélagi. Þessu vellauðuga en fámenna samfélagi. Þetta er staðreynd sem við hljótum öll að skammast okkur fyrir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira