Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Kjartan Kjartansson og Sighvatur Jónsson skrifa 21. febrúar 2019 19:45 Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er í járnum og einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðum sem leiðtogar fjögurra verkalýðsfélaga hafa boðað, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Aðilar í ferðaþjónustu óttast skæruaðgerðir sem gætu haft áhrif á ferðaþjónustuna fljótt. VR, Efling, og verkalýðsfélög Grindavíkur og Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Leiðtogar þeirra boða verkfallsaðgerðir sem gætu hafist eftir tvær vikur. Þær gætu haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna, að mati Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jóhannes Þór stöðuna brothætta og það hafi verið mikil vonbrigði að viðræðum félaganna hafi verið slitið. Þá sagði hann það grafalvarlegt mál að verkalýðsleiðtogar hafi sagt að ferðaþjónustan gæti orðið skotmark aðgerða. „Já, alveg klárlega,“ sagði Jóhannes Þór spurður að því hvort að ferðaþjónustufyrirtæki gætu farið í þrot vegna verkfallsaðgerða. Benti hann á að bókunartími standi nú yfir fyrir háannatímann í sumar. Fari verkfallsaðgerðir ofan í þann tíma geti afleiðingarnar orðið gríðarlega slæmar fyrir ferðaþjónustuna með orðsporshnekkjum og beinu tjóni. „Það er alveg ljóst að við stöndum á barmi mjög alvarlegra atburða ef þetta heldur svona áfram,“ sagði hann. Á meðal félagsmanna í Eflingu eru rútubílstjórar. Trúnaðarmaður bílstjóra hjá Gray Line, Guðni Páll Birgisson, segir að bílstjórar séu tilbúnir fyrir verkfall. Hann segir að bílstjórar hjá fleiri fyrirtækjum séu sama sinnis. „Enginn vill þessi verkföll. En hvað eigum við að gera? Þetta er eina vopnið sem við höfum í dag,“ segir Guðni Páll.Viðbragðsáætlanir vegna verkfalla Eftir samtöl fréttastofu við atvinnurekendur í dag er óhætt að segja að fólk fylgist spennt með næstu skrefum eftir að kjaraviðræðum var slitið. Stærri fyrirtæki hafa jafnvel gert áætlanir um viðbrögð. Mannauðsstjóri í stóru fyrirtæki segir mestu vinnuna felast í því að fylgjast með málum og reyna að átta sig á mögulegum áhrifum verkfalla. Verkstjóri sem við hittum í Reykjavík í dag var að bíða svara frá starfsmannaleigu um hvaða stéttarfélagi erlendu verkamennirnir við framkvæmdirnar tilheyrðu. Verkstjórinn sagðist vilja vita hvort mennirnir væru hugsanlega á leið í verkfall.Verkföll gætu hafist eftir um hálfan mánuð.Vísir/TótlaEn hvenær gætu verkföll hafist? Ef við gefum okkur að ákveðið verði með vinnustöðvun á morgun og mögulegar útfærslur gæti atkvæðagreiðsla hafist um helgina, hún tekur að minnsta kosti sjö daga. Í framhaldi þarf að tilkynna um verkfallsaðgerðir, og það verður að gerast sjö dögum áður en þær hefjast. Miðað við þessar forsendur gætu verkföll hafist í fyrsta lagi mánudaginn ellefta mars - eftir rúman hálfan mánuð.Áhyggjur af ferðaiðnaðinum Fólk sem fréttastofa hefur rætt við í ferðageiranum í dag hefur áhyggjur af því að verkföll geti haft áhrif á mjög skömmum tíma. Sérstaklega ef farið verður út í svokallaðar skæruaðgerðir, til dæmis að rútubílstjórar leggi niður störf í nokkra daga og svo í framhaldi verði aðgerðum beint gegn hótelum sem þyrfti að loka eftir nokkra daga þar sem þau hefðu ekki verið þrifin. „Þeir eru þá þegar orðnir fyrir tjóni. Það þýðir að þeir leita til sinna ferðaheildsala. Það þýðir að keðjan heldur bara áfram. Menn þurfa að fara bæta það tjón fyrir utan það orðsporstjón sem verður fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í heild sinni,“ sagði Jóhannes Þór um hvað slíkar lokanir myndu þýða fyrir erlenda ferðamenn hér á landi. Kjaramál Tengdar fréttir SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er í járnum og einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðum sem leiðtogar fjögurra verkalýðsfélaga hafa boðað, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Aðilar í ferðaþjónustu óttast skæruaðgerðir sem gætu haft áhrif á ferðaþjónustuna fljótt. VR, Efling, og verkalýðsfélög Grindavíkur og Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Leiðtogar þeirra boða verkfallsaðgerðir sem gætu hafist eftir tvær vikur. Þær gætu haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna, að mati Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jóhannes Þór stöðuna brothætta og það hafi verið mikil vonbrigði að viðræðum félaganna hafi verið slitið. Þá sagði hann það grafalvarlegt mál að verkalýðsleiðtogar hafi sagt að ferðaþjónustan gæti orðið skotmark aðgerða. „Já, alveg klárlega,“ sagði Jóhannes Þór spurður að því hvort að ferðaþjónustufyrirtæki gætu farið í þrot vegna verkfallsaðgerða. Benti hann á að bókunartími standi nú yfir fyrir háannatímann í sumar. Fari verkfallsaðgerðir ofan í þann tíma geti afleiðingarnar orðið gríðarlega slæmar fyrir ferðaþjónustuna með orðsporshnekkjum og beinu tjóni. „Það er alveg ljóst að við stöndum á barmi mjög alvarlegra atburða ef þetta heldur svona áfram,“ sagði hann. Á meðal félagsmanna í Eflingu eru rútubílstjórar. Trúnaðarmaður bílstjóra hjá Gray Line, Guðni Páll Birgisson, segir að bílstjórar séu tilbúnir fyrir verkfall. Hann segir að bílstjórar hjá fleiri fyrirtækjum séu sama sinnis. „Enginn vill þessi verkföll. En hvað eigum við að gera? Þetta er eina vopnið sem við höfum í dag,“ segir Guðni Páll.Viðbragðsáætlanir vegna verkfalla Eftir samtöl fréttastofu við atvinnurekendur í dag er óhætt að segja að fólk fylgist spennt með næstu skrefum eftir að kjaraviðræðum var slitið. Stærri fyrirtæki hafa jafnvel gert áætlanir um viðbrögð. Mannauðsstjóri í stóru fyrirtæki segir mestu vinnuna felast í því að fylgjast með málum og reyna að átta sig á mögulegum áhrifum verkfalla. Verkstjóri sem við hittum í Reykjavík í dag var að bíða svara frá starfsmannaleigu um hvaða stéttarfélagi erlendu verkamennirnir við framkvæmdirnar tilheyrðu. Verkstjórinn sagðist vilja vita hvort mennirnir væru hugsanlega á leið í verkfall.Verkföll gætu hafist eftir um hálfan mánuð.Vísir/TótlaEn hvenær gætu verkföll hafist? Ef við gefum okkur að ákveðið verði með vinnustöðvun á morgun og mögulegar útfærslur gæti atkvæðagreiðsla hafist um helgina, hún tekur að minnsta kosti sjö daga. Í framhaldi þarf að tilkynna um verkfallsaðgerðir, og það verður að gerast sjö dögum áður en þær hefjast. Miðað við þessar forsendur gætu verkföll hafist í fyrsta lagi mánudaginn ellefta mars - eftir rúman hálfan mánuð.Áhyggjur af ferðaiðnaðinum Fólk sem fréttastofa hefur rætt við í ferðageiranum í dag hefur áhyggjur af því að verkföll geti haft áhrif á mjög skömmum tíma. Sérstaklega ef farið verður út í svokallaðar skæruaðgerðir, til dæmis að rútubílstjórar leggi niður störf í nokkra daga og svo í framhaldi verði aðgerðum beint gegn hótelum sem þyrfti að loka eftir nokkra daga þar sem þau hefðu ekki verið þrifin. „Þeir eru þá þegar orðnir fyrir tjóni. Það þýðir að þeir leita til sinna ferðaheildsala. Það þýðir að keðjan heldur bara áfram. Menn þurfa að fara bæta það tjón fyrir utan það orðsporstjón sem verður fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í heild sinni,“ sagði Jóhannes Þór um hvað slíkar lokanir myndu þýða fyrir erlenda ferðamenn hér á landi.
Kjaramál Tengdar fréttir SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15
Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06